May 18, 2007

enn og aftur...

...komin helgi!

Gaman gaman gaman af því :-)

Örving að keppa um helgina - kemur á óvart eða hvað? Ekki að ég sé að kvarta - hann hefur svo gaman af þessu og er að standa sig bara nokkuð vel drengurinn.

Segi gleðilegan föstudag við ykkur öll og góða helgi.

ciao

May 13, 2007

jæja...

...ég vaknaði glöð í morgun. Þetta var undarleg nótt. Ég fór að sofa um klukkan 1 í nótt og þá var stjórnin ekki lengur fallinn - fékk símhringingu um 2:30 og þá var stjórnin afutur fallin - svo vaknaði ég aftur í nótt einhverntímann og þá var stjórnin fallin aftur en þegar við örving vöknuðum til að græja okkur fyrir keppni í Egilshöll þá hafði stjórnin haldið meirihluta sínum og ég gekk brosandi út í daginn.

Naumur meirihluti en meirihlutir þó! Og hana nú.

þar til næst
ciao

May 10, 2007

alveg glatað...

...hvað ég skráset lítið á þessa síðu.

Líkleg ástæða - lítið að segja frá!

Núna - stór helgi framundan og ballið byrjar í dag.

Örving hefur verið að selja wc pappír til að fjármagna N1 mótið á Akureyri í júlí - salan hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og mun ég koma við í KR heimilinu í dag og fylla bílinn af gríðarlegu magni af rúllum - líklega myndi þetta magn duga kínveskri vísitölufjölskyldu í áratug eða lengur ef maður tekur það með í reikninginn að líklega nota kínveskar vísitölufjölskyldur lítið sem ekkert af svona pappí. Er ég þá að tala um fólk til sveita í Kína.

Listahátið í Reykjavík verður sett í dag - með opnun spennandi sýningar á verkum COBRA hópsins í Listasafni Íslands. Ætla mér sjálfsögðu að kíkja þar við - hef miklar vonir og væntingar til þessarar sýningar! Enda þekki ég aðstoðarsýningarstjórann og veit að hann hefur lagt nótt sem nýtan dag í þetta verkefni :-)

Auðvita má ekki gleyma Jóróvisíón - rauðhærða kyntáknið stígur á svið í Helskinki í kvöld og munum við Örving fylgjast með því af fullum áhuga í faðmi fjölskyldunnar í Grafarholtinu - verst að liðið í 109 (úpps 901) verður ekki með í því geimi! Svona er þetta úthverfa fólk - alltaf að gera eitthvað spennandi í sínu hverfi.

Á morgun verður svo heljarinnar ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík - Indland, Kína - nýr markaður - ný sóknarfæri. Aldeilis sérdeilis frábært tækifæri til að hlusta á Pedro Videla sem kemur frá IESE í Barcelona - hann er einn af fremstu sérfræðingum í þessum málaflokki.
Maðurinn sem býr á Bessastöðum mun opna ráðstefnuna og svo verða fleiri með erindi. Mjög hot og sexy topic! Skráning fer fram hér

Laugardagur 12. maí - vá vá vá - það er ekkert smá spennandi dagur. Kosningar.
Ég ætla sem minnst að tjá mig um þær - það má lesa smá pælingar frá mér hér fyrir neðan. Ég ætla bara rétt að vona að þjóðin hafi vit fyrir sér og kjósi ekki yfir sig vinstri hryllinginn! Og hana nú.

Aðalkeppni júróvísíon um kvöldið - spenna spenna spenna. Ef ég á að tjá mig eitthvað um þessa keppni þá er það helst að mér lagið frá Úkraínu með furðufyrirbærinu Verka Serdchka ALGJÖR HRYLLINGUR og ég ætla rétt að vona að veðbankar séu ekki að spá rétt fyrir um að þessi horbjóður vinni keppnina.
Hér má sjá myndbönd allra laganna í keppninni http://www.eurovision.tv/addons/mediaplayer/player.html

Ég vill þó vekja sérstaka athygli ykkar lesenda á einum viðbjóðnum í viðbót það er framlag Albaníu - hvar grófu þeir þennan mann með hormottuna og hárkolluna upp? Mér er spurn - hann er eins og léleg stæling á Herberti Guðmundssyni eða jafnvel mun verra!

Grikkland á eitt mest "katsý" lagið - sætur en mjög ungur flytjandi og svona dill tónn í laginu.

Þar til næst
Ciao

May 4, 2007

kæru landsmenn

góða helgi!