Sep 30, 2006

ó mæ ó mæ ó mæ

hvað mér leiðist.

Held ég sé barasta orðin nokkuð frísk fyrst mér leiðist svona óstjórnlega.

Mig laaaangar svo að gera eitthvað - en, nei - allir sem maður myndi vilja gera eitthvað með eru bissý, ekki á landinu, eiga ekki heimangengt eða eitthvað í þá áttina.

Ætli það verði ekki bara Englar Alheimsins á RÚV á eftir, þegar þessi magnaði skemmtiþáttur þeirra er búinn.

Held það ætti bara að leggja þetta RÚV niður fyrst frumlegheitin eru ekki meiri en þetta eftir 40 ára rekstur.
Þessi þáttur er eins og samsull af mörgum gömlum "skemmti" þáttum RÚV - samsull af Á tali, Á millli himins og jarðar og hvað þeir nú allir heita þessir ótrúlegu frumlegu og skemmtilegu fjölskylduþættir sem hafa verið á dagskrá á laugardagskvöldum á RÚV. Eða þannig - ég hefði líkega ekki gert þetta betur, en ég vinn jú ekki við þáttagerð á RÚV.

þá er það bara að poppa og undirbúa sig fyrir Engla Alheimsins!

later gater

ég vissi það...

...að KR myndi tapa - er hætt að vera KR-ingur!! (glætan)

so far so good

ég hef staðið við það sem ég sagði í gær - hef ekki gert eitt né neitt það sem af er helginni. Að vísu er klukkan ekki orðin 11 á laugardagsmorgni, en ég stend við stóru orðin!

Kemur kannski ekki til af góðu, er með hita og beinverki svo ég fer ekki mjög langt frá fletinu. Á svona stundu er dásamlegt hvað örving á mikið af dvd myndum, því ég á ekki nema eina og ótrúlegt en satt - hún var lánuð til Danmerkur fyrr í sumar :-)

Örving ætlar hins vegar að taka helgina með trompi, skellti sér á uppskeruhátíð í KR og ætlar svo að fara og horfa á KR verða bikarmeistara í fótbolta síðar í dag.

Það efast auðvita enginn um að KR bursti þennan leik, tja nema kannsk ég!

kveðja
Skrámur

Sep 29, 2006

enn ein helgin í uppsiglingu

og ég ekki laus við pestina.
Ég verð að viðurkenna að ég skil hvorki upp né niður í því að það hafi virkilega enginn viljað taka þessu ágæta tilboði mínu um að fá hana senda með DHL. Það er cool að fá pakka með DHL, sama hvað er í honum - jú nó.

Það stefnir allt í rólega helgi með tilheyranid rúmliggingu til að losna við pestina. En líklega er best að spara stóru orðin - ég hef svo of lýst því yfir að ég ætli að taka lífinu með ró yfir helgina og svo ekki staðið steinn yfir steini með það.

Góða helgi góðir landsmenn nær og fjær - gangið hægt um gleðinnar dyr!

Ciao
Skrámur

Sep 28, 2006

pestin er enn laus..

... fyrir þá sem halda að þeir hafi misst af!!! DHL er í startholunum til að senda af stað nú þegar - áhugasamir hafi samband eigi síðar en núna!

kveðja
Skrámur

Sep 27, 2006

auglýsi hér með eftir...

...einhverjum sem er tilbúin að taka að sér hálsbólgu, hausverk og væga beinverki. Pakkinn verður sendur til viðkomandi honum að kostnaðarlausu með DHL.
ATH - ég þarf að losna við þetta sem allra allra allra fyrst!!!!!

kveðja
skrámur

p.s. til greina kemur að skipta pakkanum upp í fleiri smærri einingar, ef margir eru um herlegheitin, svo allir sem vilja geti fengið :-)

Sep 26, 2006

kodak moment helgarinnar





Þingvellir í allri sinni dýrð og örving í gufunni við Konungshver í Haukadal. Reyndar náðust nokkur fleiri móment á minniskubbinn - en þau eru of mörg til að setja hingað













Sep 25, 2006

helgin...

...var hreint út sagt ótrúlega skemmtileg :-)
Óvissuferð á föstudag með HR genginu.
Þingvellir, Gullfoss og Geysir á laugardaginn.
Partý á laugardagskvöldið.
Lambalæri with the works í kvöldmat á sunnudag.
Ferð í Bláa Lónið á sunnudagskvöldið.

Yndislegt í alla staði!!!!!

Sep 21, 2006

draumur í dós

mig langar í svona! Kannski ekki PSP fyrirbærið - get alveg sætt mig við að hafa góða bók og svo kannski eitthvað gott að drekka Posted by Picasa

Sep 20, 2006

efnilegur örving

Það verður ekki af örving tekið að hann á framtíðina fyrir sér - vorum svo heppin í London í sumar að Bush var "in town" og Tony hélt smá gathering fyrir Búss og auðvita vorum við boðin - nema hvað ;-) Tókum þessa skemmtilegu mynd við þetta tækifæri!

fyndið?

kannski finnst ykkur það ekki, en mér finnst doldið skondið að erfinginn er farin að safna Friends þáttunum. Á orðið núna 4 seríur og getur gapað á þetta í tíma og ótíma - hann hlær endalaust að þáttum sem voru komnir í framleiðslu áður en hann fæddist. Ef ég man rétt var byrjað að framleiða þá 1994, en kannski er minnið að bresta - maður er jú orðin svo aldraður!!

Held einhvern vegin að þetta hefði ég ekki gert. Ég var doldið á móþróanum. Þ.e. ef að ma & pa sögðu mér að eitthvað væri rosalega skemmtielg og þau hefður lesið/hlustað/horft á það áður en ég fæddist eða þegar ég var lítil þá bókstaflega beit ég það í mig að viðkomandi fyrirbæri skyldi ég aldrei horfa á, lesa eða hlutsta á. Dem hvað ég hef verið leiðinlegur krakki - alltaf með vesen.
Þetta er munurinn á mér og syninum - hann hlustar á mömmu sína og trúir því að ég hafi alveg geggjaðan smekk á sjónvarpsefni, bíómyndum og tónlist - hahaha
Kannski hefur það líka áhrif að ég er í dag ekki orðin jafn gömul og mamma mín var þegar ég fæddist - gæti haft áhrif, tja, maður veit ekki

á maður afturkvæmt...

...eftir að hafa ekki skrifað hingað staf í marga mánuði???

Tja - ég held það barasta.

Það er svo sem ósköp lítið að frétta - maður tekur þetta einn dag í einu, skynsamlegast.
Svo er þetta bara þessi venjulega rútína, sofa, vinna, sofa, vinna - eða svona næstum því ;-)
Segi það ekki að maður taki ekki smá skrensa öðru hvoru - en ekki eins og áður. Nei það er bara ekki til úthald til að gera það!

Svona það helsta sem hefur á daga mína drifið síðan í maí er að við erfinginn fórum saman í frí til London og Parísar í júni, áttum frábæra ferð í alla staði. Frábært veður, skemmtilegt fólk sem við hittum og síðast en ekki síst frábær ferðafélagi :-)

Svo fór kellingin í skeppitúr til New York í júlí - það var svo stutt ferð að það telst eiginlega ekki með .-)

Tók svo 4 vikur í frí í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi - family time.

Nú er lífið komið í sinn vana gang. Erfinginn kominn í skólan, 6. bekk - enda varð hann 11 ára í sumar. Stór strákur.

Ég hef háleitar hugmyndir um þessa bloggsíðu - meira af þvi síðar, og þá meina ég ekki eftir 3 mánuði.