Nov 28, 2006

updeit

ég nenni engu þessa dagana og allra síst að blogga! En verður maður ekki??? Ekki má maður bregðast aðdáendum sem líta hér við daglega :-)

Helgin gekk ljómandi vel. Jólahlaðborð HR var algjör snilld! Geggjaður matur og frábær félagsskapur - tjútt og stuð fram á nótt. En ekki of lengi því ég var auðvita mætt upp í HR klukkan rúmlega 15 daginn eftir til að taka á móti skvísunum :-)

Hittums í hvítvín, brunuðum svo í Bláa Lónið og fengum nudd - vá, mæli svo sannarlega með nuddinu þar.
Allir heim til Huldu. Þar voru settar upp hárkollur. Geggjaður matur og mikið spjallað og hlegið fram á nótt.
Frábært - eins og alltaf með þessum elskum.

Á sunnudagskvöldið var svo sköpunargleðin alsráðandi. Framleiddi hurðakrans og aðventukrans heima hjá Hörpu undir leiðsöng tveggja blómaskreytingakvenna - snilldar skvísur sem vissu alveg hvað þær voru að gera.
Skemmtilegur félagsskapur í sköpuninni - en við söknuðum þeirra sem ekki komust.
Ég skelli inn myndum af dýrðinni við hið fyrsta tækifæri.

En enn að drattast á nordica - áfram húrra fyrir mér!

þar til næst
ciao

Nov 22, 2006

það er allt að gerast um

...næstu helgir svo ég segi nú ekki meir!

Jú - get alveg sagt meir :-)

Hið árlega jólahlaðborð HR á föstudag - snilldar skemmtun í góðum félagsskap :-)

Hin árlega jólaskemmtun HR skvísana á laugadag, þemað í ár er hárkollur og pils! Vá hvað við verðum fínar :-)

Það þarf auðvita ekki að taka það fram að undirrituð verður að sjálfsögðu með ljóst sítt hár!

Annars bara tóm gleðið þessa dagana. Mikið að gera í vinnunni, en það eru engar nýjar fréttir. Er farin að heimsækja Nordica oft og reglulega - húrra fyrir mér!

Styttist í Danmerkurferð - rúmar 3 vikur í hana. Og ef tíminn líður eins hratt næstu 3 vikurnar og hann hefur liðið síðustu 3 mánuði þá verð ég komin og farin áður en ég veit af.

þar til næst
ciao

Nov 19, 2006

og þá kom snjórinn

með stæl!

Ég og örving áttum frábæran dag í gær :-) fórum saman í bæinn, á kaffihús með vinum, í vinnuna til mín, aftur í bæinn og kringluna. Tókum svo ákvörðun um að fara og fá okkur eitthvað gott í gogginn og svo í bíó.

Skelltum okkur í Smáralind um klukkan 18 til að kaupa miða í bíó - en nei, það var uppselt á James Bond þar. Við tættum í Regnbogan og fengum þar miða á hálf níu sýninguna. Snæddum á þeim stórkostlega veitingastað Hróa Hetti við Hringbraut. Skít sæmileg pizza og fleira þar á boðstólum.
Svo var komið að því - James Bond í bíó. Snilldar mynd
Daniel Craig er bara flottur Bond, ef ekki einn sá flottasti yet :-) Sætur, sexy og hættulegur - hvað vill maður sjá meira hjá karlmanni????
Þegar við vorum á heimleið þegar nálgast fór miðnætti þá voru c.a. 5 snjókorn fjúkandi um Reykjavík.
Þegar við vöknuðum í morgun um klukkan 8 þá voru þau orðin 5 skrilljón biljón biljon skrilljón - eða jafnvel fleiri!

Mér gjörsamlega féllust hendur þegar ég leit út á bílastæðið - sá varla í jepplinginn eða í garðinn. Skellti mér bara í múnbústs og dúnúlpu og arkaði út í búð og náði í tvær myndir og fullt af Sviss miss. Kom mér svo makindalega fyrir undir teppi í sófanum og var þar í ALLAN dag :-)

Mokstu hófst um 18:30 og var lokið að verða 19:30 - ekki alveg klukkutími, en samt ágætis líkamsrækt. Ég hætti a.m.k. að hafa móral yfir því að hafa ekki skellt mér á nordica í dag þegar mokstri var lokið.

Í kvöld - Commander in Cief og Örninn - uppáhalds sjónvarpþættirnir - uppi í sófa í lopasokkum undir teppi (já og aðeins fleiri fötum)

Svo liggur maður bara á bæn um að snjórinn sem ég mokaði áðan fjúki ekki aftur þangað sem ég mokaði honum í burtu í nótt! Það væri nú alveg my luck eins og maður segir :-)

þar til næst
ciao

Nov 16, 2006

hef ákveðið...

... að hætta að setja út á fólk sem býr í úthverfum! Hætta að kalla vinin mína úthverfa-pakk. Þetta eru soddan gæðasálir að það er ekki annað hægt en að elska þetta í botn :-)

Já talandi um botn eða bara botna - frúin í breiðholti hún er með botn-hitara í sínum vísitölufjölskyldubíl - brilljant tæki í þessum kulda!!!! Skyldi gengið í grafarholtinu vera með svoleiðis í sínum nýja vísitölubíl?

Annars hefur ég röflað um kuldann síðustu dag og ég held ótrauð áfram. Þessi kuldi er að ganga frá mér. Vöðvabólgan mín sem hefur verið til friðs síðustu mánuði (þökk sé nordica-spa) er farin að láta á sér kræla og það hressilega. Er gjörsamlega að drepast í öxlunum - illt í hausnum stöðugt og ef vel er að gáð þá sé ég litla svarta depla þegar ég er sem verst. Er búin að pannta mér tíma hjá doksa og ætla að væla út einn skammt af voltarin - bara svona aðeins til að hjálpa. Ég er ekki vön að væla út pillur, ja líklega þarf ég ekki að væla þær út :-)

Næst á dagskrá - halda áfram að vinna!!!

later gater

p.s. það er víst dagur íslenskrar tungu í dag, ég tók þátt í getraun hér í vinnunni og ælta að vinna - fullt fullt af bókum :-) En í tilefni dagsins - lítið fram hjá slettum og örðum óföguði!

Nov 15, 2006

vegna kuldans...

...síðustu daga datt mér í hug að flytjast búferlum til Afríku til að studna sebrahesta búskap - þar er alltaf hlýtt. En kannski eru sebrahestar bara ekkert skemmtilegar skepnur sem og erfitt var með flug til Afríku í gær svo ég hætti við.

Næsta skref var að fara í Kringluna í hádeginu í dag og kaupa mér peysu af því að mér er alltaf kalt - nei nei, fann ekki eina einustu peysu þar sem mig langaði að eyða peningum eins og mér finnst gaman að eyða peningum :-/

Þá er næsta ráð að skella sér í Skátabúðina og kaupa eins og tvo svefnpoka og athug hvort að konan í 109 getur sniðið þá saman og gert að hlýjum útigalla :-// Nei - líklega ekki smart!

Vera heima undir sæng með ofnana á fullum styrk?? Veit ekki - það eina sem ég veit núna er að mér er KALT!!!

Þar til næst
kulda-kveðjur


Nov 14, 2006

Kalt og meira kalt

ég geri mér alveg grein fyrir því að ég bý á Íslandi - en einhvernvegin verð ég alltaf jafn hissa þegar fer að kólna! Ég efast ekki um að það eru fleiri sem verða jafn hissa og ég.

Gleymir maður svona á milli ára, er það með aldrinum sem maður verður gleymnari? Æjj, ég veit ekki - eina sem ég veit núna að mér er kallt og þá er sama hvort ég er úti eða innï!

þar til næst
ciao

Nov 12, 2006

þessi helgi var ekki...

...áfengislaus.

Meira um það síðar - eða bara ekki meira um það :-)

later

Nov 11, 2006

er bókstaflega næstumþví

hoppandi hér um ganga Háskólans í Reykjavík eins og fjallahind!! En að öllu gamni sleppt þá líður mér þvílíkt betur í bakinu og er öll að koma til :-)

Annars er ósköp lítið að gerast hjá mér og mínum. Ég vinn, örving er í skólanum og fótboltanum - engin slys á honum síðustu vikur sem betur fer :-)

Jólin nálgast - ég veit ekki alveg hvernig ég á að höndla þau, en koma tímar koma ráð. Langar samt ekkert sérstaklega til að halda jól - en maður verður víst að halda áfram lífinu þrátt fyrir að aðrir kveðji.

þar til næst
ciao

Nov 9, 2006

getur maður haft hamskipit??

sneri mér mjög snöggt við í dag og voilá - fékk svoleiðis tak í bakið að það hálfa hefði verið miklu meira en nóg!

Líð gjörsamlega vítiskvalir!

Var engu að síður heppin - mjög heppin að einn MBA nemandi er sjúkraþjálfari og var akkúrat á vappi um gangana rétt eftir að þetta gerðis. Það varð hrópað út sos neyðarkall og hann mætti galvaskur og tók létta skoðun á mér - lét mig lyfta upp fótum til skiptis sem ég átti frekar erfitt með.
Í næstu frímínútum kíkti hann aftur á mig og ákvað að skella mér upp á borð inni í einni kennslustofunni og lét braka hressilega í mér - það dugði þó ekki til, en ég er a.m.k. ekki verri.

Bossin stakk upp á að fá einhvern til að koma með morfínsprautu fyrir mig á morgun - það er nú lænkir í MBA náminu, kannski hann geti fixað mig - heheheheheheh

þetta hlýtur að lagast fyrr en seinna!

og þar til næst
ciao

Nov 5, 2006

áfengislaus helgi

líklega ein af fáum næstu tvo mánuði - eða þannig! Húrra fyrir pylsugerðarmanninum :-)

Dagskrá komandi helga er svo þétt skipuð að mér nánast hrýs hugur við að hugsa út í þær - líklega best að hugsa ekki neitt og taka bara þátt!

Annars flott helgi.

Fór með Hjördísi á Vegamót að borða og svo í Þjóðleikhúsið á föstudag. Sáum Pétur Gaut. Snilldar verk - frábærir leikarar. Að fólk geti bara lætr utan af tvo klukkutíma af tali er aðdáunarvert.

Annars var bara þetta venjulega um helgina - vinna og hitta hina og þessa vini og ættingja - allt hvert öðru skemmtilegra fólk :-)

later

Nov 2, 2006

Svona til að árétta eitt

þá er ég að fara til Köben í næsta mánuði :-)

later!

Nov 1, 2006

fyndnasta frétt dagsins

Ég verð að viðurkenna að það klagar akkúrat ekkert upp á mig að kallinn á gönguljósunum sé karl en ekki kona. Enda er fígúran frekar unisexleg í útliti - það er ekki eins og það hangi tippi niður á milli fótanna á "kallinum" og við konur göngum jú flestar og oftast í buxum a.m.k. nærbuxum!

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1231981

Skyldi Bryndís komast á spjöld sögunnar fyrir þetta????

Later

vei vei vei vei

örving er orðin frískur - ekkert botnlangavesen :-)

Ég tók svo stóran vítamínskammt að ég hristi af mér væntanlega pest með nokkurm fjölvítamín, auka skammt af C og B sem og hressilegu magni af Omega 3 - 6 - 9. Húrra fyrir mér!!!!!

Annars ekkert títt.

Ætla að gerast menningarleg með meiru á föstudaginn og skunda með kaupfélagsstjórnaum í hverfinu í leikhús. Ætlum að sjá Pétur Gaut.

Það verður gaman :-)

Svo er það bara vinna, vinna og meiri vinna

later

p.s.
ef einhver veit um einhvern sem vill kaupa rosalega sæta rauða 1 árs gamla Nissan Micru, sjálfskipta og bara keyrða 6.500 kílómetra þá má hinn sami hafa samband við mig hið fyrsta!