Jan 31, 2007

godddddddddd hvað þetta er eitthvað grár dagur

það er grátt veður

ég er í gráu skapi

og kaffið er grátt

það verður grár matur í kvöld

og svo bíóferð!

þar til næst

Jan 30, 2007

ég hef bara ekki taugar í svon

framlengingar á handboltaleikjum! garggggggggg

en það má samt ekki horfa fram hjá því að liðið stóð sig helv. vel - og leikurinn hefði getað farið á hvorn veginn sem var.

en samt ég get þetta ekki!

á morgun eru komnar 4 vikur síðan ég hætti að reykja - húrrrrrra fyrir mér!

ciao

Jan 25, 2007

doldið sein með jóla og áramótamyndir

örving tók áramótin með trompi!

Posted by Picasa

Jan 24, 2007

afsakið...

...en ég ætti nú ekki annað eftir en að fara í ristilhreinsun hjá Jónínu Ben í Póllandi - bwahhhaaahhh

sjá www.ruv.is kastljós 24.01.2006

ég er bókstaflega í kasti hérna - vá, er fólk fífl?????

nei - nú er ég orðlaus, og það gerist ekki oft!!!!!!!!!!!!!!

váááá´...

...hvað ég er þreytt. Ég gjörsamlega stend ekki undir sjálfri mér af þreytu - hve lengi á þetta að vera svona - hve lengir eru þessi lyf, já eða lyfleysur að virka??? Gargggggggggggg - ég get þetta ekki mikið lengur :-/

það var milestone í lífi sonar mín í dag - hann hringdi í mig og spurði hvort hann mætti steikja sér egg og beikon - hann s.s. kann á eldavélina og að brjóta egg, meira en ég hélt að hann kynni. Og er bara alveg hrikalega klár! Snilldar krakki - ekki spurning.

þar til næst

Jan 22, 2007

Seinni dagurinn

var ekkert síðri á námskeiðinu - ég er frelsuð! heheheh

Fór svo á laugardagskvöldið í gleðskap mikinn með nýútskrifuðum lögfræðing og fleirum góðum einstaklingum. Mikið drukkið og EKKERT reykt! Ég var meira en lítið stollt af mér á sunnudeginum að hafa staðist freistingar og slept því að reykja - mig langar meira að vera hætt að reykja en að taka einn smók!

í síðustu viku skellti ég mér til læknis og bað um að vera send í blóðprufu - þessi svefnsýki í mér undanfarnar vikur vakti upp gamlar tilfinningar og ég var orðin nokkuð viss um að skjaldkirtilshelvítið væri komið í ólag aftur. Í dag fékk ég svo niðurstöður og jú jú - ég hafði rétt fyrir mér.
Minnkuð framleiðsla á þessum blessaða hormóni - taka inn meira af framleiddum hormóni (s.s. pilum) prófa að auka um tvær á viku fyrst og mæla aftur eftir 6 til 8 vikur. Ég vona bara að doksi hafi dottið niður á rétta skammtastærð núna og þetta verði í góðum gír - sjáum til!

Annars bara ekkert
Þar til næst
ciao

Jan 19, 2007

gleðilegan...

...föstudag!

Skemmtilegur dagur - var á fyrri hluta námskeiðsin 7 Habits for Highly Effective People sem er allgjör snilld! Get svo sannarlega mælt með þessu námskeiði. Ég veit ég mun ná tökum á þessum venjum og geta tileinkað mér þær og þar með náð þeim árangri í lífi og starfi sem ég ætla mér.

Að ná markmiðum sínum er frábært, sama hvort þau eru stór eða smá - þetta er allt árngur.

Kíkið á http://franklincovey.is og sannfærist!

Næsta opna vinnustofa í lok apríl - fjölmennið!!!

þar til næst
ciao

Jan 15, 2007

ohh - ég er óðum að læra á alla

þessa nýju fídusa hjá blogger - finnst myndin cool - er eftir Daníel Magnússon myndlistarmann, ég vona að ég megi nota hana :-/ Well, læt hana standa þar til annað kemur í ljós

og maður er bara að fara í ferðalag..

...enn eina ferðina!

Stefnan tekin á Köben en og aftur - enda voða skemmtileg borg! Með ótrúlega skemmtilegum hóp kvenna - HR cool and the gang - vá, getur ekki orðið skemmtilegra :-)

annar ekkert títt úr firðinum svo sem. Ég þjáist enn af svefnsýki - ætla að drífa mig í blóðprufu í fyrramálið - þetta er ekki eðlilegt að sofa svona mikið.

Annars fátt eitt eins notarlegt og að fara snemma í ból með örving og horfa á svo sem eins og einn til tvo þætti af Friends - já við eigum sko allar seríurnar nema eina :-)

já og maður er enn reyklaus - askoti stollt af mér bara! Ótrúlegt hvað þetta er lítið mál. Ég er viss um að þessar detox töflur hjálpa eitthvað, ég er mest glöð með að hafa ekki verið að nota nein nikotín lyf og bara losa mig við nikotínið í eitt skipti fyrir öll. Las einhversstaðar að það taki líkaman 3 sólarhinga að losa sig við nikotínið og hætti eftir það að kalla á meira nikotín - það sem er erfitt eftir það er að losa sig úr viðjum vanans.

þessi heillaráð voru í boði winston - hahahaha

þar til næst
ciao

svefnhelgin ógurlega er...

...liðin.

Held ég hafi ekki sofið svona mikið síðan ég var ungabarn - ef ég hef sofið svona mikið þá, ég leyfi mér að efast um það!

Hefði alveg getað sofið lengur í morgun - en það þýddi nú ekki að láta það eftir sér, örving átti að mæta í skóla og ég í vinnu. Viðskipti eins og venjulega :-)

afrekaði í Ikea í gær og fékk Ikea expert með mér - bjargaði mér alveg :-) Líður að því að ég skelli mér á þessar bókahillur. Allir í bátana og blásið í lúðra - vinnudagur framundan kæru vinir!!!!

þar til næst
ciao

Jan 10, 2007

það er gúrka í gangi...

... að minnsta kosti hjá Morgunblaðinu.

Ef fólk kíkir inn á forsíðu mbl.is akkúrat núna þá eru ÞETTA fyrirsagnirnar:

Allt með felldu í vetrarfuglatalningu - ég er mjög hrifin af fuglum almennt, en er nokkuð sama hvort allt sé með felldu í talningu eða ekki
Reynir að þyngjast til að komast í magaminnkun - spurning hvort þetta sé næsta trix???
Paris Hilton og Britney Spears þykja verst klæddu stjörnurnar - hmm, á nýlegum myndum er a.m.k. önnur þeirra ekki í nærbuxum þannig að þær ættu e.t.v. að fá titilinn minnst klæddu stjörnurnar eða hvað?
Bíll í Reykjavíkurtjörn - spurning um að keyra hægar og vera á almennilegum dekkum eða hvað?

og síðast en ekki síst (reyndar dottið af forsíðu þegar þetta er skrifað en samt!!!) Ekið á hreindýr - ég sé fyrir mér jakka!!!!


Svo sorgarfrétt fyrir aðdáendur Bechams
Beckham fær ekki nýjan samning við Real Madrid
Nú þarf kryddkonana hans að flytja með öll fínu fötin sín - hver ætli vilji hann næst - Japan??

þar til næst

Jan 9, 2007

Vona að hækjan

eða skækjan sé komin undan hnífnum og allt sé á blússandi uppleið!

Svo er spurning hvernig frú Seljahverfi hefur það í dag - hvort hún sé með bulladi kossageit eða streptó... dæmið - vonum að allar pillurnar hafi haft einhver áhrif
ég ætla að vona að hafsögumaðurinn haldi ekki að kossageit smitist bara með kossum og hann ekki með þetta - hahahahahahaha.

Það eru ekkert nema sjúklingar og gamalmenni í kringum mig - gamalmennið á heimilinu fór enn og aftur til læknis í dag og fékk enn og aftur sterkari svefnpillur - hvar endar þetta???

sendi...

...mínar bestu kveðjur til hækjunnar í dag og vona að allt gangi sem allra best :-)

þar til næst

Jan 8, 2007

huhh...

...verið að plata mann til að uppfæra blogg systemið og ég get bara ekki séð að það breyti nokkur - pakk!!!!

dagur 6 að kvöldi kominn

og ég er enn reyklaus - jibbbbbýýýýýý

Ég er askoti stollt af sjálfri mér - get bara ekki annað sagt!

þar til næst
ciao

Jan 7, 2007

og sprengjusérfræðingurinn...

...sagði við mig áðan að ég væri ekki eins pirruð og þegar ég reykti - af því að núna væru lungun hætt að brenna, hmmmmmmmmmmmmm - veit ekkkkkkkki alveg hvort það er rétt, það er ótrúlega stuttur í mér þráðurinn og ég er alveg í stuði til að rífast ;-)

en mig langar a.m.k. ekki að byrja aftur þegar svona komment koma frá sprengjusérfræðingnum

Ég var mjög fljót að fuðra upp í pirringi þegar sprengjusérfræðingurinn kom inn áðan og búið var að setja þetta líka huggulega brunagat á úlpuna (betri úlpuna) eftir að hann og fleiri voru í leik með þessar helv.... sprengjur! Það er sko alveg á hreinu að þetta er og verðu ekki leyft á þessu heimili!!! Og hana nú!

þar til næst
ciao

Jan 5, 2007

ein pæling

þar sem maður hefur verið að eyða rúmlega 500 krónum á dag í sígarettur - þýðir það þá að núna er ég rúmlega 1500 krónum ríkari í dag af því að ég hef ekki keypt sígarettur í 3 dag - bara smá pæling sko!

þar til næst
ciao

p.s. kamillute er bara voðalega fínn drykkur - eiginlega bara betri en te!

Jan 4, 2007

það hlaut að koma að því

að ég fengi ógeð á reykingum og myndi hætta!

Ég er s.s. hætt að reykja og er bara doldið glöð með þá ákvörðun mína :-) fékk ógeð á þessu í gær - drap í einni sem ég var að svæla - henti restinni af pakkanum og fór snemma að sofa.

í dag þegar ég vaknaði ákvað ég að vera enn hætt a.m.k. fram að hádegi - og þegar kom hádegi þá ákvað ég að hætta aðeins legnur og núna er ég ákveðin í að vera bara alveg hætt!

Fór í nálastungur í dag - algjör snilld - lá eins og klessa á bekk með nálar í mér hér og þar - í hausnum, bringunni, fótum og höndum. Þessar stungur munu hjálpa mér við að hætta - þó hefur þessi nálastungukona ekki verið að taka fólk í svona hættu að reykja nálastungur og meðferðin sem ég er í ekki í þeim anda - en á að hjálpa og aðstoða mig með aðra kvilla t.d. skjaldkirtilinn minn sem er ekki að virka sem skyldi þrátt fyrir að ég fái lyf daglega.

En nóg um þetta í bil

þar til næst
ciao

Jan 2, 2007

Gleðilegt nýtt ár

til ykkar allra og takk fyrir allt gamaltt og gott.

Vona að þið hafið átt góð áramót eins og við hérna litla fjölskyldan í skerjafriðinum!

þar til næst