Mar 31, 2006

Gleðilegan föstudag...

...kæru vinir nær og fjær. Það er enn og aftur kominn föstudagur og helgin bíður!

Glaumur og stanslaus gleði alla helgina eða þannig :-) Vinna í bland við gleðina líka.

Kannski maður skreppi í bæinn og kaupi sér skó - hmmm, eða hvað??

Læt vita um ævintýri helgarinnar síðar
Ciao

Mar 27, 2006

helgin búin..

...og þessi líka skemmtilega helgi!

Frábær árshátíð - langt í frá að vera sjálfshátíð, bara brill!

Ammælishátíð á laugardaginn - alveg brill! Þið sem komuð til mín - takk fyrir komuna og takk fyrir mig!

Í dag fór ég til læknis - hef enn ekki náð úr mér pestarhelvítinu sem hefur verið að hrjá mig síðan í byrjun mánaðarins - ég fékk sýklalyf. Vonandi hjálpar það - er búin að fá nóg af þessu ástandi.

þar til næst
ciao

Mar 24, 2006

Hún á ammæli í dag, hún á ammæli í dag

hún á ammæli hún Hjördís
hún á ammæli í dag!

Veiiiiiiiiii, veiiiiiiiiiiii, veiiiiiiiiiiiiiii

Til hamingju með daginn elsku elsku vinkona - hvenær sem þú nú sérð þetta!

Vonandi njótið þið lífsins í Köben

knús frá okkur familýunni

á morgun er...

...árshátíð. Eða kannski sjálfshátíð? Veit ekki hvað það verður en án efa verður brjálað stuð :-)
En á laugardaginn verður alveg móst deffenetlý sjálfshátíð hér í skerjafirðinum!!!

Bara gleðilegan föstudag alle sammen og njótið helgarinnar!!!

Mar 22, 2006

að telja fram..

...til skatts er að verða tímaskekkja. Árið 2006 þar sem nánast allt er orðið forskráð og upplýsingar rafræna.
Ég hlakka til þess dags þegar ekki þarf lengur að sitja yfir þessari gleði! Sem betur fer er þetta nú orðið ansi þægilegt og sama og engin vinna við þetta. En skemmtilegt er þetta ekki - það er alveg nokkuð ljóst.

Bara mátti til með að koma þessu á framfæri.

Eins og ég hef tjáð mig um áður þá bara verð ég að ítreka þá skoðun mína að tíminn líður allt of fljótt.
Eftir 3 daga verð ég 34 ára gömul - grááááááááát! Það er svo sem ekkert svo mjög hræðilegur aldur en samt. Það þýðir að ég verð 35 ára eftir ár :-/

Tek þessu nú samt alveg með jafnaðargeði - en engu að síður er þetta að fara í pirrurnar á mér. Mér líður ekki 34 ára, mér finnst ég ekki líta út fyrir að vera 34 ára.
Kannki er það bara það að þegar maður stendur á einhverjum svona tímamótum þá fer maður að hugsa og það kann ekki að lofa góðu að hugsa of mikið.
Þegar ég lít til baka um kannski 15 ár og spá í hvað maður hugsaði þá þegar maður reyndi að ímynda sér hvar og hvernig maður væri staddur eftir 15 ár.

Og ohhh my god hvað ég er langt frá þeim stað sem ég ætlaði mér að vera á. Ekki misskilja mig - ég er mjög sátt við hvernig líf mitt er í dag. Ég hef afrekað eitt og annað sem ég ætlaði mér annað bíður betir tíma.
Stolltust er ég auðvita af erfingjanum - hann er yndi. Næst á eftir kemur háskólaprófið mitt - ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað það. Svo eru aðrir hlutir sem maður er líka stolltur af og enn aðrir sem maður er ekki stolltur af - ætla ekkert að telja þá upp hér!
Þegar á heildina er litið þá er ég bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna í dag. Þakklát fyrir það sem ég hef og á og það er meira en margur annar hefur og á.

Vá - maður er bara orðin sentimental - hehehehe

Vandamál sem ég er að reyna að leysa þessa dagana - hvað á að gefa mömmu í afmælisgjöf. Hvað gefur maður aldraðri móður sinni sem á allt og kaupir sér allt sem hana langar í?
Læt erfingann í málið með mér - hann fær oft góðar hugmyndir, well - ég finn eitthvað. Ef í harðbakkann slær - kertastjaki? Nóg til af þeim hér - en það má alltaf bæta við ;-)

þar til næst
Ciao

Mar 20, 2006

ég er enn...

...ástfangin af skónum - þetta stefnir í órjúfanlegt samband um ókomna framtíð!

helgin - skemmtileg - geggjað háhælaða hálsmenaboðið - takk fyrir mig :-)

Fórum að sjá hljómsveitina Drifskaft frá Blönduósi - kannski er réttara að tala um Jónsa í röngum fötum og Co :-) voða gaman

Sunnudagur frekar slappur en eðal humarhvítlauks ragú í matinn hjá haga hó.... - namm namm!

Mánudagu - vinna

þar til næst
Ciao

Mar 17, 2006

ég er ástfangin af...

... skóm, prada skóm.

ekki í fyrsta skipti og alveg örugglega ekki í síðasta skipti. Það besta samt við þessa ást er að ég Á skóna. Stóðst ekki mátið og fjárfesti í þeim - þeir verða eins og hálsmenið, búnir að borga sig upp á nó tæm :-)

later gater
ciao

Mar 16, 2006

nokkrar mínútur..

... í föstudag - jibbý!

Það er algjörlega kýr-skýrt að þessi helgi verður ekki eins og sú síðasta sem eytt var í bæli með kvef, hita og hor.

Skattagleði annað kvöld - well, hver veit - gæti orðið gaman líka ;-)

Laugardagur - kampavín, hálsmen og háir hælar, say no more! Komin með hælana og hálsmenið (men hvað það er huggulegt) Skundaði í kringluna í kvöld og fjárfesti í hálsmeni sem er BARA hipp & cool. Það mun vera alveg öruggt að það verður notað oftar en 15 sinnum og þá er það búið að borga sig upp. (Heimild: Hagfræði kaupaóðrar konu).

Þetta boð mun klæða mig ótrúlega vel - ekki nokkur spurning um það!

Merkilegur dagur á morgun - erfinginn fer í klippingu - það er eitthvað sem gerist því miður allt of sjaldan, krúttið er orðin eins og kelling. Hann hefur sínar meiningar um það hvar er smart að fara í klippingu og hvar er ekki smart að fara í klippingu - hann velur Center as the mother. Ohh boy - hann fer að vilja diesel gallabuxur og puma skó. (auðvita á hann svoleiðis - en enn óumbeðið)

Frú Grafarholt - ef þú lest þetta þá er ég á þeirri skoðun að það eigi að vera þema í gangi þegar að kvennasamkundan á að vera í holtinu! Hugmyndir - svart og hvítt, gamalt - nýtt, andstæður - þú og ég! Nei, djók - munið þið ekki eftir hljómsveitinni Módel - hahahahah. (smá useless infó - fyrsti geilsadiskurinn sem ég eignaðist var með þeirri hljómsveit!)
En að öllu gamni slepptu þá finnst mér að það eigi að vera þema - en hvaða þema, well það er nægur tími til að finna það út.

Samkvæmislíf er erfitt líf - föt, föt, föt, föt - mér finnst ég aldrei eiga nóg af fötum og vill sífellt meira. Mikill vill meira - eða þannig.

Núna - þreyttar táslur vilja fara að sofa - ég er sammála þeim :-)

Nokkrar mínútur voru í föstudaginn þegar ég byrjaði að pikka inn þetta taut mitt - nú er kominn föstudagur.
Gleðilegan föstudag

þar til næst
Ciao

Mar 15, 2006

það var mál til komið

að druslast á fætur sem ég og gerði í dag. Mér fannst ég reyndar ný sofnuð þegar símahelvítið pípti klukkan 6:50 - gat "blundað" alveg tvisvar áður en ég snaraði mér fram úr bóli og dreif mig í vinnuna, auðvita tók ég vítamínskammtinn fyrst :-)

Fattaði þegar ég kom í vinnuna að það var kynningarfundur fyrir MBA námið í dag og ég ekki beint dressuð til að hitta fólk - í bleikum puma :-/ well, þá bara fara heim og skipta!
Það skal viðurkennt að heilsan var kannski ekki alveg upp á sitt besta í dag og afköst eftir því.

Snatt í hádegi - keyra elskuna mína á Vox í sáttar-lunch, alveg ljómandi - hann var enn fullur síðan í gær þegar ég pikkaði líkið upp klukkan eitt á Grandanum. Hann var enn fyllri þegar hann hringdi og spurði mig hvort ég væri á ferðinni klukkan 19:30 - þá enn á Vox, en surprice - ég var að labba út úr vinnunni svo maður sótti byttuna. Byttan var á vestur-leið að fara að gæta systursona sinna - ég hefði ekki treyst honum fyrir dauðum hamstri í búri hvað þá meira - ohh, well hann skúraðist nú þokkalega upp eftir að ég stoppaði á bæjarins bestu og lét hann troða í sig tveimur með öllu og real kók með :-)
Úff - þessir drengir, hvernig verður þetta í Sitges í sumar - á maður að þora með þeim? Einn er slæm en þrír???

Erfinginn hefur verið alveg handfylli síðustu daga - ekki það að hann sé erfiður þessi elska æjjj hann er bara eitthvað svo vansæll þessi elska. Enginn fótbolti, skólinn ekki það skemmtilegasta - ohh það getur verð erfitt að vera 10 ára. Ég held að ég muni svo langt aftur - og þó :-/
Vonandi tekur þetta enda hjá honum - ég geri mitt besta til að hjálpa, maður er stundum bara svo vanmáttugur þegar kemur að pælingum 10 ára erfingja ;-)

Well - nóg af þessu.

Ég var víst búin að röfla um að ferðasagan frá Köben kæmi hingað inn, en að betur hugsuðu málið þá var þetta svona ferð - you had to be there - til að geta hlegið að þessu með okkur.
Er samt strax farin að skipuleggja næstu ferð - vona að það verði ekki of langt í hana - þið þarna úti (ég veit að þið kíkið nú stundum á skörunginn) enn og aftur takk fyrir skemmtilegustu helgi síðustu ára ef ekki áratuga - þið eruð frábær!!! - --stórt knús---



Látum fylgja mynd af sorglega borðinu og svo tvær í kaupbæti
















Mar 14, 2006

mér leiðist...

... að vera veik :-/

Maður hefði haldið að einhver takmörk væru fyrir því hvað hægt er að sofa mikið á sólarhring. En það er greinilega ekki - ég er eins og svefngenill hérna - sef og sef, en líklega er það besta meðalið.

Svo ég tali nú ekki um öll vítamínin - ég er að verða eins og versti pillusjúklingur, úða í mig vítamínum hægri vinstri. Fékk nett áfall þegar ég taldi 10 stykki í morgun, þar af 8 vítamín, restin geðlyfin ;-)

En gleðitíðindi dagsins eru að á milli blunda tókst mér að klára skattaskýrsluna mína. Komst að þeirri hrikalegu niðurstöðu þegar ég var búin að skrá allt inn að ég skulda helling í skatt :-(
Þá eru bara eftir 5 skýrslur - ætla að rúlla þeim upp í vikunni!

þar til næst
Ciao

Mar 12, 2006

í kjölfar..

...missi á röddinni kom flensan, með látum.

Alveg merkilegt hvað mér tekst að næla mér í hverja einustu pest sem flýgur yfir landið.

Farin aftur í bælið - þar til næst
Ciao

Mar 9, 2006

Missing...

Ég týndi röddinni í nótt...


...ef einhver rekst á hana er sá hinn sami vinsamlegast beðin um að láta mig vita hvar ég get fundið hana aftur!!!

Er þegjandi hás :-/

Mar 6, 2006

Köben...

... er bara lekker borg.

Öl, hlátur, smörrebröd, hlátur, gin, vodka, matur, hlátur, kampavín, meira öl og meira kampavín, og meiri hlátur....

Ferðasagan kemur seinna. Myndir - tja, þær fara í ritskoðun!

En þið þarna úti - takk fyrir mig! Hef ekki átt svona skemmtilega helgi ever before :-)

Bið að heilsa kyrkta kjúklingnum

Mar 2, 2006

föstudagur

þið sem þetta lesið - ég er farin til köben :-)

Góða helgi

ciao!

Ulrich dagur á morgun

staður - hótel nordica @ 1300 hour - langur dagur framundan og eflaust skemmtilegur líka. Sá reyndar að líklega þarf ég að horfast í augu við an asshole from the past - well, auðvita hræðist ég ekkert og mun takast á við það eins og mér einni er lagið :-)

Tók ákvörðun í dag - ætla að byrja að hitta Goran 3 í viku frá og með næstu viku í a.m.k. 4 vikur. Hittumst á morgun og setjum niður prógram - grrrrrrrr - það verður gaman :-)

Í gær - sprengidagur. Namm, namm baunasúpan hennar mömmu - slurrrrppppp. Ég held ég hafi étið mér til óbóta af þessari súpu, fór a.m.k í "feitu" gallabuxunum í vinnuna í dag, þær sem höfðu algjörlega verið teknar úr umferð. Á matseðli kvöldsins var salat með túnfisk og kotasælu - algjört prótín búst og eintóm hollusta.

í dag - öskudagur. Erfinginn fékk að fara með vinum sínum í bæinn, einn í strætó. Engin mamma til að súpervæsa. Ég var alveg á léttu tremma í símanum við erfingjan í tíma og ótíma. Fattaði að í öllu stressinu í morgun að ég hafði gleymt að ræða hvenær hann ætti að koma heim. Eitt símtalið var á þessa leið:

ég: hæ elskan, hafið þið félagar eitthvað rætt um hvað þið ætlið að vera lengi?

erfinginn: ha, við, nei - það held ég ekki. Er það eitthvað sem skiptir máli? ha?

ég: já það skiptir nú smá máli, þið getið ekki verið í bænum í allan dag. Villtu spyrja Sigga hvenær hann á að koma heim?

erfinginn: já já - bíddu (svo heyrist kallað Siggi, Siggi - hvænær átt þú að koma heim? Siggi svarar; ha, koma heim? ég veit það ekki - ætli við komum ekki heim svona fimm, fjögur eða eitthvað)

ég: (súpandi hveljur í símann) nei elskan það gengur ekki - þið verðið ekki í bænum í allan dag. Hringjumst á klukkan 12 - ha, ertu til í það? Ekki gleyma svo símanum heima hjá Sigga - gerðu það eskan, mundu eftir símanum.

erfinginn: já mamma - hringi í þig einhverntímann í dag og ég skal passa símann :-)
....... símtal búið!

Þessi elska - hann er svo mikill sauður og þá ekki beint forystu-sauður. Hann bara hleypur á eftir hjörðinni - elska hann samt út af lífinu og finnst hann dásamlegur í alla staði!

Annað samtal sem átti sér stað í bílnum þegar ég var að keyra hann til Sigga í morgun.

ég: eitt sem ég var að spá í elskan

erfinginn: jáááá mammmma

ég: sko, ef þú sko kannski myndir tína strákunum í bænum ertu þá alveg viss um að þú vitir hvar þú átt að taka strætó heim og númer hvað?

erfinginn: ha - taka strætó heim, ja er það ekki einhversstaðar niðri í bæ? Æj, já er það ekki eitthvað torgið eða eitthvað svoleiðis???

ég sauð hveljur - ekki í fyrsta né síðasta sinn í dag. Stoppaði bílinn og hleypti honum út heima hjá Sigga og lá á bæn alla leiðina eftir Hringbraut og Mikklubraut um að barnið myndi ekki tína strákunum í bænum. Það gerðist ekki - hann komst heim, alsæll með fullt af nammi og dóti í poka.

jæja - nú er kominn háttatími

þar til næst - ciao

Mar 1, 2006

parkódín forte

algjörlega rúllar við tannverk... segi ekki meir!

Annars tjáði tanninn minn mér það í gær að það væri bara "eðlilegt" að finna fyrir svona rótarfyllingu eins og ég um daginn - þannig væri nefnilega að límið sem er notað til að festa draslið sem troðið er í rótina ætti það til að fara út um rótarendann og hreiðra um sig þar fyrir utan og þá myndist bólgur sem valdi þessum líka skemmtilega verk. Nú er komið á aðra viku síðan askotans rótafyllingin var framkvæmd og mér er ENN illt :-(

Ég er að íhuga að taka upp nýtt tímatal og miða þá uppaf nýs tímatals, hjá mér og minni fjölskyldu, við fyrir og eftir rótafyllinguna!!!

Verð samt að fara að hætta að röfla um þetta hér - þessi síða fer að snúast einvörðungu um tannverk, tannlækna og viðgerðir á tönnum. Þetta gengur ekki!

Í dag er svo fyrsti dagurinn í heilsuátaki HR-ess, starfsmannafélagi HR. Voða fín þátttaka, allir í átak og ég með!

þar til næst - ciao