Sep 29, 2008

þetta er nú ljóta...

....ástandið.

En ég get sagt að ég er mjög mjög mjög ánægð að eiga ekki hlutabréf í Glitni eða Stoðum - ja, eða bara neinu fyrirtæki over hóveð - næstu dagar verða áhugaverðir.

Ætli þetta sé ekki bara byrjunin, nú fer allt að rúlla af stað held ég, en hvað veit ég, ég er bara kerling í vestubænum sem hefur ekkert vit á neinu!

þar til næst
ciao

Sep 26, 2008

tíminn líður hratt...

....á gerfihnatta öld var sungið hér um árið og það er bara alveg laukrétt. Og svo má deila um hvort það er gerfihnatta öld eða ekki.

Vika 1 búinn í skólanum og ég er voðalega ánægð með þetta nám. Er að vonast til að geta tekið þessa tvo áfanga sem eftir eru á önninni líka, þarf að athuga málið vegna undanfara reglna. Það væri voða gott að eiga bara einn áfanga eftir næsta haust og geta klárað námið þá - en það verður bara að koma í ljós.

Örving sýnist mér að sé að gjörsamlega að blómstra núna - hann sprettur í vexti, líkamlegum sem andlegum og verður sífellt frábærari einstaklingur.
Ég er hætt að kvía því að vera unglingaforeldri :-)

Fórum um síðustu helgi saman í leikhús og sáum Fló á skinni - ég gjörsamlega grét úr hlátri alla sýninguna, örving fannst þetta ekki alveg jafn fyndið, en skemmti sér engu að síður mjög vel.

Þessi helgi verður notuð í tiltekt og lærdóm og kannski oggulítið hvítvín!

þar til næst
ciao

Sep 23, 2008

og þá byrjar...

...skólinn hjá mér í dag. Er enn að reyna að ná áttum og átta mig á því hvernig í ósköpunum mér datt þetta í hug. Það eru líklega liðin nógu mörg ár síðan ég kláraði viðskiptafræðina til að ég hafi gleymt því hvernig það er að vera í fullir vinnu, reka (elli-)heimili, ala upp barn og vera í námi, og já í millitíðinni bættist við maðurinn sem þarf líka að sinna. Já, maður er fljótur að gleyma!

en ég held að þetta verði engu að síður mjög skemmtilegt, a.m.k hef ég haft mjög gaman af því efni sem ég hef verið að lesa síðustu daga!

þar til næst
ciao

Sep 19, 2008

ég er með...

...kvef. Lítið meira um það að segja, er frekar nef-mælt og orkulaus. Hangi þó í vinnu, en rétt tæplega þó.

helgi framundan sem notuð verður til að lesa og undirbúa mig fyrir skólann sem hefst í næstu viku, held þetta verði ógó spennandi!

þar til næst

Sep 8, 2008

lífið er komið í svo...

...mikinn vana gang að ég gleymi að skrifa hér!

en lofa bótum á næstu dögum

Sep 1, 2008

lífið er komið í...

...fastar skorður hjá okkur. Skólinn byrjaður hjá öllum - mismunandi hvernig við tökum þátt í skólastarfi, en erum samt öll 3 að vinna í skóla, skemmtilegt :-)

Örving er byrjaður í Hagaskóla - þar lærir maður víst að "haga" sér, a.m.k. vona ég það. Hann er mjög jákvæður og sáttur með þessi hlutskipti að vera orðinn nemandi þarna.
Hann er orðinn stór - ég verð að sætta mig við það.

Það að ég sé ekki lengur "nafli alheimsins" í hans augum heldur skipa vinirnir æ stærri sess í hans lífi er eðlilegasti hlutur í heimi í þroska unglinga. Mér sýnist að þetta séu bestu stráka sem hann er með í kringum sig og er í fínu sambandi við hina foreldrana - það skiptir máli.

Hinn maðurinn í lífi mínu er líka kominn á fullt í sínu skólastarfi -nóg að gera á komandi önn.

Opni háskólinn er nú kominn á fullt skrið - ekki að hér hafi ekki verið fullt skrið, en við og nemendur erum að venja okkur á nýja nafnið. Aðsókn hefur aldrei verið betri og spennandi vetur framundan.

Á haustinn þá fer félagslífið oft á fullt skrið og þetta haustið er engu frábrugðið með það - nú er nánast búið að setja upp prógram fram í nóvember - bara gaman, en maður þarf engu að síður að passa að fylla ekki allar helgar með einhverjum uppákomum - það þarf að vera hægt að slappa dáldið af líka.

þar til næst
ciao