May 30, 2006

Ég veit, ég veit, ég veit

að ég hef ekki verið að standa mig hér. Alla hlutaðeigendur bið ég afsökunar - ég er bara engan vegin í gír þessa dagana til að halda úti bloggsíðu.

En fyrst ég er nú byrjuð - þá var æðislegt í París og ég veit að það verður alveg jafn gaman í næstu ferð þangað sem verður núna í næsta mánuði!

en þar til næst
ciao

May 8, 2006

í dag..

...var ég heppin. Ég er aldrei heppin, nema í dag.

Fékk símtal frá Mastercard - fékk hnút í magan og hugsaðí með mér að bankinn hefði gleymt að skuldfæra júró reikninginn - en nei ekki það. Þá hélt ég að það væri út af þessari ferðaávísun sem ég var að röfla yfir í morgun - nei ekki það heldur.

Ég var s.s. heppin - ég vann ferð. Já þið lásuð rétt - ég vann ferð. Enga leiðinda ferð til Loðmundarfjarðar með tjald og prímus - ó nei! Ég er að fara til Parísar á ÚRSLITALEIKINN Í MEISTARADEILD EVRÓPU - ARSENAL vs. BARCELONA NÚNA Í NÆSTU VIKU!!!!!!!!!!!!!!!!
Flýg út á mánudag og kem heim á fimmtudag - flug, hótel og miði á leikinn - fyrir tvooooooo.

Ótrúlegt hvað maður á marga vinin núna sko!

En ákvað að bjóða "vini" mínum með mér - á reyndar eftir að koma í ljós hvort hann getur fengið sig lausan úr vinnu en ég krosslegg fingur og vona það besta!

Hef enn ekki sagt "örving" frá þessu - veit að hann verður doldið svektur að fá ekki að fara með - en hann er nú að fara með mér til Parísar í næsta mánuði svo það verður bara að hafa það - hann verður bara að bömmerast litli kallinn minn.

Ef að "vinurinn" kemst ekki með þá er ég búin að ákveða hvaða manneskju ég ætla að bjóða - læt ekki meira uppi um það hér :)

c'est tout
ciao

May 6, 2006

Gleymdi einu...

... held reyndar að hún lesi þetta nú ekki en
Til hamingju með ammlið Rúna mín.

komin tími til að halda áfram...

...að blogga hér.

Lífið heldur víst áfram og engin ástæða til að hætta þessu bloggi - það er nú svo ótrúlega skemmtilegt, ekki satt :-)

Jarðaförin afstaðin fyrir rúmlega viku, gekk eins vel og hægt var.
Mamma hafði nú alltaf sagt að enginn myndi fylgja sér - hún hafði nú ekki rétt fyrir sér í þeim málum blessunin, Dómkirkjan var stútfull af fólki sem vildi votta henni virðingu sína.

Ég hef snúið aftur til vinnu og erfinginn í skólann. Hann er nú ósköp brotinn lita krúttið mitt - ég reyni mitt best til að halda utan um hann og hjálpa honum í gegnum þetta. Hann þarf bara sinn tíma eins og við hin.

Ég og "örving" erum að fara að leggja land undir fót í næsta mánuði. Ætlum að heimsækja nöfnu mína drottinguna í Englandi - veit hún tekur vel á móti okkur. Nú ef hún er með stæla og þykist vera bissý þá bara fer ég til Rúnu vinkonu minnar og hennar fjölskyldu - hún mun taka vel á móti okkur :-)
Svo er meiningin að skella sér undir Ermasundið og dvelja í París í nokkra daga.
Erfinginn hefur hvorki komið til Englands né Frakklands áður svo að þetta verður upplifelsi fyrir hann.
Hann er á fullu að skipuleggja og só far er hann búin að ákveða að kaupa sér FIFA world cup leik fyrir psp - hmmmmmm, ég sagði honum að finna eitthvað skemmtilegt fyrir okkur bæði að gera.
Ohh hann er svo mikið yndi - tölvur og fótbolti er lífið.

Hann er ekki alveg að skilja hví hann þarf að vera í þessum skóla og læra hvar hinar og þessar ár eru á landinu og hvað þær heita eða læra þessi ljóð - en hann getur þetta vel og ég er alveg ótrúlega stolt af honum hvað hann hefur staðið sig vel í skólanum síðustu vikur og mánuði.

Annars skemmtilegur dagur í dag - HR skvísu hittingur hjá ál-konunni. Það er alltaf svo gaman að koma heim til hennar, hún á svo huggulegt heimili og félagsskapurinn er nú ekki af verri endanum - þessar yndislegu stelpu skjátur sem voru með mér í viðskiptafræðinni - alveg brilljant allar sem ein!

That is it for now
Ciao