May 30, 2008

í dag klukkan 17:00

gekk ég út úr vinnunni og mun ekki snúa aftur til vinnu fyrr en 16. júní. Ég er sem sagt komin í sumarfrí næstu 16 dagana :-)

annar mile stone í lífinu fjölskyldunnar - örving lauk sínum síðasta skóladegi í Melaskóla í dag. Smá forskot á skólalok hjá honum, skólanum verður ekki slitið fyrr en á miðvikudag í næstu viku - ennnnnnnnn við leggjum í ferðina okkar á sunnudaginn svo að hann getur ekki verið í tveimur löndum í einu eins og gefur að skilja.

Kennarinn fór í gær - hefur það gaman í Berlín með kennaragenginu.

Við tókum loksins ákvörðun með svefnstaði - ákváðum að panta ekki neitt nema í Berlín - svo Harpa það gæti alveg orðið gististaðakrísa! Ég mun samt hafa heilræði þitt í huga og reyna mitt besta.

Kannski að maður nái að henda inn einhverju skemmtisögum úr ferðalaginu ef að tékkar og slóvenar eru netvæddar þjóðir! Tölvan verðu ekki með í för - sjáum hverju ég nenni :-)

þar til næst
ciao

May 23, 2008

styttist og styttist...

...í fríið.

Það mætti halda að ég væri með þetta á heilanum, já ég er með þetta frí á heilanum. Langþráð frí.

Erum enn ekki búin að festa okkur hótel í Prag. En við erum samt búin að eyða nánast hverju kvöldi í nokkrar vikur að skoða hótel í Prag á mörgum mismunandi hótelbókunarsíðum á netinu. Ætli við séum ekki búin að skoða öll hótelin oft - en einhverra hluta vegna þá munum við illa nöfnin á hótelunum og erum alltaf að uppgvöta ný og ný hótel, ja alveg þar til við förum að skoða myndir af hótelinu og herbergjunum, þá allt í einu kveikjum við á perunni - við erum búina að spá í þetta hótel áður, oft áður.

Spurning um að fara að taka ákvörðun - hmmm.

annar allt í gleði
þar til næst
ciao

May 20, 2008

ein og hálf vika...

... í frí, eða rétt rúmlega?

need I say more :-)

May 13, 2008

og meira um...

... örving og það að hann er að verða svo fullorðins eitthvað.

Í dag er ég að fara á fund í Hagaskóla fyrir foreldra nemenda í 8. bekk næsta vetur - fjúfffffffffff, það er fullorðins!

Ég man þegar ég byrjaði í hagaskóla haustið 85 - vá, hvað mér fanst ég og vinkonur mínar vera fullorðnar. Við vissum allt, kunnum allt og gátum allt - sérstaklega að vera pæjur. Maður var með maskarann og glossið á lofti allan daginn (eða þannig).

Um daginn var ég svo að gramsa í skúffum heima og fann - fermingarmynd af mér og vinkonunum og ég get sko sagt það með góðri samvisku að við vorum laaaangt frá því að vera fullorðnar (skal láta skanna hana inn og smella henni hér inn við tækifæri)

En örving er s.s. komin á þennan stað í lífnu sem ég var á fyrir 23 árum síðan - mér finst eins og þetta hafi verið í gær :-)


þar til næst
ciao

May 8, 2008

örving er að...


...verða fullorðinn!
En krúttmundur er hann alltaf, jafnvel þótt hann verði gamall og gráhærður!
later

May 7, 2008

þetta er allt að koma...

...ekki satt!

Rigning er góð fyrir gróðurinn - ég a.m.k. tel mér trú um það. Hef heyrt frá fróðustu veðurspámönnum að þessi maí mánuður eigi að verða sá hlýjasti í manna minnum - ég ætla rétt að vona að hann verði ekki líka sá votasti. Golfsettið bíður og bíður - það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að slá marga bolta í Básum og á öðrum æfingasvæðum, nú vill maður bara komast út á völl og ekkert mehee með það.

Golfkerlingarnar að vakna úr dvala - verið að skipuleggja grimmt sumarið. Þetta verður bara gaman.

Stendur til að þræla örving og hans crime partner í sveit - munum eflaust nota þá óspart í skítverkin, sérstaklega ef að veður verður vont! hahaha - nei, við erum ekki með þrælabúðir fyrir börn, en þeir munu hafa gott af því að taka aðeins til hendinni.

Forvarnarfundur fyrir foreldra barna í 7. bekk í meló var í gær - ég gekk þunglynd út af fundinum með hrylling í huga að eiga svona fyrirbæri sem er að verða unglingur - þetta eru hin skelfilegustu fyrirbæri skildist mér á fundinum eða þannig. Þetta var óþarflega neikvæ umræða sem átti sér stað þarna - hefði alveg mátt draga fram það jákvæða og skemmtilega við það að vera unglingaforeldri.

þar til næst
ciao

May 3, 2008

eftir 29 daga

þá verðum við örving í Berlín. Opinber niðurtalnig er hafin, 29 dagar, - fljúgum út 1. júni og komum ekki heim fyrr en þann 15. júní.

Hefjum för í Berlín og þaðan er meiningin að flækjast um Tékkland, Slóveníu og Ítalíu - ég, örving og kennarinn.

Búið er að setja hinar og þessar reglur - ég hef nú ekki áhyggjur af neinu, tja - nema kannski fýlusjóðnum - það er ekki ólíklegt að ég muni greiða mest í hann, en markmiðið er engu að síður að borga sem minnst í hann!

þar til næst
ciao