Nov 30, 2007

þá er komið...

...að því

er að fara á eftir til NY

sí ya later
þar til næst
ciao

Nov 28, 2007

þessa dagana eru...

...ferðadagar

Ég verð út og suður næstu tvær helgar. Það finnst mér gaman og ekkert annað en gaman!

Hef ákveðið að taka mig á varðandi jólin - hef látið fara fram hugarfarsbreytingu og ætla að finnast þau skemmtilegt og ekkert mehee með það.

Ég er búin að fara í jólaskreytingagerðarkvöld með skerjóstelpunum - bjó til þennan líka massa flotta hurðarkrans - hann er svo flottur að leitun er að öðru eins :-)
Svo ætla ég að baka með kerlingunum úr úthverfunum í kvöld - mér skilst reyndar að breiðholtsfrúin ætli bara að veita móralskan stuðning en ekki að baka með okkur - hún er hvort eð er þegar búin að baka 14 sortir, geri aðrir betur!

Jólagleði einhleypinganna og hommana hefur verið skipulögð - gaman gaman gaman - ætluðum að gera þetta í fyrra en þá náðist hópurinn ekki saman þar sem allir voru á faraldsfæti en nú er þetta komið á tært :-)

svo nú bara telur maður niður í jólin með viðkomu í New York og Kaupmannahöfn þar sem verður tekið hressilega á því í christmas shopping!

góðar stundir
þar til næst
ciao

Nov 22, 2007

það er að koma...

...helgi. Aftur!

Ég er samt enn að leita að sjónvarpi til geymslu fyrir einhvern. Skil ekkert í því að enginn hefur beðið mig um að geyma fyrir sig svoleiðis fyrirbæri - mjög undarlegt!

Spennandi tímar framundan - jólagleði með viðskiptafræðingunum + mökum þeirra á laugardagskvöldið og fram eftir nóttu. Ef ég þekki þessi kvendi rétt þá verður þetta BARA gaman og ekkert annað.

Ef vel til tekst þá e.t.v. New York þar næstu helgi - kemur í ljós - spennandi og gaman ef svo fer. Ef ekki þá bara meiri jólagleði og í það skiptið með vinnufélögum.
Helgina þar á eftir - Kaupmannahöfn - 100% öryggi að það gerist!

Og fyrir þá sem voru að velta fyrir sér hvernig mér líður í nýja herberginu - þá líður mér bara ansi hreint vel. Þetta er hið huggulegasta herbergi og fínt rúm. Er ekki frá því að ég sé mun betur hvíld eftir 7 tíma nætursvefn nú en áður.
En ef farið er að skoða líðan almennt utan herbergis - tja......

Þar til næst
ciao

Nov 15, 2007

uppáhaldsorðið mitt er...

... ekki lengur afturhaldskommatittur.



Nú er ég komin aftur þangað sem ég á að vera - hætt að vera í fýlu :-) Eða þannig!



Nóg að gera og meira en það.



Er loksins flutt í gamla bókaherbergið - ný málað og fínt. Næsta verkefni, og þá verkefni helgarinnar er að klára að flytja dótið mitt þangað inn og gera dálítið fínt. Þarf líka að koma gamla rúminu mínu út - það verður ekki létt verk þar sem það kemst ekki niður stigann, heldur þarf að fara út um svalahurðina. já við erum með svalir fyrir þá sem ekki vissu það :-)

Ég s.s. splæsti í nýtt rúm. Hélt tryggð minni við IKEA og verslaði þetta líka fína rúm þar með stillanlegum rúmbotni og alles. Mér líður eins og eðal-gamalmenni þegar ég er komin upp í og lyfti höfðagaflinum til að vera í þægilegri lestrarstellingu.

Nú þarf ég bara að fá mér sjónvarp og dvd spilara. Held ég láti mér nægja að kaupa notað sjónvarp, tími ekki að splæsa í flatskjá þarna inn til mín. Er líka vissum að örving yrði voðalega sár ef ég fengi mér svo fínt tæki.
Þannig að ef einhver á gamalt en vel nothæft sjónvarp c.a. 21" sem hann vill losna við fyrir sanngjarna upphæð eða láta "geyma" fyrir sig þá vill ég endilega aðstoða viðkomandi.

þar til næst
ciao