Jul 9, 2008

ég bjó til...

....sultu, a.m.k. er komið eitthvað gums í krukkur sem ég held að líkist sultu.
Og mér finnst það satt að segja alveg stórmerkilegur áfangi hjá mér. Ég hef aldrei búið til sultu.

Við tókum með okkur rabbabara úr sveitinni um síðustu helgi og mér fanst alveg ótækt að láta komast upp um mig að ég hefði bara ekki hugmynd um hvað ætti að gera við þetta fyrirbæri sem rabbabari er og að ég kynni ekki að búa til sultu.

Ég breytti s.s. eldhúsinu á Reynimelnum í tilraunaeldhús í gærkvöldi og bara skelli mér í þetta verkefni. Var nú búin að spyrja mér fróðari húsmæður hvernig ætti að gera þetta.

Auðvita gat ég ekki farið alveg eftir því sem mér var sagt að gera - en svona næstum því. Útkoman svakalega góð rabbabara-jarðaberjasulta. Ég er snillingur (að eigin áliti). Ég er viss um að hrásykurinn gerði útslagið - s.s. notaði ekki hvítan sykur, heldur hrásykur og ekki mjög mikið af honum - ég saup hveljur þegar talað var um kíló af sykri á móti kílói af öðru hráefni. Ég fékk nánast tannpínu við tilhugsunina.

Nú langar mig að prófa að gera rabbabara-bláberjasultu, held að það verði hrikalega mikið gott.

Mun skýra frá tilraunum mínum ef af verður.

Sumarfrí hefst á morgun - mikið verður það ljúft.

þar til næst
ciao

Jul 8, 2008

sumarið

er tími sem ég algjörlega elska. Þessar björtu nætur eru hreint út sagt frábærar. Þær gera það þó að verkum að ég kem mér seint og um síðir í svefn á kvöldinn sem er ekki gott þegar maður þarf að koma sér á fætur klukkan 7 á morgnanna - ég er svooooooooo mikil svefnpurka.
Held að það komist jafnvægi á þetta frá og með fimmtudeginum :-)

þar til næst
ciao

Jul 3, 2008

búin að fá...

...rétta litinn í hárið aftur - og já það er víst litur, ekkert ands... skol!

Fékk nýja hárið í morgun og er alsæl :-)

Er aftur komin í þann pakka að telja niður daga í sumarfrí - bara 4 vinnudagar þar til ég fer aftur í frí, jibbbbýýýý. Ótrúlega sik eitthvað að gera ekki annað en að hugsa um frí.

En talandi um sik - við kennarinn sátum í gærkvöldi og fengum okkur smá bjór og hvítvín, sem er nú ekki í frásögu færandi nema vegna þess að við sötruðum þessar veigar yfir amerískri "unglingamynd" um fimleikastúlkur. Ættum við að fara að endurskoða eitthvða hvernig við eyðum kvöldunum, tja maður spyr sig.
Ég ærðist úr hlátri þegar ég áttaði mig á þessari sitúasjón - þetta var eiginlega brjálæðislega fyndið.
Hef þó tekið þá ákvörðun að endurskoða kvikmyndaval okkar hressilega!

þar til næst
ciao

Jul 2, 2008

það er ekkert skol sem...

.... reddar þessu var sagt við mig í hádeginu í gær. Það höfum við það!

Umræður vinnufélaga í hádeginu í gær:
J: ég held ég kaupi mér bara skol og setji sjálf í hárið á mér
g: já, auðvita gerir þú það, það er svo jafnt á þér hárið að það er ekkert mál
e: e.t.v. ætti ég að prófa það líka - ha?
g: nei, það er ekkert skol sem reddar þessu hjá þér, þú verður að fá lit!

tekið skal fram að g er lærð hárgreiðslukerling og hefur verið að græja og gera á mér hárið síðustu mánuði - voða gott að vinna með svona hæfileikaríku fólki!

En s.s. niðurstaða hádegisverðar í gær var sem sagt sú að ég er orðin svo hrikalega gráhærð að það er ekkert skol sem reddar því! Ég hrindi niðurbrotin í eiginmann g sem er líka í hárbransanum og hann mun bjarga mér frá glötun á morgun!

fram að því þá bryð ég bara bleikar, bláar og grænar og vona það besta!

þar til næs
ciao