Aug 29, 2007

jæja...

... ég er viss um að dyggir lesendur mínir eru farnir að örvænta um að ég muni aldrei aldrei skrifa aftur á þetta blogg. En nei kæru vinir, það er ekki svo - ég hef bara ekki gefið mér tíma til þess síðan ég kom heim frá Tyrklandi. En hér kemur smá updeit!


Ferðin til Tyrklands var hreint út sagt æðisleg. Mikil afslöppun og leti eins og tilheyrir í svona sólarlandapakkaferðum.

Ef mig langaði að sofa til hádegis þá bara gerði ég það og enginn skipti sér af því. Sat undir sólhlíf og las skemmtilegar bækur, fékk mér öl þegar svo lá á mér eða hvítvín eða kók eða kokteil - allt eftir því í hvernig skapi ég var hverju sinni.

Marmaris er skemmtilegur strandbær - hreinn og fallegur og bókstaflega iðar af mannlífi. Ströndin flott og sjórinn tær.

Það eina sem helst fór í pirrurnar á mér þarna var að þarna úði og grúði af bretum, og þá er ég ekki að tala um vel menntaða lögfræðinga frá Oxford.
Nei, þetta lið var frekar í stíl við hana Doreen sem Brynhildur Guðjónsdóttir leikur í Stelpunum. Ég hrökk við oft á dag og hélt að það væri verið að taka upp atriði í stelpunum þegar brezku kerlingarnar fóru að tjá sig. Þetta var samt bara til að lífga upp á daginn og gat ég skemmt mér konunglega við að hlusta á þetta fólk tjá sig - hahahhaha.

Ég koms fljótlega að því að mjög gott verðlag er þarna á vöruflokkum sem ég er hrifin af. Já, einmitt - leðurtöskur, gull og gimsteinar eru á útsöluverði þarna. Svo má líka prútta - það gerir innkaupaferðina enn skemmtilegri.

Aðeins bættist í töskusafnið hjá mér - sonur kaupmannsins sem ég keypti flottu töskuna af fær líklega ekki að borða fyrr en á næsta ári svo hressilega náði ég verðinu niður, ég er ekki frá því að ég hafi séð tár á hvarmi hjá kaupmanninum abdúlla þegar ég rétti honum smápeningana sem ég notaði til að greiða fyrir herlegheitin.

Auðvita keypti ég líka gull - þeir sem mig þekkja vita að ég læt ekki framhjá mér fara að kaupa fallegt glingur, sérstaklega eðalmálma, á góðu verði. Eitt armband til í safnið, en það fyrsta sem ég eignast út hvítagulli! JibbÝ.

Engir demantar voru keyptir í þessari ferð - enda er ég svo nýbúin að fá nokkra nýja :-)

Tókst að ná mér í einhverskonar magabakteríu síðasta kvöldið sem lét sem betur fer ekki á sér kræla fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim - ojjj! Lagðist beint í bæli þegar ég kom heim að morgni laugardags og lá þar eins og klessa fram á sunnudag. Sem betur fer var þetta lítil og mjög svo óógnvænleg baktería sem ég réði við ein og óstudd.

Þar til næst
ciao darlings

Aug 15, 2007

ég er ...

... andlaus og ekkert annað.

Tyrkland á föstudag - askoti verður þetta ljúft :-)

þar til næst (þegar ég kem heim frá turkey)
ciao

Aug 13, 2007

afmælið hjá örving

tókst líka svona glymrandi vel :-)

Drengurinn var ekki lítið ánægður með nýja hjólið sem við afi hans gáfum honum - glymrandi græja frá Trek

Svo bættist hressilega við sjóðinn - bankabókin hans er sífellt að verða þykkari og þykkari.

þar til næst

Aug 10, 2007

á þessum tíma árs verð ég alltaf dálítið...

...meyr.

Þannig er nefnilega að einka sonur minn, örving, á afmæli á morgun. Ég verð alltaf jafn hissa þegar þessi dagur rennur upp ár eftir ár og drengurinn bætir við sig einu árinu enn.

Mér finnst næstum hafa verið í gær, nei kannski ekki alveg - svona fyrir 3 árum síðan hann kom í heiminn með látum. Sennilega hafa þau læti í honum verið einu lætin í honum síðan. Jafnaðargeðið í þessu barni er með ólíkindum, annað en gribban mamman hans. Auðvita lætur hann í sér heyra ef honum finnst á sinn hlut gert - en hver gerir það ekki.

Hvað hann nennir að dedúast í kringum afa sinn, þolinmæðin hreint órtrúleg.

Og svo ég tali nú ekki up uppþvottavélina! Rétt upp hendi sem á dreng á þessum aldri sem setur næstum alltaf í vélina eftir mat og tekur í 99% tilvika uppúr henni og gengur frá - ég held að það séu ekki margir !


Auðvita verður veisla á morgun - mamman ætlar að hrisa nokkrar kökulufsur fram úr erminni og bera á borð fyrir nokkar ættingja og vini. Strákaafmælið, sem er auðvita ótrúlega mikilvægt, það verður haldið þegar skólinn hefst - þá ættu allir bekkjarfélagar að vera komnir til baka og enginn missir af :-)

þar til næst
ciao

Aug 8, 2007

allt tekur einhverntíman...

...enda.





Sumarfríið mitt er búið - buuuhuuuuuu.





Get þó ekki kvartað. Þetta var algjör snilld frá a til ö.





Akureyri - Skaftafell - Snæfellsnes - Kaupmannahöfn





Það væri synd að segja að örving hafi ekki notið sín í kóngsins köben - hér koma nokkrar myndir:

Ís er alltaf hægt að borða!

Ripleys safnið

Við vitum ekki alveg hvað gerðist hér - en það var mjög gaman á þessum tímapunkti


Og í hvert sinn sem einhver eldir en 18 ára pantaði sér bjór greip örving í glasið og vildi smakka - það fór ekki lengra en að hann fékk að halda á glasinu!


Og hvað er betra en ís í grenjandi rigninu í dýragarði???



Svona var þetta - eintóm sæla og gleði.

Núna reyni ég að taka mig saman í andlitinu og svara einhverjum af þessum hundruðum tölvupósta sem hrúguðust inn á meðan ég var erlendis. Þetta er engin hemja.

Ég hef ákveðið að fara aldrei aftur í sumarfrí - vinnan bíður eftir manni og maður verðu miklu þreyttri en áður en fríð hófst þegar maður hefur loksin náð að vinna sig niður úr staflanum!

Og þó - ég ætla til Tyrklands í næstu viku!

þar til næst

ciao