Apr 20, 2006

erfitt

móðir mín lést í gærkvöldi, hún hefur fengið hvíldina hún elsku mamma mín.

Apr 15, 2006

það þarf ekki mikið...

... til að gleðja mann.

Ég var hjá mömmu áðan og hún opnaði augun - ég spurði hana hvort hún gæti kreist á mér hendina - og hún tók aðeins í og ekki bara einu sinni heldur tvisvar.

Vonandi er þetta á réttri leið núna.þó ekkert sé öruggt enn.

En segi bara Gleðilega Páska!

föstudagurinn langi er alltaf..

...langur. Föstudagurinn langi þetta árið var engin undartekning. Hann var sá lengsti sem ég hef upplifað.

Spítalinn hringdi í mig um nóttina og þá var búið að flytja mömmu á gjörgæslu - henni hafði versnað mikið.

Hún er þar enn - en við höldum að hún sé örlítið betri, a.m.k á hún ekki eins erfitt með andardrátt og þarf ekki lengur súrefni. Hún er komin með sýkingar og lungnabólgu og fær mikið magn af sýklalyfjum núna. Vonandi eru þau að virka og hún að vinna á sýkingunum. Það er þó ekkert öruggt enn - þetta er enn mjög tvísýnt.

Við biðjum, biðjum um kraftarverk.

Apr 13, 2006

ekki góður dagur í dag

ég vona að morgundagurinn verði betri - það er þó ekkert öruggt.

Ég vildi að tíminn liði ekki svona hægt. Ég vildi að ég gæti gert eitthvað. Ég vildi að einhver gæti gert eitthvað.

Tilhugsunin um að ég eigi e.t.v. aldrei eftir að setjast niður með mömmu og spjalla, hlæja og tala um allt og ekker er sárari en orð fá lýst - að geta kannski ekki sagt henni hvað mér þykir óendanlega vænt um hana, að hún sé akkerið mitt og styrkur í lífinu - án hennar væri ég ekki sú sem ég er í dag. Ég vonast eftir kraftarverki.

Apr 10, 2006

tíminn líður hægt

þegar maður er að bíða eftir að eitthvað gerist - mér finnst tíminn ekki líða.

Vonandi gerist eitthvað gott bráðum

Apr 6, 2006

skjótt skipast veður í lofti

...og skammt er stórra högga á milli - held ég fari nú rétt með þessa málshætti. En eins og staðan er í fjölskyldunni núna þá eru þeir orð að sönnu.

Ég óska þess að allt fari vel - og vona það besta

update síðar