Dec 29, 2008

jólaandinn 2008



Betra væri að geta sleppt mat og farið strax í pakka



Alveg í jólaandanum



Ekkert er betra en æsispennandi púttkeppni á aðfangadagskvöld ( ath í baksýn má sjá flottustu úlpu í heimi!)



ohh - hann örving, algjör moli!
Og þegar maður er svangur - þá er maður svangur!
Posted by Picasa

Dec 23, 2008

held það sé bara tími til að segja

.... gleðileg jól


og hafið það æðislegt um jólin!



smelli með einni jólalegri mynd úr sveitinni





þar til næst



Dec 17, 2008

eins gott að vera...

...vel tryggður eins og ég er! Mér heyrist á tryggingafélaginu mínu að ég fái þetta tjón bætt - veit að vísu ekki hve háar bætur þeir greiða, en ef ég fæ ríflega helming af þeirri upphæð sem ég reiknaði saman þá verð ég líklega að vera sátt.

meira seinna

þar til næst

Dec 16, 2008

í gær var helv....

foking fokkkkkkkkkkkkkkk dagur

Þegar ég kom út í bíl í gærmorgun þá var mér til mikillar gremju búið að brjótast inn í hann. Brjóta rúðu og stela öllu steini léttara - það sem verra var er það að ég var eitthvað utan við mig þegar ég kom heim kvöldinu áður og gleymdi töskunni minni í bílunm, já einmitt töskunni minni - með lífinu í, eins og oft vill vera með handtöskur kvenna. Ipodinn farinn sem og hleðslutækið fyrir hann og FM sendirinnn - já og meira að segja tómur ópalpakki!

Þegar ég fór að taka saman tjónið vegna töskunnar í gær þá reiknaðist mér að þetta væru hátt í 200 þúsund krónur með verðgildi töskunnar, seðlaveskis, snyrtivara og annarra hluta sem í töskunni voru. Ég er reynda með helling af snyrtivörum alltaf á mér, þegar maður er stöðugt flakkandi á milli heimila þá þýðir ekkert annað en að vera með lagerinn á sér.

En vá - hvað þetta meik-up er dýrt! Þegar ég tók saman verðgildi hlutanna sem voru í snyritbuddunni þá var það næstum því 100 þúsund! Maður dregur þann peinging ekkert upp úr skítnum til að kaupa nýtt, því miður :(

hrikalega flotta taskan mín - farin, veskið mitt með ÖLLUM kortum og skilríkjum - farið, ómetanlegar myndir af örving - farnar :(((

Ilmvatnið mitt - full flaska af ilmvatni sem er hætt að framleiða - gráttttttt

eitthvað af geisladiskum - farnir

Góðu fréttirnar eru samt þær að gert var við bílinn í gær, ég er tryggð fyrir því tjóni - veit ekki með bætur fyrir annað sem stolið var, kemur í ljós á næstu dögum

í töskunni minni voru lyf sem ég tek daglega, má ekki vera án vegna skjaldkirtissjúkdóms sem ég er með, ég ætla rétt að vona að þetta PAKK sem tók töskuna mín hafi étið töflunar og fenigið í magann!

þar til næst

Dec 5, 2008

í erli dagsins...

...þá fékk ég brjálæðislega góða hugmynd, verst að hún er eitthvað svo 2007!

Af hverju er ekki til fyrirtæki sem maður getur keypt af þjónustu til að sjá um að keyra og sækja krakka í tómstundir - þetta er tómt vesen alla daga! Og ekki bara hjá mér - heldur svooo mörgum sem ég þekki og vinn með.
Kannski er fólk ekki tilbúið til að senda gullin með hverjum sem er - en það er pottþétt engu að síður hægt að koma á svona þjónstu sem kostar ekki jafn mikið og leigubílaþjónusta. Ég veit - þetta er voðalega 2007 og nú kennum við krökkum að nota strætó og ekkert mehee með það.

Annars bara allt í dandý - jólaskipulagning gengur glymrandi vel, ég ræð öllu og allt skipulag er eftir mínu höfði, gæti það verið betra? Nei - ég held ekki!

þar til næst

Nov 27, 2008

sjúk-it...

...það er búið að bjarga jólunum fyrir mig! Fyrir ykkur líka ef þið viljið.

Hið ótrúlega almennilega fyrirtæki Hagkaup hefur ákveðið að bjarga jólunum fyrir okkur aumingjan sem eigum ekki fyrir því sem við viljum kaupa og bjóða upp á JÓLALÁN! Finnst ykkur það ekki æði???? Geta shoppað og shoppað í Haböb og svo bara skellt þessu í lán þegar komið er á kassann - besta er að það þarf ekki að byrja að greiða af láninu fyrr en í MARS 2009 og það er vaxtalaust! tja, nema auðvita er lántökugjald - en það er nú bara eitthvað smotterí sko :-/ Mér líður bara næstum eins og ég fái jólin gefnins - þurfa ekki að borga fyrr en í mars - algjörlega geðveikt!

Ég hvet alla til að smella sér í næstu Hagkaupsbúð og fá sér eitt, jafnvel tvö svona jólalán - það er töff, ekki í 2007 andnaum heldur í kreppuanda komandi árs 2009!

mikið rosalega vona ég svo að þeir bjóði líka upp á FERMINGARLÁN í apríl og svo PÁSKALÁN. Svo væri tilvalið að viðskiptavinir hefðu kost á því að taka SUMARFRÍSLÁN - sérstaklega fyrir utanlandsferðir.
Þá væri hægt að kaupa allan mat og allt annað (dótið sem maður er vanur að kaupa í útlöndum kaupir maður s.s. í Hagkaup fyrir frí) til að taka með í fríið (auðvita þarf að nesta sig fyrir utanlandsferði á næstunni - það hefur enginn efni á að kaupa sér að borða í útlöndum) áður en farið er til útlanda á rað(kreppu)greiðslum.

Gó Hagkaup - jú seifd mæ kristmas! Lengi lifi lánafyrirgreiðslan
þar til næst

Nov 25, 2008

hafið þið prófað að...

...googla ykkur sjálf? bæði nafnið ykkar og leita eftir mynd? frekar fyndið að sjá sjálfan sig á google.com án þess þó að maður hafi sett sjálfan sig þar inn og vilji vera frekar prívat persóna.

ég man ykkur, næst þegar ykkur leiðist - googleyourself, makann, börning og aðra fjölskyldumeðlimi. Svo er e.t.v hægt að hafa ræða við leiðinlega maninn henna xxx móðursysutur eða konu xxx föðurbróðurs í næst jólaboði og slengja þessu fram - ef þú gúglar nafnið þitt hvað koma margar leitarniðurstöður - mjög spælandi fyrir viðkomandi ef hann/hún hefur ekki prófað að gúgla sjálfan sig og veit ekki rassg...

hægt að hleypa upp heilu fjölskylduboðunum með svona tali - hahahaha, og ekki eins og það sér skortur á svoleiðis samkundum á næstunni!

þar til næst

Nov 20, 2008

súpa og meiri súpa

fyrir rétt um tveimur vikum skellti ég mér á námskeið hjá Nordica Spa - hef verið meðlimur þar núna í 3 ár og mjög óvirk síðustu mánuði svo til að koma mér aftur í rétta gírinn þá var þessi ákvörðun tekin þegar mjög gott verðtilboð barst vegna þessa námskeiðs.

núna er sem sagt vika 3 á þessu námskeiði og hún er kölluð súpuvika. Ég er s.s. búin að borða ótæpilegt magn af súpu síðan á mánudag. Ekki engöngun súpu, alls ekki heldur er prógrammið þanngi að maður borðar góðan morgunverð, hádegisverð en eftir það eru það súpur - og alls konar súpur með fullt af grænmeti og fíneríi í. Og er ég ekki frá því að þetta svín-virki með æfingunum - það rennur af manni mörinn eða þannig.

í dag er dagur4 af 5 - svo ég er að halda þetta út, a.m.k. fer maður ekki að gefast upp núna þegar svona lítið er eftir :-)

annars engar frekari fréttir af mér og mínum, engar fréttir eru góðar fréttir var einhvern tímann sagt og ég held mig bara við það.

þar til næst

Nov 14, 2008

friday once again..

...og örving á leið í helgarferð til "útlanda" eða a.m.k. fer hann af þessari eyju yfir á aðra - alla leið til Vestmannaeyja! Fær að fara með vini sínum og mér skilst að þetta eigi að vera mjög skemmtilegt hjá þeim - vona bara það besta og að þeir komi sér ekki í vandræði þarna :-)

við kennarinn ætlum að hitta gamla gengið mitt úr skerjó annaðkvöld - hlakka til :-) Fyrsta skipti sem hann hittir megnið af þessu gengi - en ég veit að þau verða öll voðalega góð við hann :-)

Ég ætla líka að fjölmenna á opnun á sýningu í Hönnunarsafni Íslands á morgun - hlakka mikið til að sjá þessa sýningu enda er ég einstaklega áhugasöm um íslensku jólaskeiðina - Harpus - ég er spennt!

þannig - spennandi tímar framundan, ekki spörning!

þar til næst

Nov 1, 2008

laugardagur til lukku???

eða hvað? Já, ég held það bara.

Mér finnst svona helgar mjög skemmtilegar - ekkert planað, ekkert sérstakt á dagskrá - bara gera það sem manni dettur í hug, og allt skemmtilegt - ekkert leiðinlegt það er bannað.

Kennarinn fór að sækja björg í bú um miðja nótt - þ.e. á veiðar, síðustu fréttir herma að hann hafi náð tveimur gæsum, vonum bara að þær séu ekki komnar yfir miðjan aldur og bragðið eftir því.
Ég hef aldrei smakkað gæs svo að ég muni, hlakka til að prófa kvikindið.

Örving vakknaði upp við hrylling í nótt - fiskabúrið brotnaði og allt á floti. Sem betur fer tókst að bjarga Símoni og Guffa og synda þeir nú sem aldrei fyrr í voða fínni skál. Ég mun heldur betur láta í mér heyra í fiskabúðinni - mánuður síðan við keyptum félagana og búrið þeirra. Ekki góð ending þar, ó nei.

þar til næst

Oct 29, 2008

verður að segja að það...

...lítið að segja, maður er bara að jafna sig á stýrivaxtahækkun

þar til næst

Oct 22, 2008

framundan er...

...vetrarfrí hjá örving. Og í fyrsta sinn á hans skólaferli ætlar móðir hans að vera í smá fríi með honum, þ.e. allan föstudaginn! geri aðrar móðar mæður betur.

Upphaflega planið var að fara í sveit en sökum anna í félagslífi móðurinnar og kennarans þá gekk það ekki upp.
Mæðgin ætla að gera eitthvað skemmtilegt á föstudag saman - sem kostar litla peninga og er tiltölulega sársaukalaust. Uppástungur?

Samkvæmisdagatalið er nánast uppbókað út árið - eða þannig. Gaman af því, ekkert annað. Vinnudagatalið er gjörsamlega uppbókað þessar vikurnar.

Annars gengur allt sinn vana gang, og það er best.

Ég hef nánast misst allt samband við breiðholtsfrúnna þar sem hún hefur nú breyst í laganema og grafið sig niður í lagasafnið og lögfræðiorðabókina, það er varla að ég muni hvernig hún lítur út. En kannski ég geti rifjað það upp þegar ég legg í langferð núna fyrir helgina til hennar og sæki hjá henni pottinn sem við ætlum að fá lánaðan til að elda fiskisúpuna á laugardaginn. Það er nú ekki amarlegt að eiga hana að, blessaða breiðholtsfrúnna, þegar standa á í eldhússtórræðum þar sem hún er einstaklega vel í stakk búin að útbúa veislur fyrir tugir ef ekki hundruði manna í slagtogi við tengdamóðursína, hússtjórnarskólakennarann, breiðholtsgengið klikkar sko ekki á smáatriðum. Það kæmi ekki á óvar ef að hún opnaði súpueldhús núna á krepputímum!

þar til næst
ciao

Oct 14, 2008

ég mæli með..

...því að fá sér ökuferð í Borgarnes og sjá hana Brynhildi í leikritinu Brák. Ég er ekki hissa að þetta leikrit hafi sópað að sér verðlaunum og áhorfendum. Frábært í alla staði.

Ég s.s. skellti mér með kennaranum á sunnudag að kíkja á leikritið, fékk að laumufarþegast með honum og nemendahópi.

þar til næst

Oct 9, 2008

á svona tíma...

...er maður þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu, þótt ekki stór sé, frábæra vini og góða heilsu - er hægt að fara fram á meira? Held ekki!

Ég er líka þakklát fyrir það að vinna ekki í banka - finn svo til með starfsfólki bankanna.

þar til næst

Oct 7, 2008

flensan er...

...hægt og rólega að hafa sig í burtu. Mikið askoti er maður lengi að jafna sig á svona pest.

Nenni ekki að skrifa um kreppu eða aðgerðir ríkisstjórnar og seðlabanka - alveg nógu margir að tjá sig um það þessa dagana.

maður verður bara að halda áfram og njóta þess sem maður hefur.

þar til næst
ciao

Oct 2, 2008

flensan er snemma..

...á ferðinni í Einarsnesinu þetta árið.

er búin að vera sem skotin síðan á sunnudag eiginlega - ljóta helvítið

þar til næst
ciao

Sep 29, 2008

þetta er nú ljóta...

....ástandið.

En ég get sagt að ég er mjög mjög mjög ánægð að eiga ekki hlutabréf í Glitni eða Stoðum - ja, eða bara neinu fyrirtæki over hóveð - næstu dagar verða áhugaverðir.

Ætli þetta sé ekki bara byrjunin, nú fer allt að rúlla af stað held ég, en hvað veit ég, ég er bara kerling í vestubænum sem hefur ekkert vit á neinu!

þar til næst
ciao

Sep 26, 2008

tíminn líður hratt...

....á gerfihnatta öld var sungið hér um árið og það er bara alveg laukrétt. Og svo má deila um hvort það er gerfihnatta öld eða ekki.

Vika 1 búinn í skólanum og ég er voðalega ánægð með þetta nám. Er að vonast til að geta tekið þessa tvo áfanga sem eftir eru á önninni líka, þarf að athuga málið vegna undanfara reglna. Það væri voða gott að eiga bara einn áfanga eftir næsta haust og geta klárað námið þá - en það verður bara að koma í ljós.

Örving sýnist mér að sé að gjörsamlega að blómstra núna - hann sprettur í vexti, líkamlegum sem andlegum og verður sífellt frábærari einstaklingur.
Ég er hætt að kvía því að vera unglingaforeldri :-)

Fórum um síðustu helgi saman í leikhús og sáum Fló á skinni - ég gjörsamlega grét úr hlátri alla sýninguna, örving fannst þetta ekki alveg jafn fyndið, en skemmti sér engu að síður mjög vel.

Þessi helgi verður notuð í tiltekt og lærdóm og kannski oggulítið hvítvín!

þar til næst
ciao

Sep 23, 2008

og þá byrjar...

...skólinn hjá mér í dag. Er enn að reyna að ná áttum og átta mig á því hvernig í ósköpunum mér datt þetta í hug. Það eru líklega liðin nógu mörg ár síðan ég kláraði viðskiptafræðina til að ég hafi gleymt því hvernig það er að vera í fullir vinnu, reka (elli-)heimili, ala upp barn og vera í námi, og já í millitíðinni bættist við maðurinn sem þarf líka að sinna. Já, maður er fljótur að gleyma!

en ég held að þetta verði engu að síður mjög skemmtilegt, a.m.k hef ég haft mjög gaman af því efni sem ég hef verið að lesa síðustu daga!

þar til næst
ciao

Sep 19, 2008

ég er með...

...kvef. Lítið meira um það að segja, er frekar nef-mælt og orkulaus. Hangi þó í vinnu, en rétt tæplega þó.

helgi framundan sem notuð verður til að lesa og undirbúa mig fyrir skólann sem hefst í næstu viku, held þetta verði ógó spennandi!

þar til næst

Sep 8, 2008

lífið er komið í svo...

...mikinn vana gang að ég gleymi að skrifa hér!

en lofa bótum á næstu dögum

Sep 1, 2008

lífið er komið í...

...fastar skorður hjá okkur. Skólinn byrjaður hjá öllum - mismunandi hvernig við tökum þátt í skólastarfi, en erum samt öll 3 að vinna í skóla, skemmtilegt :-)

Örving er byrjaður í Hagaskóla - þar lærir maður víst að "haga" sér, a.m.k. vona ég það. Hann er mjög jákvæður og sáttur með þessi hlutskipti að vera orðinn nemandi þarna.
Hann er orðinn stór - ég verð að sætta mig við það.

Það að ég sé ekki lengur "nafli alheimsins" í hans augum heldur skipa vinirnir æ stærri sess í hans lífi er eðlilegasti hlutur í heimi í þroska unglinga. Mér sýnist að þetta séu bestu stráka sem hann er með í kringum sig og er í fínu sambandi við hina foreldrana - það skiptir máli.

Hinn maðurinn í lífi mínu er líka kominn á fullt í sínu skólastarfi -nóg að gera á komandi önn.

Opni háskólinn er nú kominn á fullt skrið - ekki að hér hafi ekki verið fullt skrið, en við og nemendur erum að venja okkur á nýja nafnið. Aðsókn hefur aldrei verið betri og spennandi vetur framundan.

Á haustinn þá fer félagslífið oft á fullt skrið og þetta haustið er engu frábrugðið með það - nú er nánast búið að setja upp prógram fram í nóvember - bara gaman, en maður þarf engu að síður að passa að fylla ekki allar helgar með einhverjum uppákomum - það þarf að vera hægt að slappa dáldið af líka.

þar til næst
ciao

Aug 27, 2008

skoooooooooooo...

.... er ekki allt í standi? Ég bara spyr? Hver stendur fyrir öllum þessum fíflagangi???

Frábær árangur hjá handboltalandsliðinu - ég er sko ekki að draga úr því en vá þetta er bara djók.

Kanalæti og ekkert annað

hvernig var þetta þegar Vala Flosa kom heim með bronsið? rölti hún ekki bara í gegnum tollinn með stöngina undir hendinn?

Aug 22, 2008

áframmmmmmmmmmmmmm....

................íslandddddddddddddddddddddddddddddddd

gvöð hvað þetta er spennandi - og ég sit og blogga!

Aug 21, 2008

svefnsýki?

er hún til? Ef svo er þá þjáist ég af henni. Ég get ekki vaknað á morgnanna - ég slekk á vekjaranum og sný mér á hina hliðina og sef eins og ungabarn - eins og ég þurfi hvergi að vera mætt eða hafi nokkuð að gera.

tvo daga í röð hef ég mætt til vinnu klukkan 10.

þarf að láta athuga mig svei mér þá!

Stefni á að sofa allan tímann á Akureyri um helgina - kannski ríf mig upp til að mæta í skírnina, en annars bara ZzzzzzzzzzZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzz

þar til næst

Aug 18, 2008

frábær helgi á Egilsstöðum..

...að baki.

Tókum nánast norð-austurland í nefið. Sá fullt af nýum stöðum, þ.m.t. Kárahnjúkavirkjun og Hálslón. Fengum æðislega fjallasýn þegar við skelltum okkur þangað.

Ekki slæmt að lenda á Egilstöðum í 23 stiga hita svo seint í ágúst.

Skelltum okkur á Borgarfjörð Eystri og svo yfir héraðsflóann og Hellisheiðna - sem er held ég ein hrikalegasta heiði sem ég hef keyrt yfir, hún er ein af hæstu heiðum á landinu.

Kíktum á Vopnafjörð, þá er það búið. Frekar glatað pleis ef ég á að vera hreinskilin. Mjög fallegt þarna og vinarlegt - en en en en................

Keyrðum að Dettifossi og sáum hann í allri sinni dýrð og drullu - þ.e. jökulsáin er svooooooo hrikalega viðbjóðslega drullug á þessum árstíma, ég held að hún sé sérstaklega slæm á þessum tíma árs þó ég viti það ekki alveg - er ekki beint sérfræðingur í jökulsám.

Tinni liti stóð sig eins og hetja í bílnum á laugardeginum - en nú er ég endanlega læknuð, mig langar ekkkkkkkkkkkkkkki í hund og mun aldrei fá mér hund. Greyið enn hvolpur og dáldið mikið vitlaus og óþekkur - reynir auðvita að komast upp með allt alveg eins og lítið barn!

Næstu helgi er stefnan tekin á Akureyri. Ég held ég hafi ekki verið nema eina, kannski tvær helgar í bænum í sumar - mér líkar það vel!

þar til næst

Aug 11, 2008

og dagurinn kominn...

...sem örving hefur beðið eftir leeengi. 13 ára afmælið.

Mér finnst auðvita fáránlegt að ég þessi unga kona eigi strák sem er officially orðinn táningur - alveg ótrúlegt!

Hann voða glaður með daginn - og nú sitja þeir saman 8 félagar og ræða heimsmálin. Samræðurnar eru nokkurnvegin svona:
hey gaur! hey gaur gaur - farðu a´youtobe og flettu upp....

gaura gaurar - þetta er snilld...

gaurar gaurar - strákar strákar ég ætla að vera næstur (og þá er verið að slást um stýripinnann á ps2 vélinni)

vá - ég skil þá varla! hahaha - en hrikalega góðir strákar allir með tölu!


Héldum þetta týpíska fjölskyldu/vina kaffi í dag. Þetta verður væntanlega í síðasta sinn. sem hann vill hafa svona fjölskyldu kaffi. Amma Hanna kom, Ebba frænka með tvö af sínum afkvæmum og Begga og Elvar. Auðvita vorum við hérna, ég og kennarinn og auðvita afinn - pabbi afmælisbarnsins lét hins vegar ekki sjá sig - kom e.t.v. ekki á óvart! grrrr - alveg dæmigert. En örving sáttur og sæll heyrist mér.
veit ekki hvað ég á að gera við kökurnar :-) a.m.k eiga þær ekki að fara á lærin á mér.

stóð svo í kvöld og hamaðist við að skrúbba tómar krukkur fyrir sultu - þetta fer að hætta að vera fréttnæmt að búin sé til sulta! Við kennarinn tíndum slatta af rifsberjum og svo sólber og hefur kennarinn verið að dunda sér í sultugerð síðan á sunnudagskvöld. Ég stefni svo á að komast í bláber og búa til sultu úr þeim á næstunni.

þar til næst
ciao

Aug 6, 2008

og kominn ágúst

og sumarfríið búið.

Hið daglega amstur hefur tekið við eftir frábærlega gott sumarfrí.

Ég hef ekki búið til meiri sultu, en fengið mér fullt af hvítvíni og haft það huggulegt hér í Reykjavíkinni eða úti á landsbyggðinni. Algjör dásemd.

Næsta mál á dagskrá er að undirbúa 13 ára afmæli örving í næstu viku - hvernig undirbýr maður 13 ára afmæli drengs? á maður að baka köku? eða pannta pizzu eða eða eða?? Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð.
Ætli það verði ekki kaffi og meðlæti á boðstólum næsta mánudag og bara opið hús frá klukkan 16:00 fyrir þá sem vilja líta við. Ekkert flóknara en það - svo höfum við partý fyrir stráka vinina fljótlega. Já, þetta er fínt plan!

Örving varð annars fyrir gríðarlegri upplinun um helgina. Hann kom rjúkandi inn í svefnherbergið hjá okkur í sveitinni mjög snemma á sunnudagsmorgun, klukkan var ekki orðin 7, og galaði mamma mamma mamma mamma..... þaaaaaað eru kindur, þaaaað eru kindur! Svei mér þá það var eins og að jólasveininn hefði birst honum í draumi í gullbúningi á miðjum laugaveginum. Ég rétt opnaði annað augað og muldraði: já en elskan mín, nema hvað við erum í sveitinni - auðvita eru kindur. Hann hélt áfram; já en mamma þær eru hérna avleg upp við húsið - í garðinum hjá okkur... ég man ekki meira, ég var sofnuð aftur áður en hann náði að klára setinguna.
Svona er maður glatað foreldri - tekur ekki þátt í svona upplifun hjá afkvæminu - kennarinn og bróðir hans fóru svo síðar um daginn og ráku haug af kindum út af landinu hjá okkur. Þannig að já þetta vour kindur - og fleiri en ein.

Dásamlegar fréttir - það er rigning úti, veiiiiiiiiiiiii, þá líður mér örlítið betur að vera í vinnunni!

later
ciao

Jul 9, 2008

ég bjó til...

....sultu, a.m.k. er komið eitthvað gums í krukkur sem ég held að líkist sultu.
Og mér finnst það satt að segja alveg stórmerkilegur áfangi hjá mér. Ég hef aldrei búið til sultu.

Við tókum með okkur rabbabara úr sveitinni um síðustu helgi og mér fanst alveg ótækt að láta komast upp um mig að ég hefði bara ekki hugmynd um hvað ætti að gera við þetta fyrirbæri sem rabbabari er og að ég kynni ekki að búa til sultu.

Ég breytti s.s. eldhúsinu á Reynimelnum í tilraunaeldhús í gærkvöldi og bara skelli mér í þetta verkefni. Var nú búin að spyrja mér fróðari húsmæður hvernig ætti að gera þetta.

Auðvita gat ég ekki farið alveg eftir því sem mér var sagt að gera - en svona næstum því. Útkoman svakalega góð rabbabara-jarðaberjasulta. Ég er snillingur (að eigin áliti). Ég er viss um að hrásykurinn gerði útslagið - s.s. notaði ekki hvítan sykur, heldur hrásykur og ekki mjög mikið af honum - ég saup hveljur þegar talað var um kíló af sykri á móti kílói af öðru hráefni. Ég fékk nánast tannpínu við tilhugsunina.

Nú langar mig að prófa að gera rabbabara-bláberjasultu, held að það verði hrikalega mikið gott.

Mun skýra frá tilraunum mínum ef af verður.

Sumarfrí hefst á morgun - mikið verður það ljúft.

þar til næst
ciao

Jul 8, 2008

sumarið

er tími sem ég algjörlega elska. Þessar björtu nætur eru hreint út sagt frábærar. Þær gera það þó að verkum að ég kem mér seint og um síðir í svefn á kvöldinn sem er ekki gott þegar maður þarf að koma sér á fætur klukkan 7 á morgnanna - ég er svooooooooo mikil svefnpurka.
Held að það komist jafnvægi á þetta frá og með fimmtudeginum :-)

þar til næst
ciao

Jul 3, 2008

búin að fá...

...rétta litinn í hárið aftur - og já það er víst litur, ekkert ands... skol!

Fékk nýja hárið í morgun og er alsæl :-)

Er aftur komin í þann pakka að telja niður daga í sumarfrí - bara 4 vinnudagar þar til ég fer aftur í frí, jibbbbýýýý. Ótrúlega sik eitthvað að gera ekki annað en að hugsa um frí.

En talandi um sik - við kennarinn sátum í gærkvöldi og fengum okkur smá bjór og hvítvín, sem er nú ekki í frásögu færandi nema vegna þess að við sötruðum þessar veigar yfir amerískri "unglingamynd" um fimleikastúlkur. Ættum við að fara að endurskoða eitthvða hvernig við eyðum kvöldunum, tja maður spyr sig.
Ég ærðist úr hlátri þegar ég áttaði mig á þessari sitúasjón - þetta var eiginlega brjálæðislega fyndið.
Hef þó tekið þá ákvörðun að endurskoða kvikmyndaval okkar hressilega!

þar til næst
ciao

Jul 2, 2008

það er ekkert skol sem...

.... reddar þessu var sagt við mig í hádeginu í gær. Það höfum við það!

Umræður vinnufélaga í hádeginu í gær:
J: ég held ég kaupi mér bara skol og setji sjálf í hárið á mér
g: já, auðvita gerir þú það, það er svo jafnt á þér hárið að það er ekkert mál
e: e.t.v. ætti ég að prófa það líka - ha?
g: nei, það er ekkert skol sem reddar þessu hjá þér, þú verður að fá lit!

tekið skal fram að g er lærð hárgreiðslukerling og hefur verið að græja og gera á mér hárið síðustu mánuði - voða gott að vinna með svona hæfileikaríku fólki!

En s.s. niðurstaða hádegisverðar í gær var sem sagt sú að ég er orðin svo hrikalega gráhærð að það er ekkert skol sem reddar því! Ég hrindi niðurbrotin í eiginmann g sem er líka í hárbransanum og hann mun bjarga mér frá glötun á morgun!

fram að því þá bryð ég bara bleikar, bláar og grænar og vona það besta!

þar til næs
ciao

Jun 30, 2008

aftur er ég farin að...

...telja niður dagana í frí.

Maður er einhvern vegin ekki í neinu stuði til að vinna á sumrin - a.m.k. er ég ekki eins áfjáð í að sitja inni á skrifstofunni og vinna. Þótt það þurfi engu að síður að gerast. Frí hefst að nýju í kringum 11.júlí og lýkur ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi - víhííííí.

Ekkert sérstakt á dagskránni - kíkjum líklega í sveitina og jafnvel í sveitir annars staðar á landinu.

Örving skellti sér á tennis námskeið hjá Víking í upphafi síðustu viku og mun vera þar út þessa viku að spila tennis fyrir hádegi. Hann er nokkuð ánægður með þetta námskeið þó að ég sé ekkert sérstaklega kát með það. Ekki nógu vel að þessu staðið, krakkar sem lítið kunna að kenna að kenna öðrum krökkum - láta þau hlaupa á eftir tennisboltum, það er ekki markmið að gera þau að boltasækjurum á þessu námskeiði heldur kenna þeim að spila tennis sem ég held að fari fyrir ofan garð og neðan. En á meðan örving kvartar ekki þá ætla ég ekki að tuða neitt.

þar til næst
ciao

Jun 20, 2008

er ekki kominn tími á smá uppfærslu hérna???

við erum s.s. komin úr þessu dásamlega fríi sem hófst þann 1.júní hjá okkur örving þegar við flugum út til Berlínar til að hitta kennarann sem hafði verið þar með vinnufélögum í nokkra daga á undan.

Við dvöldum í Berlín frá sunnudegi til miðvikudags. Brölluðum margt og mikið. Fórum í dýragarðinn sem er staðsettur í miðri borginni - mjög skemmtilegur garður. Sáum því miður ekki Knút - hann var eitthvað vant við látinn þennan daginn. Borgin er ótrúlega falleg - mjög mikill gróður. Annars var dvöl okkar svona týpísk túristadvöl í borg, fórum í siglingu, löbbuðum mikið og skoðuðum helstu staði og byggingar. Smá leifar af múrnum, minnismerki um þá sem voru drepnir við að reyna að flýa frá austri til vesturs.
Ég var sérstaklega hrifin af Podstamerplatz, sem er torg/byggingar á svæði sem var á milli múranna - þeim hefur tekist sérstaklega vel upp þar í uppbygginu.
Örving var kátur og glaður með dvölina, fékk marga marga ísa og smakkaði krókódílakjöt sem hann segir að sé besta kjöt sem hann hefur smakkað.

Við fórum í stutta heimsókn í sendiráð íslands - það er ótrúlega flott bygging og smart. Og hugmyndafræðin í arkitektúrnum algjör snilld. Þetta er svona samnorrænt sendiráð - allar norðurlandaþjóðir saman með 5 hús í þyrpingu. Húsin standa eins og lega landanna er og ýmis svona smáatriði alveg útpæld. Mjög vel heppnuð framkvæmd.

Ástæðan fyrir heimsókninni var nú reyndar ekkert skemmtileg. Þegar við vorum að pakka dótinu okkar á miðvikudagsmorgninum fundum við ekki ökuskírteini og debetkort kennaranns sem hafði legið á borði á hótelherberginu okkar. Við snerum öllu við, pökkuðum upp og niður úr töskunum nokkrum sinnum en allt kom fyrir ekki - kortin voru horfin.

Við á leið í 2 vikna ökuferð um Evrópu vorum dáldið smeyk að hann væri ekki með ökuskírteini svo að við töluðum við sendiráðið og þeir redduðu fyrir okkur staðfestingu á að hann væri með ökuréttindi frá lögreglunni héðan heima. Svo tók við heimsókn á lögreglustöð þar sem þurfti að gefa skýrslu um stolið eða glatað ökuskírteini - það fór ansi langur tími í þetta svo að brottför okkar frá Berlín tafðist hressilega.

Klárlega mun ég heimsækja Berlín aftur.

Við tætum þó af stað og leið lá til Prag. Höfðum hugsað okkur að stoppa í Dresden á leiðinni en vegna tafa þá bara keyrðum við beint til Prag.

Skemmtileg leið og fallegt. Þegar við komum inn í Tékkland þá endaði hraðbrautin fljótlega og við þræddum sveitavegi lang leiðina að borginni - fallegt land en bæir þar mjög hrörlegir og í slæmu ásigkomulagi. Keyrðum fram hjá a.m.k tveimur kjarnokruverum og töldum okkur verða mjög geislavirk í kjölfarið :-)
Ekkert hótel hafði verið pantað í Prag og við vorum að spá í á leiðinn hvernig við ættum að bjarga þeim málum. Þegar við erum að renna inn í borgina sjáum við stórt skilti - tourist information/hotels. Ég snaraði mér inn á þessa "flottu" skrifstofu sem einhverntíman hafði verið með filtteppi og nýjum stólum - og starfsstúlkan einu sinni með hár í einhverjum lit. En þegar þarna var komið þá var s.s. ekkert eftir af filtteppinu, svampurinn flæddi út um göt á áklæðinu á stóunum og hárið á stúlkunni var svo aflitað að það var eins og hár á eftirlíkingu af barbídúkku.

Hún var hins vegar hin besta hjálp og útvegaði okkur mjög gott hótel rétt fyrir utnan miðbæinn á fínu verði og við alsæl.

Við tættum í bæinn strax og við vorum búin að finna hótelði - sem tók dálítinn tíma þar sem GPS konan var ekki með Prag á hreinu, þekkti mjög fáar götur þar og vissi alls ekki hvar gatan sem hótelið stóð við var. En þetta hafðist all að lokum. Flott hótel á meira en helmings afslætti steinsnar frá miðbænum - innan við 10 mínútur með sporvagninum.

Við ákváðum að taka Prag á skynseminni og bókuðum okkur í 4 tíma skoðunarferð um borgina - örving til mikillar skelfingar. Við mútuðum honum með ís og fleira góðgæti og hann fór sáttur af stað í ferðina. Þetta var hin skynsamlegasta ákvörðun hjá okkur - sáum allt það markverðasta í borginni. Prag er ótrúlega falleg borg, en dýr :-) Við höfðum hugsað okkur að kaupa eitthvað af kristal - enda borgin þekkt fyrir slíkan varning, verðlagið var hins vegar þannig við tókum þá ákvörðun að kaupa ekkert, hægt að fá sambærilegar vörur hér á íslandi fyrir sama pening.

Föstudaginn 6. júní drifum við okkur af stað til Slóveníu. Ökuferðin tók 10 tíma í allt. Við höfðum ekki áttað okkur á því að frá Prag til Austurríkis liggja engar hraðbrautir og við þræddum sveitavegi ásamt innfæddum sem óku um á dráttarvélum og öðrum hægfara ökutækjum, það vantaði bara að sjá bónda á ferð með fjölskylduna á asna með aftan í vagni!

Rétt áður en við komum að landamærum Austurríkis þá duttum við nú aldeilis í lukkupottinn :-) þar var verkmiðjusöluverslun með kristalvörur. Auðvita vildi ég stoppa þar og fylltum við bílinn af hinu og þessu, eða þannig. Keyptum okkur ýmislegt fallegt á hrikalega góðu verði - verðlagið þarna var um 1/4 af verðinu í Prag.

Þegar líða tók á kvöldið nálguðumst við Lublijana og á móti okkur tók ein mesta rigning sem ég hef nokkur tímann séð. Hraðbrautin var bókstaflega að verða að sundlaug!
Enn og aftur bráðst GPS konan okkur og hún vissi ekkert hvar bærinn Trzin var í landinu. Við vissum nú betur en hún og tókum stefnu á Lubiljana þar sem þetta er svona Garðabær þeirra. En allt kom fyrir ekki og við rammvillt og vissum ekkert. Þá var nú gott að eiga góða að þarna sem við gátum hringt í og við gjörsamlega lóðsuð heim að dyrum.

Það var tekið frábærlega á móti okkur og við dvöldum í góðu yfirlæti hjá Donnu og Birni í heila viku. Örving var alsæll að hitta aðra krakka og sérstaklega ánægður með Þormar

Slóvenía er ótrúlega fallegt land og við ferðuðumst mikið og skoðuðum okkur vel um. Fórum á ströndina - Slóvenía á ekki nema 45 kílómetra langa strandlengju. Komum í ótrúlega fallegan lítinn strandbæ sem heitir Prian, lítill túristmi þar og

Fórum í dagsferð til Feneyja - það er alveg mögnuð borg. Ég hafði reynt að ímynda mér hvernig hún er, en það er bara ekki hægt að ímynda sér þetta - mögnuð upplifun að koma þangað.

Bled í Slóveníu stóð uppúr þar í landi hvað mig varðaði - þetta er magnaður staður - fegurðin er alveg ólýsanleg.

Enduðum ferðina okkar í Munchen laugardaginn 14.júní. Þá helgina var borgin að halda upp á 850 ára afmæli sitt og mikið um dýrðir og gleði í borginni. Það voru bjórtjöld út um allt og básar þar sem hægt var að kaupa sér pretzel, pylsur og fleira bæverskt góðgæti sem og ýmsan annan varning sem heimamenn höfðu búið til. T.d. var hægt að kaupa þar lederhosen - mér fanst mjög undarlegt að hvorki örving né kennarinn vildu svoleiðist - huhh, hélt þetta væru smekk menn :-)

sunnudag 15. júní héldum við heim á leið fljúgandi frá Munchen - öll þrjú sátt og sæl með fríið.

Þetta var svona stiklað á stóru um ferðina - e.t.v. mun ég bæta inn skemmtisögum af hinum ýmsu atvikum síðar.

Ef svo ólíklega vill til að einver vill skoða myndir þér er hægt að skoða þær hér: http://picasaweb.google.com/elisabetit/EvrPufer115JN

þar til næst
ciao

May 30, 2008

í dag klukkan 17:00

gekk ég út úr vinnunni og mun ekki snúa aftur til vinnu fyrr en 16. júní. Ég er sem sagt komin í sumarfrí næstu 16 dagana :-)

annar mile stone í lífinu fjölskyldunnar - örving lauk sínum síðasta skóladegi í Melaskóla í dag. Smá forskot á skólalok hjá honum, skólanum verður ekki slitið fyrr en á miðvikudag í næstu viku - ennnnnnnnn við leggjum í ferðina okkar á sunnudaginn svo að hann getur ekki verið í tveimur löndum í einu eins og gefur að skilja.

Kennarinn fór í gær - hefur það gaman í Berlín með kennaragenginu.

Við tókum loksins ákvörðun með svefnstaði - ákváðum að panta ekki neitt nema í Berlín - svo Harpa það gæti alveg orðið gististaðakrísa! Ég mun samt hafa heilræði þitt í huga og reyna mitt besta.

Kannski að maður nái að henda inn einhverju skemmtisögum úr ferðalaginu ef að tékkar og slóvenar eru netvæddar þjóðir! Tölvan verðu ekki með í för - sjáum hverju ég nenni :-)

þar til næst
ciao

May 23, 2008

styttist og styttist...

...í fríið.

Það mætti halda að ég væri með þetta á heilanum, já ég er með þetta frí á heilanum. Langþráð frí.

Erum enn ekki búin að festa okkur hótel í Prag. En við erum samt búin að eyða nánast hverju kvöldi í nokkrar vikur að skoða hótel í Prag á mörgum mismunandi hótelbókunarsíðum á netinu. Ætli við séum ekki búin að skoða öll hótelin oft - en einhverra hluta vegna þá munum við illa nöfnin á hótelunum og erum alltaf að uppgvöta ný og ný hótel, ja alveg þar til við förum að skoða myndir af hótelinu og herbergjunum, þá allt í einu kveikjum við á perunni - við erum búina að spá í þetta hótel áður, oft áður.

Spurning um að fara að taka ákvörðun - hmmm.

annar allt í gleði
þar til næst
ciao

May 20, 2008

ein og hálf vika...

... í frí, eða rétt rúmlega?

need I say more :-)

May 13, 2008

og meira um...

... örving og það að hann er að verða svo fullorðins eitthvað.

Í dag er ég að fara á fund í Hagaskóla fyrir foreldra nemenda í 8. bekk næsta vetur - fjúfffffffffff, það er fullorðins!

Ég man þegar ég byrjaði í hagaskóla haustið 85 - vá, hvað mér fanst ég og vinkonur mínar vera fullorðnar. Við vissum allt, kunnum allt og gátum allt - sérstaklega að vera pæjur. Maður var með maskarann og glossið á lofti allan daginn (eða þannig).

Um daginn var ég svo að gramsa í skúffum heima og fann - fermingarmynd af mér og vinkonunum og ég get sko sagt það með góðri samvisku að við vorum laaaangt frá því að vera fullorðnar (skal láta skanna hana inn og smella henni hér inn við tækifæri)

En örving er s.s. komin á þennan stað í lífnu sem ég var á fyrir 23 árum síðan - mér finst eins og þetta hafi verið í gær :-)


þar til næst
ciao

May 8, 2008

örving er að...


...verða fullorðinn!
En krúttmundur er hann alltaf, jafnvel þótt hann verði gamall og gráhærður!
later

May 7, 2008

þetta er allt að koma...

...ekki satt!

Rigning er góð fyrir gróðurinn - ég a.m.k. tel mér trú um það. Hef heyrt frá fróðustu veðurspámönnum að þessi maí mánuður eigi að verða sá hlýjasti í manna minnum - ég ætla rétt að vona að hann verði ekki líka sá votasti. Golfsettið bíður og bíður - það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að slá marga bolta í Básum og á öðrum æfingasvæðum, nú vill maður bara komast út á völl og ekkert mehee með það.

Golfkerlingarnar að vakna úr dvala - verið að skipuleggja grimmt sumarið. Þetta verður bara gaman.

Stendur til að þræla örving og hans crime partner í sveit - munum eflaust nota þá óspart í skítverkin, sérstaklega ef að veður verður vont! hahaha - nei, við erum ekki með þrælabúðir fyrir börn, en þeir munu hafa gott af því að taka aðeins til hendinni.

Forvarnarfundur fyrir foreldra barna í 7. bekk í meló var í gær - ég gekk þunglynd út af fundinum með hrylling í huga að eiga svona fyrirbæri sem er að verða unglingur - þetta eru hin skelfilegustu fyrirbæri skildist mér á fundinum eða þannig. Þetta var óþarflega neikvæ umræða sem átti sér stað þarna - hefði alveg mátt draga fram það jákvæða og skemmtilega við það að vera unglingaforeldri.

þar til næst
ciao

May 3, 2008

eftir 29 daga

þá verðum við örving í Berlín. Opinber niðurtalnig er hafin, 29 dagar, - fljúgum út 1. júni og komum ekki heim fyrr en þann 15. júní.

Hefjum för í Berlín og þaðan er meiningin að flækjast um Tékkland, Slóveníu og Ítalíu - ég, örving og kennarinn.

Búið er að setja hinar og þessar reglur - ég hef nú ekki áhyggjur af neinu, tja - nema kannski fýlusjóðnum - það er ekki ólíklegt að ég muni greiða mest í hann, en markmiðið er engu að síður að borga sem minnst í hann!

þar til næst
ciao

Apr 21, 2008

það er svoooo...

...mikið að gera þessa dagana hjá mér að ég má varla vera að því að draga andann, hvað þá meira!

smelli einhverju skemmtilegu hér inn fljótlega

þar til næst
ciao

Apr 16, 2008

hún á ammæli í dag, hún á ammæli í dag...

hún á ammæli frúin úr breiðhotlinu,
hún á ammæli í dag :-)

til hamingju með daginn elsku breiðholtsfrú

hlakka til að koma til þín í kvöld

þar til næst
ciao

Apr 11, 2008

ellefti arpríl

er enginn merkis dagur í minni fjölskyldu. Þetta er bara svona venjulegur föstudagur - eða þannig.

Sveitasæla um helgina hjá mér og kennaranum. Örving er svo upptekin í félagslífinu að hann má ekkert vera að því að koma með okkur austur. Afmæli hjá bekkjarfélaga og só on - hann verður þá bara heima með afanum - hið besta mál.

góða helgi
þar til næst
ciao

Apr 9, 2008

eða kannski er þetta að verða...

....minningarblogg

í dag er giftingadagur foreldra minna. Þau gengu í hjónaband fyrir 59 árum, þann 9. apríl árið 1949 í London. Þau áttu saman 57 ár - geri aðrir betur.

Ég sé a.m.k. ekki fram á að ég nái að vera gift í svo mörg ár - ástæaðn, ég er ekki gift! Og orðin 36 ára - þarf að tóra til 93 ára ef ég vill eiga 57 ára brúðkaupsafmæli, já og gifta mig helst í þessari viku. Það mun ekki gerast :-)

Saga foreldra minna er frábær - þau kynntust og frá þeim degi voru þau óaðskiljanleg. Þau voru gift innan við ári eftir að þau kynntus. Mamma rétt orðin 21 árs og pabbi 29 ára. Þau giftu sig í Londin, fjalli fjölskyldu og vinum - en fanst það ekki máli skipta, þau höfðu hvort annað.
Brúkaupsferð til Parísar og Nice. Ótrúlega rómantískt :-)

Ætlum fjölskyldan að halda upp á daginn - ég og karlarnir mínir 3 ætlum að smella okkur á Grillið í kvöld og borða góðan mat saman.

ágætt að geta skrifað um aðra þegar ekkert er að frétta af mér - en kannski er ekkert að frétta bara gott.
Ekkert að frétta af mér þýðir einfaldlega að það sé bara allt gott - lífið gengur sinn vana gang og er það ekki það sem við öll viljum?

Líður að fermingu í hjá dóttur frúarinnar í holtinu - þessi börn eldast allt of hratt, og ég sem er alltaf bara, já 36, það stendur víst hér fyrir ofan!

Ég og breiðholts frúin ætlum að leggja holta frúnni lið í kransakökubakstur í vikunni. Ég er sannfærð um að kakan verður sú besta og flottasta sem sögur fara af :-)

þar til næst
ciao

Apr 2, 2008

þetta er að verða myndablogg



örving á góðri stundu um síðustu helgi. Fjölskylda og vinir komu saman í Skerjafirðinum í tilefni þess að mamma hefði orðið 80 ára laugardaginn 29. mars.


Gaman hvað margir gátu komið og minnst dagsins með okkur og allt vel heppnað í alla staði. Og húsið fylltist af blómum - aðstoðarkona mín, frúin úr holtinu sýndi fimi sína í að sameina í vasa og úr urðu þessar líka svakalega flottu blómaskreytingar. Þess má geta að frúin úr holtinu stóð sig með stakri prýði og mun ég aldrei aftur halda veislu án hennar hjálpar!
Ég klikkaði auðvita á því að taka mynd af borðinu áður en allir fengu sér að borða - en ég var engu að síður ákaflega ánægð með kertastjakana mína sem ég burðaðist með heim frá Köben í desember síðastliðnum og Boston í febrúar - koma alveg ótrúlega vel út :-)

nóg um að vera á næstunni - árshátíð HR um næstu helgi - ég og kennarinn mætum þangað galvösk enda hef ég verið með puttana í skipulagningu frá því fyrir um ári síðan.


meira síðar

þar til næst

ciao

Mar 27, 2008

og geiturnar...

nei - kálfarnir!
Posted by Picasa

meiri páskar í sveit




Posted by Picasa

páskar í sveit




Posted by Picasa

Mar 25, 2008

páskafríið er búið...

...og allt back to normal.

mætt til vinnu að takast á við gleðina þar!

hef ekki meira um það að segja

þar til næst
ciao

Mar 20, 2008

dásemd

komin í sveitina

og letilíf áætlað næstu daga.

veðrið dásamlegt - eins og alþjóð veit þá er auvðita aldrei rok hér undir Eyjafjöllunum og því bongó blíða eins og búast má við á þessum árstíma :-) eða þannig!

Að fara út að ganga í dag er beisiklí svona: eitt skref áfram - fjúka tvö til baka!

lúxus að vera nettengdur og geta miðlað sveitagleðinni - en ekkert víst að maður hafi nennu í það

gleðilega páska!

Mar 17, 2008

helgin liðin

og aftur að koma helgi og það mjög lööööng helgi :-) A.m.k. hjá mér. Ætla að taka mér frí frá vinnu frá hádegi á morgun þar til eftir páska.

Hugguleg og ekkert minna en það. Sveit, matur, útivera, örving og kennarinn - hvað get ég beðið um meira???

ný liðin helgi var auðvita bara snilld - veðrið gerði útslagið. Fórum að æfa golfsveifluna á laugardaginn. Dusta rykið af sveiflunni - en þetta kom allt að lokum og verður auðvita enn betra þegar líða fer á vorið!

Ég ætla að vera svaaaakalega dugleg að æfa mig í sumar - þetta er svoooo gaman.

þar til næst
ciao

Mar 14, 2008

njótið þess...

....sem þið hafið í lífinu í dag - þið vitið aldrei hvað þið hafið á morgun!

góða helgi
ciao

Mar 13, 2008

þekkir einhver til golfvalla í tékklandi?

ef svo er má hinn sá sami endilega hafa samband við mig :-)

þar til næst
ciao

Mar 11, 2008

gleymdi að...

... setja inn eina myndi frá Boston. Mjög spes nafn á söngleik :-)



Ég er ekki viss um að þetta sé vinsælt - ég myndi a.m.k. hugsa mig vel um áður en ég færi á söngleik um tíðarhvörf! En þið?



já og svo eitt krútt sem ég rakst á í Harvard garðinum - ótrúlega spakir og sætir þessir:





þar til næst
ciao

Mar 7, 2008

ætla bara að segja...

... góða helgi

ætla að eyða minni út úr bænum

ciao

Mar 5, 2008

þetta...

...er óborganlega fyndið! (smellið á til að skoða)

Mar 3, 2008

svo að það sé á hreinu...

...þá fékk ég comment fyrir servíetturnar! þær þóttu með afspyrnu smartar og flottar og lúkka vel í þessari annars svo frábæru veislu.

mættir vour vinir, vandamenn og velunnarara kennarans míns, já kalla hann það bara. Allir í réttu stemningunni og í góðum gír.

nokkrar ræður voru haldnar afmælisbarni til heiðurs - falleg og vel varin orð um hann látin falla (já og mig líka ;-) hef ég sjaldan eða aldrei roðnað svona mikið, og er ég nú ekki von að roðna eða láta slá mig út af laginu)

Sumar ræður voru betri en aðrar - það er alltaf þannig.

En upp úr stóð vel lukkuð veisla

þar til næst
ciao

Feb 29, 2008

hlaupársdagur..

... nokkrar staðreyndir um hlaupársdag:


Hvaða reglur gilda um hlaupár?

Um síðustu aldamót veltu margir því fyrir sér hvort árið 2000 yrði hlaupár. Flestir kunna þá reglu að hlaupár sé fjórða hvert ár, þegar talan 4 gengur upp í ártalinu. En menn hafa líka heyrt um undantekningar á aldamótum þegar ártalið endar á "00". Þetta olli því að ýmsir voru í vafa.

Það er rétt, að í því tímatali sem við fylgjum nú, gildir sérstök regla um þessi aldamótaár. Þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Líka má orða það svo, að talan 4 þurfi að ganga upp í (tveimur) fremstu stöfum ártalsins, aldatalinu. Af því leiðir að árið 2000 var hlaupár, en árin 2100, 2200 og 2300 verða ekki hlaupár. Árið 2400 verður svo aftur hlaupár. Með öðrum orðum: þrjú af hverjum fjórum aldamótaárum falla úr tölu hlaupára og verða almenn ár.

Ef við förum aftur í tímann var árið 1900 ekki hlaupár og ekki heldur árið 1800, en árið 1700 var hlaupár á Íslandi af þeirri ástæðu að núgildandi tímatal, með breyttri hlaupársreglu (gregoríanska tímatalið) kom ekki til framkvæmda hér á landi fyrr en í nóvember árið 1700, en þá hafði febrúar þegar fengið 29 daga.

Reglur um hlaupár eru settar til að samræma lengd almanaksársins og árstíðaársins. Árstíðaárið ræðst af gangi jarðar um sólu og er sem stendur 365 dagar 5 stundir 48 mínútur og 45 sekúndur að meðaltali. Lengd almanaksársins er eins og allir vita ýmist 365 eða 366 dagar, en meðallengdin er venjulega talin 365 dagar 5 stundir 49 mínútur og 12 sekúndur.

Samkvæmt þessu er almanaksárið að meðaltali 27 sekúndum lengra en árstíðaárið. Þessi munur verður að einum degi á um það bil 3200 árum og er þess oft getið í bókum. Sú tala væri rétt ef bæði árstíðaárið og almanaksárið héldu óbreyttri lengd. En því er ekki að heilsa. Lengd árstíðaársins breytist lítils háttar með tímanum og styttist nú um 5 sekúndur á hverjum þúsund árum. Lengd almanaksársins getur líka breyst, því að á síðustu árum hafa menn tekið upp á því að skjóta inn aukasekúndum (sem kalla mætti hlaupsekúndur) á miðju ári eða um áramót til mótvægis við hægfara breytingu á snúningshraða jarðar. Að undanförnu hefur þetta verið gert um það bil einu sinni á ári, og við það hefur munurinn sem áður var nefndur aukist úr 27 sekúndum í 28 eða þar um bil. Ef breytingarnar verða með sama hraða í framtíðinni (sem engin vissa er um) myndi frávik almanaksárs frá árstíðaári nema einum degi á 2500 árum.

Gregoríanska tímatalið eða "nýi stíll" er kennt við Gregoríus páfa 13. sem innleiddi það í Róm árið 1582. Það kom strax til framkvæmda meðal rómversk-kaþólskra þjóða, en mótmælendur og grísk-kaþólskir fóru sér hægar. Þegar grísk-kaþólska rétttrúnaðarkirkjan leiðrétti um síðir tímatal sitt, árið 1923, vildu leiðtogar þeirrar kirkju ekki fallast á hlaupársreglu páfagarðs en samþykktu í staðinn enn nákvæmari reglu. Samkvæmt henni skyldu tvö af hverjum níu aldamótaárum vera hlaupár (þau ár sem gefa 2 eða 6 í afgang þegar deilt er í aldatalið með 9). Meðallengd almanaksáranna í þessu rétttrúnaðartímatali reiknast 365 dagar 5 stundir 48 mínútur og 48 sekúndur, og skakkar þá aðeins 3 sekúndum eða svo frá lengd árstíðaársins.

Tímatali rétttrúnaðarkirkjunnar ber saman við hið gregoríanska fram til ársins 2800, en þá á að verða hlaupár samkvæmt okkar tímatali en ekki hjá þeim rétttrúuðu. Væntanlega næst samkomulag um málið áður en að þeim tíma kemur. Víða um lönd hafa menn haft nokkra ótrú á hlaupársdeginum, mánuðinum eða jafnvel hlaupárinu öllu. Þá átti allt að ganga öfugt við það sem venjan bauð og flestar fyrirtektir að misheppnast. (tekið af http://www.almanak.hi.is/hlaupar.html)

Svo verður að geta þess líka að konur megi biðja sér karlmanns á hlaupárdeginum. Hann má þá ekki neita, en getur þó keypt sig lausan með gjöf eða gjaldi. - mér finnst að það ættu þá að vera einhvejar reglur um verðgildi gjafar eða upphæð gjalds!

...þessa punkta fann ég hér og þar á netinu - en ég vissi þetta með að biðja sér karlmanns - spurning hvað maður gerir :-) Ég hvet ykkur einhleypu kvennkyns lesendur til að nýta tækifærið!

nokkrir eiga afmæli í dag - hlýtur að vera undarlegt að eiga afmæli á 4 ára fresti - tja nema þegar eru aldarmót, þá á fólk ekki afmæli. Einhver kríli hljóta líka að fæðast í dag - spes svolítið.

Annars bara gleðilegan föstudag - og njótið þess að vera til :-) og eigið góða helgi

þar til næst
ciao

Feb 27, 2008

karlmenn...

...eru svo spes.

Þeir skilja ekki afhverju það skiptir máli að vera með réttu servíetturnar og réttu kertin í réttu kertastjökunum. A.m.k. minn karlmaður.

Hef verið eins og útspýtt hundskinn um allan bæ síðustu daga til að finna þessa fullkomnu hluti fyrir veisluna - kerti og servíettur. Það tókst í gær og ég alsæl - kennarinn hefur enn ekki séð þetta en spurði reyndar hvort hann fengi að sjá þetta - já er það ekki bara. Held hann sé ósköp ánægður með þessa afskiptasemi mína :-)

Styttist í veisluna - held þetta verði bara ansi gott - stefnir í það a.m.k.

þar til næst
servíettu - kveðjur
ciao

Feb 26, 2008

það er ekkert að...

...frétta nema

að ég er með kvef - það kemur svo sem ekki á óvart.

Síðustu dagar hafa gengið áfallalaust fyrir sig. Kennarinn átti afmæli - og lifði það af. Ég fór á þorrablót í sveit - og lifði það af.

Bæði mjög skemmtilegt.

Kerlingabíó í kvöld.

Kennaraafmælisveisla á föstudag.

Og nóg að gera í vinunni - er hægt að biðja um meira? Held ekki.

þar til næst
ciao

Feb 18, 2008

á laugardaginn...

...keypti ég diskóskó - gvöööödómlega fallega. Gullskór !

Örving segist aldrei hafa séð neitt ljótara á allir sinni 12 ára ævi - en ég get þá bara verið viss um að hann fer ekki í þá :-)

starfsmannastjórninn sem fagnaði 40 árunum á laugardaginn ber aldurinn svona líka vel - ég vill vera svona þegar ég verð 40 eftir möööööööööööörg ár

kennarinn ber sig ekki eins vel enda hann að berjast við flensu - æjjj, ekki gott.

þar til næst
ciao

Feb 15, 2008

föstudagur enn og aftur

... og ekkert kvart yfir því.

fór með húsmóðurinni úr breiðholtinu út í gærkvöldi - voðalega huggulegt hjá okkur. Vantaði bara Frú Grafarholt með okkur.

Byrjuðum á rómantískum dinner á Kringlukránni og svo í bíó að sjá p.s. I love you. Ohh - svo cute mynd :-)

Byggð á einni af skemmtilegustu bókum sem ég hef lesið - engar heimsbókmenntir, en engu að síður æðisleg bók. Uppfull af lífinu, sigrum og sorg - hlátri og gráti - skemmtileg saga um venjulegt fólk. Rithöfundurinn er Cecili Aahern (held að þetta sé skrifað svona ) og er dóttir forsætisráðherra Írlands. Systir hennar var einu sinni ungfrú heimur - svakaleg hæfileikarík familýa þar á ferð. Rithöfundurinn er um 25 ára - var 22 þegar hún skrifaði þessa bók. Hef lesið margar aðrar bækur eftir hana sem eru mis góðar - en flestar mjög skemmilegar og fjalla um lífið og tilveruna.
Mæli með bókinni og myndinni - en til upplýsinga fyrir kvennkyns lesendur: Ekki taka mennina ykkar með á svona mynd nema þeir séu þeim mun meiri kellingar inn við beinið :-)

Ég og húsmóðirin vourm a.m.k. voðalega glaðar að hafa ekki reynt að draga okkar með á þessa mynd. Kennarinn var svo þakklátur mér að hafa ekki reynt að draga hann með á þessa mynd - hann er svo mikið karlmenni að hann bara getur ekki svona myndir ;-)

Stórviðburður um helgina - sú fyrsta af HR genginu verður 40 ára - og verður því auðvita fagnað með stórveislu. Mér skilst á öðrum þátttakendum í veislunni að það eigi að taka vel á því núna og fagna gríðarlega með henni - ætli þessi veisla standi ekki fram í næstu viku.

Þá taka önnur veisluhöld við - kennarinn fagnar stóráfanga og ætli ég fagni ekki með honum.

þar til næst - góða helgi
ciao

Feb 14, 2008

dregur nú til tíðinda...

... nei djók :-)


lífið gengur bara sinn vana gang og er bara mjög skemmtilegt

þar til næst
ciao

Feb 12, 2008

aðeins að bæta við..


... ég þoli ekki að komast ekki inn á póstinn minn hér heima - gargggggggggg


bara að deila þessu með ykkur :-)

hvert hef ég farið - hvert er ég að fara

Alveg ótrúlega sniðugt - tímaþjófur já, en gaman að rifja upp alla þessa staði. Fjöldi kom mér á óvart, en maður var auðvita að grafa upp staði eins og Vík í Mýrdal - hahaha


boston var...

... æði

kaupmannahöfn var æði

nýji bíllinn er æði

lífið er æði

Ég er æði

er hægt að biðja um meira???

þar til næst
ciao

Jan 30, 2008

það eru ferðadagar...

... hjá fleirum en Hagkaupum.

Við hér í vesturbænum erum að leggjast í ferðalög á komandi dögum. Ekkert nýtt að ég sé á ferð og flugi - en það er alveg einn og hálfur mánuður rúmlega síðan ég fór síðast eitthvað til útlanda - er ekki tími kominn á næstu ferð :-)

Örving ætlar að bregða sér í flugvél í fyrramálið til Köben - svo spenntur að hann liggur núna í rúminu og sefur ekki.
Ég var alveg pollróleg yfir þessu þar til ég fékk miðan hans í hendurnar í dag - þá fékk ég smá panki. En en en, ég hringdi á Leifsstöð og komst að því að hann getur fengið fylgd út í vél. Hann verðu svo sóttur út í flugvél í Köben.

Ég og kennarinn förum til Boston á föstudag - engin sérstök plön, bara afslöppun og huggulegheit. Líklega verður kíkt í búð eða tvær og má gera því skóna að a.m.k ein af þeim verði verslun sem selur golf vörur - kemur á óvart?

svo þar til næst
ciao

Jan 27, 2008

helgi að lokum komin

og ég búin að hafa það ansi gott bara :-)

afslöppun í hávegum höfð og lífið tekið með ró. Auðvita ekki avleg í algjörri ró - alltaf eitthvað að gerast.

Verslaði mér nýjan bíl á föstudag - fæ hann um miðja vikuna - hrikalega glöð með hann og finst hann flottur og cool og hæfa mér vel!

Heimsóttum strákana á grandanum á föstudagskvöldið - voða huggulegt, hvítvín, bjór og eitt og annað með því.

"golf" partý í gær - tók þátt í púttkeppni og stóð mig alveg glymrandi vel - hefði samt átt að vinna þetta, en klúðraði því auðvita. En minn var nú bara dáldið ánægður með hæfileika mína með pútterinn - það voru nokkrar konur þarna sem komu ekki einu sinni niður einni kúlu! Ég tek þetta næst

Örving var boðið til Kaupmannahafnar í dag og fer hann á fimmtudag - við skulum kalla það mömmu frí ;-) hann er að springa úr spennu og tilhlökkun. Það verður dekrað og dúllað við hann alveg út í eitt ef ég þekki þá rétt strákana mína í köben.

Styttist í Boston hjá mér og kennaranum. Höfum engin plön gert enn - skoðum það í vikunni.

þar til næst
ciao

Jan 22, 2008

jibbbbbýýýý

engin aðgerð - ekkert æxli

en nenni ekki að útskýra frekar akkúrat núna

mun hafa það eins og fín frú næstu vikur - vinna 50% og vera í heilsulind hinn hluta dags :-)

þar til næst
hafið það gott
ciao

Jan 21, 2008

smá gleði í þessu

fór í segulómun í dag - vá, hvað ég er fegin að þurfa ekki að fara í slíkt tæki reglulega. Mér leið eins og væri verið að troða mér ofan í kókómjólkurrör og ég er ekki að ýkja þá tilfinningu!

En góður fréttirnar eru þær að ég er ekki með illkynja æxli - heldur er þetta einhverskonar ofvöxtur í líklega fitukirti - eins og það sé ekki nóg að vera með ofvöxt í þeim utan á sér!

Fer og hitti færasta taugalækni á landinu í fyrramáið - hann mun eflaust vilja skera þetta í burtu sem er ávkeðinn léttir fyrir mig þar sem þetta kvikindi er farið að þrýsta allverulega á mænuna sem gerir það að verkum að ég geng eins og önd!

þá er bara spurning - kemst ég til Boston eða ekki? well, það kemur í ljós! Tek á því þegar að því kemur

þar til næst
ciao

Jan 19, 2008

hef komist að því...

...að pilluátið á ekkert sérstaklega vel við mig. A.m.k. ekki þessar pillur sem ég tók í gær. Var hérna ansi high í gær af þeim - hef ákveðið að taka þetta ekki inn aftur.

Held mig hér eftir við parkódín og sambærileg efni :-)

í kvöld ætla ég að prófa að taka inn smá hvítvín og sleppa pillunum - það hefur e.t.v. ágætis áhrif, kemur í ljós.

Er að bíða eftir að örving komi heim úr bíó. Alveg merkilegt með hann og vini hans að þegar þeir fara í bíó þá tekur það frá hádegi fram á kvöld.
Dagurinn byrjar snemma - það tekur jú tíma að gela á sér hárið og fá hvert hár á höfðinu til að liggja "rétt" og fá greiðsluna rétta.
Svo þarf að taka strætó í kringluna og eyða hálfum deginum þar, fá sér að borða, kaupa nammi og mig grunar að kíkja í nokkrar búðir sem þá aðallega selja tölvuleiki og geisladiska. Jafnvel er líka verið að skoða stelpur - en ég fæ auðvita ekkert um það að vita. Ef ég spyr - þá er horft á mig eins og ég sé geimvera og sagt: "MAMMA - hvað er að þér".

Sýning á bíómynd dagsins hóft klukkan 18 - en þeir voru mættir í Kringluna klukkan 15 - er þetta eðlilegt???? Já líklega :-)

og nú er klukkan að verða hálf níu - og örving ekki kominn heim, en á leiðinni skilst mér

Ég ætla að fara að undirbúa hvítvínið og e.t.v. að klæðast einhverju öðru en náttfötum ! Tala nú ekki um þar sem ég ætla að skreppa í smá besög og fá félagsskap góðrar vinkonu - kennarinn á kafi í snjó í sveitinni að berjast við stífluð rör og kemur ekkert til byggða fyrr en á morgun!

Þar til næst
ciao

Jan 18, 2008

hef aðeins eitt um málið að segja

þetta er óþolandi bið..........................................

og ég er brjálæðislega pirruð, að drepast úr verkjum og ekkert hægt að gera eða fá að vita fyrr en í næstu viku.

Ég ætla að liggja í pilluáti um helgina.......

....það hefur líklega ekkert að segja, nema ég verð e.t.v. kærulausari um draslið og þvottinn heima hjá mér sem ég ómögulega get sinnt núna vegna verkja og vanlíðan.

eigið góða helgi
þar til næst
ciao

Jan 10, 2008

gleðilegt ár

það er nú ekki eins og ég hafi verið að drukna í verkefnum í jólafríinu og ekki haft tíma til að blogga - ég var hreinlega bara að drepast úr leti og nennti þessu ekki.

Brilljant jólafrí - frí frá 21. des til 3. janúar, algjör snilld. Auðvita gat maður nú ekki verið alveg í fríi og nauðsynlegt að hamast örlítið í tölvupósti og örðum smávægilegum verkefnum sem hægt var að sinna heiman að frá.

Jól og áramót gengu slysa og áfallalaust fyrir sig á mínu heimili. Eintóm kósýheit par excelanc eins og einhver söng hér um árið.

Hitti vini og vandamenn eins og lög gera ráð fyrir á þessum árstíma og svo voru nokkrar "frumsýningar" sem tókust svona líka ljómandi vel :-)

Nú er lífið að detta þetta venjulega og huggulega daglega líf aftur og mér líkar það bara askoti vel. Vinna vinna og vinna, leikfimi og allt hitt. Já og auðvita ferðalög eins og mér er von og vísa - helgarferð til Boston á döfinni fljótlega - snilld og hamingja.

þar til næst
ciao