Dec 26, 2006

jól jól jól

og alveg ágætis jól þrátt fyrir allt saman. Verð þó að viðurkenna að aðfangadagskvöld var örlítið erftitt - það vantaði mömmu og það var svo skrýtið. En því verður víst ekki breytt svo við ákváðum að gera það besta úr kvöldinu og hafa það notalegt saman.

Borðuðum dýrindis hreindýr og ég held að mér hafi sjaldan eða aldrei tekist svona vel upp með sósuna :-) Ég sauð líka rauðkál - það lukkaðist alveg glymrandi líka!

Jólagjafir flæddu undan jólatréinu og átti örving 90% eða meira af þeim - hann kom vel út úr jólunum í ár! Það var eins með mig - fékk frábærar og flottar gjafir og ég gæti ekki verið ánægðari.

Fórum svo mæðginin í okkar árlegu desertheimsókn í Hellusundið - þetta var sú síðasta þar sem Hellusundsfólkið mun búa í sveitinni næstu jól - eða þannig ;-)

Jóladagur er náttfatadagur, annar í jólum er líka náttfatadagur - ég er s.s. í náttfötum núna og ætla mér að vera í þeim eitthvað fram eftir degi!


Í kvöld ætla ég að breyta út af vana mínum og fara ekki á ball eða neitt slíkt eins og ég hef gert líklega síðustu 15 ár - ætli þetta sé merki um að ég sé örðin gömul??? Hmmmppfrrrrrrr 3 mánuðið í að ég verði 35 ára - já ég er 0rðin gömul!

iss - en það er allt í lagi, ég skelli bara fína kreminu sem ég fékk í jólagjöf framan í mig - það er víst svo rosalegt að ég verð eins og 15 ára í frama af því !!!

Segi bara gleðileg jól - hafið það sem allra best
ciao

jól jól jól

og alveg ágætis jól þrátt fyrir allt saman. Verð þó að viðurkenna að aðfangadagskvöld var örlítið erftitt - það vantaði mömmu og það var svo skrýtið. En því verður víst ekki breytt svo við ákváðum að gera það besta úr kvöldinu og hafa það notalegt saman.

Borðuðum dýrindis hreindýr og ég held að mér hafi sjaldan eða aldrei tekist svona vel upp með sósuna :-) Ég sauð líka rauðkál - það lukkaðist alveg glymrandi líka!

Jólagjafir flæddu undan jólatréinu og átti örving 90% eða meira af þeim - hann kom vel út úr jólunum í ár! Það var eins með mig - fékk frábærar og flottar gjafir og ég gæti ekki verið ánægðari.

Fórum svo mæðginin í okkar árlegu desertheimsókn í Hellusundið - þetta var sú síðasta þar sem Hellusundsfólkið mun búa í sveitinni næstu jól - eða þannig ;-)

Jóladagur er náttfatadagur, annar í jólum er líka náttfatadagur - ég er s.s. í náttfötum núna og ætla mér að vera í þeim eitthvað fram eftir degi!


Í kvöld ætla ég að breyta út af vana mínum og fara ekki á ball eða neitt slíkt eins og ég hef gert líklega síðustu 15 ár - ætli þetta sé merki um að ég sé örðin gömul??? Hmmmppfrrrrrrr 3 mánuðið í að ég verði 35 ára - já ég er 0rðin gömul!

iss - en það er allt í lagi, ég skelli bara fína kreminu sem ég fékk í jólagjöf framan í mig - það er víst svo rosalegt að ég verð eins og 15 ára í frama af því !!!

Segi bara gleðileg jól - hafið það sem allra best
ciao

Dec 20, 2006

Kóngsins köbenhavn

fór vel með mig og ferðafélaga mína :-)

Danir eru meira að segja svo kurteisir að ég fékk í kaupbæti hjá þeim ekta danska jólapest með hita, hálsbólgu og öllu öðru tilheyrandi! Mér finnst þetta voða voða voða huggulegt af þeim og ég þakka þeim kærlega fyrir og sendi þeim bestu óskir um gleðileg jól!

þar til næst
ciao

Dec 9, 2006

jahérnahér

það er kominn desember og ég hef ekki skrifað staf síðan í síðasta mánuði! Þetta er auðvita ekki í lagi hjá manneskju sem þykist halda úti bloggsíðu.

Bið lesendur mína afsökunar á þessu :-)

Ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað er einföld - það er ekkert að gerast. Ég vinn, sef, elda og þvæ þvott - það er bara ekki fjölbreyttara hjá mér lífið.

Ætla þó að bæta úr því í næstu viku - fer til Kaupmannahafnar á fimmtudag og kem heim á miðnætti á sunnudagskvöld - s.s. tæpir 4 dagar í öl, mad og vin já og ekki gleyma Magasin du Nord, Illums boligshus, HM og öllum þessum skemmtilegu búðum sem ég kann ekki að skrifa nafnið á!

Kemur ekki á óvart að ég sit í vinnunni akkúrat núna - erfinginn er heima sveittur að brjóta saman þvott, verkefni dagsins eru sokkar :-)

ciao

Nov 28, 2006

updeit

ég nenni engu þessa dagana og allra síst að blogga! En verður maður ekki??? Ekki má maður bregðast aðdáendum sem líta hér við daglega :-)

Helgin gekk ljómandi vel. Jólahlaðborð HR var algjör snilld! Geggjaður matur og frábær félagsskapur - tjútt og stuð fram á nótt. En ekki of lengi því ég var auðvita mætt upp í HR klukkan rúmlega 15 daginn eftir til að taka á móti skvísunum :-)

Hittums í hvítvín, brunuðum svo í Bláa Lónið og fengum nudd - vá, mæli svo sannarlega með nuddinu þar.
Allir heim til Huldu. Þar voru settar upp hárkollur. Geggjaður matur og mikið spjallað og hlegið fram á nótt.
Frábært - eins og alltaf með þessum elskum.

Á sunnudagskvöldið var svo sköpunargleðin alsráðandi. Framleiddi hurðakrans og aðventukrans heima hjá Hörpu undir leiðsöng tveggja blómaskreytingakvenna - snilldar skvísur sem vissu alveg hvað þær voru að gera.
Skemmtilegur félagsskapur í sköpuninni - en við söknuðum þeirra sem ekki komust.
Ég skelli inn myndum af dýrðinni við hið fyrsta tækifæri.

En enn að drattast á nordica - áfram húrra fyrir mér!

þar til næst
ciao

Nov 22, 2006

það er allt að gerast um

...næstu helgir svo ég segi nú ekki meir!

Jú - get alveg sagt meir :-)

Hið árlega jólahlaðborð HR á föstudag - snilldar skemmtun í góðum félagsskap :-)

Hin árlega jólaskemmtun HR skvísana á laugadag, þemað í ár er hárkollur og pils! Vá hvað við verðum fínar :-)

Það þarf auðvita ekki að taka það fram að undirrituð verður að sjálfsögðu með ljóst sítt hár!

Annars bara tóm gleðið þessa dagana. Mikið að gera í vinnunni, en það eru engar nýjar fréttir. Er farin að heimsækja Nordica oft og reglulega - húrra fyrir mér!

Styttist í Danmerkurferð - rúmar 3 vikur í hana. Og ef tíminn líður eins hratt næstu 3 vikurnar og hann hefur liðið síðustu 3 mánuði þá verð ég komin og farin áður en ég veit af.

þar til næst
ciao

Nov 19, 2006

og þá kom snjórinn

með stæl!

Ég og örving áttum frábæran dag í gær :-) fórum saman í bæinn, á kaffihús með vinum, í vinnuna til mín, aftur í bæinn og kringluna. Tókum svo ákvörðun um að fara og fá okkur eitthvað gott í gogginn og svo í bíó.

Skelltum okkur í Smáralind um klukkan 18 til að kaupa miða í bíó - en nei, það var uppselt á James Bond þar. Við tættum í Regnbogan og fengum þar miða á hálf níu sýninguna. Snæddum á þeim stórkostlega veitingastað Hróa Hetti við Hringbraut. Skít sæmileg pizza og fleira þar á boðstólum.
Svo var komið að því - James Bond í bíó. Snilldar mynd
Daniel Craig er bara flottur Bond, ef ekki einn sá flottasti yet :-) Sætur, sexy og hættulegur - hvað vill maður sjá meira hjá karlmanni????
Þegar við vorum á heimleið þegar nálgast fór miðnætti þá voru c.a. 5 snjókorn fjúkandi um Reykjavík.
Þegar við vöknuðum í morgun um klukkan 8 þá voru þau orðin 5 skrilljón biljón biljon skrilljón - eða jafnvel fleiri!

Mér gjörsamlega féllust hendur þegar ég leit út á bílastæðið - sá varla í jepplinginn eða í garðinn. Skellti mér bara í múnbústs og dúnúlpu og arkaði út í búð og náði í tvær myndir og fullt af Sviss miss. Kom mér svo makindalega fyrir undir teppi í sófanum og var þar í ALLAN dag :-)

Mokstu hófst um 18:30 og var lokið að verða 19:30 - ekki alveg klukkutími, en samt ágætis líkamsrækt. Ég hætti a.m.k. að hafa móral yfir því að hafa ekki skellt mér á nordica í dag þegar mokstri var lokið.

Í kvöld - Commander in Cief og Örninn - uppáhalds sjónvarpþættirnir - uppi í sófa í lopasokkum undir teppi (já og aðeins fleiri fötum)

Svo liggur maður bara á bæn um að snjórinn sem ég mokaði áðan fjúki ekki aftur þangað sem ég mokaði honum í burtu í nótt! Það væri nú alveg my luck eins og maður segir :-)

þar til næst
ciao

Nov 16, 2006

hef ákveðið...

... að hætta að setja út á fólk sem býr í úthverfum! Hætta að kalla vinin mína úthverfa-pakk. Þetta eru soddan gæðasálir að það er ekki annað hægt en að elska þetta í botn :-)

Já talandi um botn eða bara botna - frúin í breiðholti hún er með botn-hitara í sínum vísitölufjölskyldubíl - brilljant tæki í þessum kulda!!!! Skyldi gengið í grafarholtinu vera með svoleiðis í sínum nýja vísitölubíl?

Annars hefur ég röflað um kuldann síðustu dag og ég held ótrauð áfram. Þessi kuldi er að ganga frá mér. Vöðvabólgan mín sem hefur verið til friðs síðustu mánuði (þökk sé nordica-spa) er farin að láta á sér kræla og það hressilega. Er gjörsamlega að drepast í öxlunum - illt í hausnum stöðugt og ef vel er að gáð þá sé ég litla svarta depla þegar ég er sem verst. Er búin að pannta mér tíma hjá doksa og ætla að væla út einn skammt af voltarin - bara svona aðeins til að hjálpa. Ég er ekki vön að væla út pillur, ja líklega þarf ég ekki að væla þær út :-)

Næst á dagskrá - halda áfram að vinna!!!

later gater

p.s. það er víst dagur íslenskrar tungu í dag, ég tók þátt í getraun hér í vinnunni og ælta að vinna - fullt fullt af bókum :-) En í tilefni dagsins - lítið fram hjá slettum og örðum óföguði!

Nov 15, 2006

vegna kuldans...

...síðustu daga datt mér í hug að flytjast búferlum til Afríku til að studna sebrahesta búskap - þar er alltaf hlýtt. En kannski eru sebrahestar bara ekkert skemmtilegar skepnur sem og erfitt var með flug til Afríku í gær svo ég hætti við.

Næsta skref var að fara í Kringluna í hádeginu í dag og kaupa mér peysu af því að mér er alltaf kalt - nei nei, fann ekki eina einustu peysu þar sem mig langaði að eyða peningum eins og mér finnst gaman að eyða peningum :-/

Þá er næsta ráð að skella sér í Skátabúðina og kaupa eins og tvo svefnpoka og athug hvort að konan í 109 getur sniðið þá saman og gert að hlýjum útigalla :-// Nei - líklega ekki smart!

Vera heima undir sæng með ofnana á fullum styrk?? Veit ekki - það eina sem ég veit núna er að mér er KALT!!!

Þar til næst
kulda-kveðjur


Nov 14, 2006

Kalt og meira kalt

ég geri mér alveg grein fyrir því að ég bý á Íslandi - en einhvernvegin verð ég alltaf jafn hissa þegar fer að kólna! Ég efast ekki um að það eru fleiri sem verða jafn hissa og ég.

Gleymir maður svona á milli ára, er það með aldrinum sem maður verður gleymnari? Æjj, ég veit ekki - eina sem ég veit núna að mér er kallt og þá er sama hvort ég er úti eða innï!

þar til næst
ciao

Nov 12, 2006

þessi helgi var ekki...

...áfengislaus.

Meira um það síðar - eða bara ekki meira um það :-)

later

Nov 11, 2006

er bókstaflega næstumþví

hoppandi hér um ganga Háskólans í Reykjavík eins og fjallahind!! En að öllu gamni sleppt þá líður mér þvílíkt betur í bakinu og er öll að koma til :-)

Annars er ósköp lítið að gerast hjá mér og mínum. Ég vinn, örving er í skólanum og fótboltanum - engin slys á honum síðustu vikur sem betur fer :-)

Jólin nálgast - ég veit ekki alveg hvernig ég á að höndla þau, en koma tímar koma ráð. Langar samt ekkert sérstaklega til að halda jól - en maður verður víst að halda áfram lífinu þrátt fyrir að aðrir kveðji.

þar til næst
ciao

Nov 9, 2006

getur maður haft hamskipit??

sneri mér mjög snöggt við í dag og voilá - fékk svoleiðis tak í bakið að það hálfa hefði verið miklu meira en nóg!

Líð gjörsamlega vítiskvalir!

Var engu að síður heppin - mjög heppin að einn MBA nemandi er sjúkraþjálfari og var akkúrat á vappi um gangana rétt eftir að þetta gerðis. Það varð hrópað út sos neyðarkall og hann mætti galvaskur og tók létta skoðun á mér - lét mig lyfta upp fótum til skiptis sem ég átti frekar erfitt með.
Í næstu frímínútum kíkti hann aftur á mig og ákvað að skella mér upp á borð inni í einni kennslustofunni og lét braka hressilega í mér - það dugði þó ekki til, en ég er a.m.k. ekki verri.

Bossin stakk upp á að fá einhvern til að koma með morfínsprautu fyrir mig á morgun - það er nú lænkir í MBA náminu, kannski hann geti fixað mig - heheheheheheh

þetta hlýtur að lagast fyrr en seinna!

og þar til næst
ciao

Nov 5, 2006

áfengislaus helgi

líklega ein af fáum næstu tvo mánuði - eða þannig! Húrra fyrir pylsugerðarmanninum :-)

Dagskrá komandi helga er svo þétt skipuð að mér nánast hrýs hugur við að hugsa út í þær - líklega best að hugsa ekki neitt og taka bara þátt!

Annars flott helgi.

Fór með Hjördísi á Vegamót að borða og svo í Þjóðleikhúsið á föstudag. Sáum Pétur Gaut. Snilldar verk - frábærir leikarar. Að fólk geti bara lætr utan af tvo klukkutíma af tali er aðdáunarvert.

Annars var bara þetta venjulega um helgina - vinna og hitta hina og þessa vini og ættingja - allt hvert öðru skemmtilegra fólk :-)

later

Nov 2, 2006

Svona til að árétta eitt

þá er ég að fara til Köben í næsta mánuði :-)

later!

Nov 1, 2006

fyndnasta frétt dagsins

Ég verð að viðurkenna að það klagar akkúrat ekkert upp á mig að kallinn á gönguljósunum sé karl en ekki kona. Enda er fígúran frekar unisexleg í útliti - það er ekki eins og það hangi tippi niður á milli fótanna á "kallinum" og við konur göngum jú flestar og oftast í buxum a.m.k. nærbuxum!

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1231981

Skyldi Bryndís komast á spjöld sögunnar fyrir þetta????

Later

vei vei vei vei

örving er orðin frískur - ekkert botnlangavesen :-)

Ég tók svo stóran vítamínskammt að ég hristi af mér væntanlega pest með nokkurm fjölvítamín, auka skammt af C og B sem og hressilegu magni af Omega 3 - 6 - 9. Húrra fyrir mér!!!!!

Annars ekkert títt.

Ætla að gerast menningarleg með meiru á föstudaginn og skunda með kaupfélagsstjórnaum í hverfinu í leikhús. Ætlum að sjá Pétur Gaut.

Það verður gaman :-)

Svo er það bara vinna, vinna og meiri vinna

later

p.s.
ef einhver veit um einhvern sem vill kaupa rosalega sæta rauða 1 árs gamla Nissan Micru, sjálfskipta og bara keyrða 6.500 kílómetra þá má hinn sami hafa samband við mig hið fyrsta!

Oct 30, 2006

af iðrakvefi og öðrum kvillum

endanlegur úrskurður um veikindi örving eru iðrakvef af verri sortinni! Það sagði a.m.k. heimilislæknirinn áðan og ég treysti honum!

Drengur enn slappur með hita og magaverk - en ekkert í líkingu við það sem var á föstudag. Sem betur fer ekkert botnlangavesen í þetta sinn!!!!

Ég er enn og aftur að fá einhverja slæmsku í mig. Er orðin sár í hálsi og með dúndur hausverk. Hér á vinnustað mínum hafa menn verið að leggjast með hinar og þessar pestir síðustu daga, sem og að missa raddir svo að kannski að eitthvað af þessu hafi tekið lendingu í mér - en ég hristi þetta bara af mér, tek aðeins stærri skammt af vítamíni næstu daga!

Segi bara later gater!

Oct 28, 2006

í dag

er líðanin hjá örving mun betri og við erum a.m.k enn ekki farin aftur á spítalan - vonandi er þetta eitthvað annað en botlanginn.

Lítur allt mun betur út í dag :-)

later

Oct 27, 2006

síðasta helgi -vikan - dagurinn - læknavaktin - bráðamóttaka

Síðasta helgi var frábær! Fékk hér góða gesti í mat síðasta laugardag. Veislan gekk alveg brilljant, frábært félagsskapur og maturinn tókst svona líka ljómandi vel :-) Stefán yfirsósugerðarmaður var mér innan handar og bjó til þessa líka ljúffengustu sósu - takk fyrir hjálpina :-))
Vínið bragðaðist frábærlega - allar tegundir!!

Takk fyrir komuna krakka - þið voruð frábær :-)

Svo tók bara annasöm vika við, nóg að gera í vinnunni eins og áður og alltaf jafn gaman. Veit ekkert betra en þegar nóg er að gera og allt í fullu swingi!

Gærdagurinn og dagurinn í dag voru doldið heví en ekkert sem venjulegt fólk ræður ekki við!

Örving fékk brjálæðislegan magaverk í Smáralind í gærkvöldi (fimmtudag) - ég sagði honum nú bara að harka þetta af sér, væri líklega bara skítastingur. En svo kom nóttin og ekki tók við mikil hvíld - vöktum saman í verkjaköstum. Sofnuðum svo undir morgun og örving fór ekki í skólann.
Örving versnaði og versnaði af verkjum eftir því sem leið á daginn - þegar ég kom heim úr Laugum eftir nudd og dekur með Ástunni minni þá leist mér ekkert á drenginn. Skellti mér með hann á læknavaktina.
Greyið mitt emjaði af vekjum á leiðinni og rétt komst inn í húsið. Læknirinn tók strax á móti okkur og leist ekki vel á stubb - taldi þarna botlangabólgu á ferð og sendi okkur sem leið lá niður á bráðamóttöku barnaspítala - hann fékk meira að segja ferð í hjólastól út í bíl frá læknavaktinni þar sem hann gat varla gengið fyrir verkjum.

Við komum svo á barnaspítalann og þá var drengur alveg frá af verkjum og læknalið kallað út - nánast farið að undirbúa hann fyrir uppskurð. Ennnnn þá brá af kauða og verkirnir linuðust - ákveðið var að bíða til morguns og senda okkur heim í bili. Við eigum svo að mæta 9 í fyrramálið til að endurmeta stöðuna, þ.e. ef hann verður enn með þessa verki.

Sem betur fer endaði þetta vel í kvöld - ég vona bara að þetta endi ekki í botlangaskurði!
Vonum það besta

later

Oct 24, 2006

í dag mæli ég með

úlpu, húfu, trefli, vettlingum og föðurlandinu!

Það er ansi mikið kallt og því finnst mér að allir eigi að klæða sig skynsamlega og draga upp vetrarflíkur :-) og þá er ekki verra að það séu merkjaflíkur - hehehehe

Oct 20, 2006

hinn dagurinn

er í dag!

Gleðilegan föstudag :-)

Spennandi tímar framundan næstu daga. Ég hef t.d. ákveðið að fara í helgarfrí frá og með klukkan c.a. 13:00 í dag - sem þýðir að ég rölti mér út klukkan 15:00 eða svo ;-)

Hef miklar áhyggjur af einu :-/ sá pólverja í litlu fallegu búðinni okkar í litla sæta hverfinu okkar - skyldu þeir vera fluttir í hverfið? Ég leyfi mér að efast um að til sé nógu drungalegar og pervisnar vistarverur sem þeir geta átt heima í hverfinu MÍNU - pólverjar búa alli sjö til tíu saman í eins til tveggjaherbergja íbúðarholum í breiðhotltinu, a.m.k svo segja þeir í fjölmiðlunum. Ég er viss um að þetta var einhver misskilningur hjá mér - líkega voru þetta bara íbúar af Skildinganesinu í grímubúningum - ha, ég bar vona það sko ;-)

Hef lítið annað að segja í bili en GLÆSIBÆR! (fékk þetta snilldar orð í e-pósti í gær og svei mér þá ef þetta orð mun ekki leysa af hólmið orðið GRÚVÍ sem ég hef notað í tíma og ótíma síðustu daga.

Eigið góða helgi kæru lesendur nær og fjær. Er reyndar farin að efast um að einhver lesi þetta bull mitt, a.m.k. eru það voða voða voða voða fáir og þeir flestir allir skoðanalausir haahahahaha!

later gater

Oct 19, 2006

á morgun er..

... hinn dagur vikunnar! Hef komist að þeirri niðurstöðu að það eru bara tveir dagar í vikunni, mánudagur og föstudagur!
Tíminn líður svoooo hratt - ég veit, ég er stöðugt að röfla um þetta hér en þetta er nú bara svona.

Eins og einhver sagði - tíminn líður svo hratt að það er alltaf Þorláksmessa!!! Líklega mikið til í því!

Annars er matarboðið skemmtilega á laugardag - mikill spenningur í gestahópnum um hvað verður í matinn - það verður a.m.k. þríréttað :-)

þar til næst

að fara snemma að sofa...

... er greinilega allra meina bót!

Skellt mér undir sæng fyrir klukkan 20 í gærkvöldi, sofnaði í einum grænum og vaknaði ekki aftur fyrr en í morgun - endurnærð og laus við allt sem heitir pest!

Oct 18, 2006

pest

svei mér þá - held ég sé komin með pest! Vona samt ekki, ætla að skríða undir sæng og sofa þar til í fyrramálið - þá ætti a.m.k. hausverkurinn að vera farin!

Kannski að maður splæsi bara í pillu eða tvær!

later

Oct 16, 2006

og enn eina ferðina...

...mánudagur!

Af afrekum helgarinnar:

Ekki mörg né mikil en og þó samt eitthvað!

Föstudagsrannsókn:
Ég og Kriss gerðum rannsókn á því hvað mikið af Reyka vodka við gætum drukkið án þess að drepast.
Niðurstöður: einn líter saman! Kilikkun - ég veit :-)

Laugardagsrannsókn:
Myndir Capote
Niðurstöður:
Snilldar góð mynd - en doldið hæg á köflum!

Sunnudagsrannsókn:
Reyndi að elda mat fyrir 10 manns og fór í bíó að sjá The Queen - nöfnu mína ;-)
Niðurstöður:
Gekk stórslysalaust að elda - fyrir utan sveppasósuna sem brann föst við pottinn, nú er míní útgáfa af ódáðarhrauni fast við botninn á fína fína IKEA pottinum mínum!!! Ég sem ætlaði ekki að fara í þetta nýja IKEA flæmi ever - but a girl got tú dú what a girl has to dú!
Bíóferð - snilldar mynd, Helen Mirren fer á kostum sem nafna mín á erfiðum tíma hjá bresku konungsfjölskyldunni.
Ennnnnnnnnn - það eru sko ekki allir sem geta gert það sem ég gerði í bíóinu! Í hléi tóks mér að misstíga mig á einhvern undarlegan hátt og ég fleytti kellingar niður tröppurnar í stóra sal Háskólabíó - valt þarna niður eins og snjóbolti!
Geri aðrir betur!

Heildarniðurstöður helgarinnar - Skemmtileg og gefandi!!

Góðar studnir

Oct 13, 2006

komin helgi

einn eina ferðina :-)

góðar stundir!

Oct 12, 2006

sá sem heldur því fram...

...að peningar færi manni ekki hamingju er asni! A.m.k. það sem maður getur keypt fyrir peningana færir manni hamingju!

Ég var t.d. að koma heim með fullan poka af hamingu og brosi í hringi núna - næstum því kleinuhringi!

lifið heil

svakalega..

... er þetta þreyttur dagur eitthvað og allt gengur svooooo hægt. Á eftir að klára milljón og einn hlut hér í vinnunni áður en ég get farið heim :-/

Hef val um að vera hér lengur eða mæta 6:30 í fyrramálið og reyna að klára allt í stressi - niiiiiiii, held ég hangi hér bara aðeins lengur og klári.

Svo hef ég heitið því að fara snemma að sofa í kvöld - geri það reyndar alla daga en nú skal ég standa við það!

later

Þá er loksins komin fimmtudagur

sem mér finnst alveg hreint frábært því að næstur í röðinni er föstudagur - það er minn uppáhalds dagur. Vinnuvikan búin og helgin framundan.

Reyndar er það nú þannig að helgarnar líða svo hratt að maður rétt nær að blikka augunum og þá er kominn mánudagur - en á móti kemur að vikurnar eru farnar að líða líka svona hratt, maður snýr sér við og búmm - kominn föstudagur aftur!

Það verða komin jól áður en maður veit af, já ekki bara jól heldur páskar, vor, sumar og haust!

Talandu um jól - þá ætla ég að brega undir mig betri fætinum rétt fyir jólin og skella mér til kóngsins Köben með my best friend Kriss og hans stórfjölskyldu - mun að sjálfsögu nota tímann og hitta Ástu mína og hennar familíu, nema hvað!

En aðal tilgangur þessarar ferðar er að kaupa jólagafir, þær örfáu sem ég þarf að kaupa, auðvita versla smá á mig og örving og númer eitt, tvö og þrjú - fara í julefrukost að dönskum hætti - namm namm namm

þar til næst
ciao

Oct 11, 2006

the devil wears Prada..

...nei, ég á ekki við mig - hahahahaha

Ég fór í síðustu viku og sá þessa mynd og ég get alveg mælt með henni. Hún kemur í bíó bráðlega - ég fékk sko að fara á forsýningu :-)
Nældi mér í bókina í New York í sumar - hló mikið þegar ég las hana og var doldið skeptísk á bíómyndina en hún stóð alveg undir væntingum!

Meril Steep var alveg frábær í þessu hlutverki - alveg eðal tæfa!

Svo kom auðvita fyrir uppskrift að megrunarkúr, þetta er jú saga úr tískuheiminum!

En s.s. kúrinn hljómaði svona:
persóna 1: ohh - you look so thin!
persóna 2: Thank you - I have been on a diet, I do not eat any thing but when I am about to faint I eat a cubic of chees!!!!!

Snilldar kúr eða þannig :-)

later

Oct 10, 2006

í dag er hátíð

því þann 10.10.1919 fæddist faðir minn á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfriði. Það var happadagur fyrir íslenskuþjóðina því annar eins öðlingsmaður er vandfundinn.

Til hamingju með daginn!

kæru lesendur
góðar stundir

Oct 7, 2006

svei mér þá...

... ef mér leiðist ekki meira núna en síðasta laugadagskvöld - spurning um að gera eitthvað gáfulegt í málunum :-/

Ætti kannski að drífa mig bara e-ð út? Já, ég held það bara :-)

Later

Oct 6, 2006

...eins og einhver sagði

...fyrir margt um löngu:
Thank god it is friday!!!!

Eigið góðar stundir :-)

Oct 5, 2006

Melaskóli 60 ára...

...og allt fullt af fólki og nánast EKKERT skipulag! Só só só sorry - ég get bara ekki orða bundist.
Klukkan 15 í dag voru öllum nemendum, foreldrum þeirra sem og gömlum nemendum skólans í þvílíka kraðakið sem myndaðist. Skemmtilegu skemmtiatriðin sem nemendur skólans höfðu æft vel og lengi nutu sín enganvegin þar sem það var hreinlega ekki pláss fyrir þá sem vildu horfa á. Allt of heitt og svo videre. Ég lét mér nú detta í hug að nær hefði verið að fá íþróttasal Hagaskóla fyrir skemmtiatriðin og fólk hefði svo getað rölt yfir í Melaskóla til að skoða sýningar á verkefnum nemenda, gæða sér á veitingum og sýna sig og sjá aðra.
Kannski ekki eina rétta lausnin - en þetta bara var ekki að gera sig.
Afmælisveislan bar örlítinn keim af framboðsslag - þarna sprönguðu um möguleigir og ómögulegir frambjóðendur í komandi prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu - spennandi! Ég ælta nú samt sem áður að gera ráð fyrir því að þessir einstaklingar hafi verið gamlir nemendur eða eru foreldrar núverandi nemenda skólans.

Engu að síður - Til hamingju með árin 60 Melaskóli!!!! Og nýja, fyrsta skólasönginn - hann er bara nokkuð svalur :-)

Örving stóð sig eins og hetja þegar hann "mæmaði" með kór 6. bekkjar - hann er eins og mamma sín, getur ekki sungið, hahaha.
Síðan tók hann snúning með bekkjarsystur sinni og þar var hann algjörlega á heimavelli - takturinn ótrúlega flottur og svalur - líka alveg eins og mamma sín!!!!

Þar til næst
ciao

Oct 3, 2006

skil ekki eitt...

...það er nánast aldrei neinn sem tjáir sig í þetta ótrúlega flotta og sniðuga skoðanakerfi á síðunni.
Égbaraskilidekki :-/

Oct 2, 2006

úp deit

ég náði markmið síðustu helgar - ég gerði EKKERT nema að ná úr mér pest, tókst bara svona ansi vel!

Að örðu. Fljúgandi PS2 vélar? Nei, síðast þegar ég vissi þá hoppa þær ekki sjálfa út á gólf um miðjar nætur en vélin sem örvin á tók nú upp á þessu síðustu nótt.
Þegar húsmóðirin var rétt að festa svefn seint og um síðir aðfaranótt mánudags þá hrökk hún upp við skell. Og viti menn - PS2 vélin lá í gólfinu! Hver var í heimsókn???

Mér er þetta óskiljanlegt! Ef einhver hefur svör þá má hinn sami setja sig í samband við mig. Takk

þar til næst
ex-skrámur

Sep 30, 2006

ó mæ ó mæ ó mæ

hvað mér leiðist.

Held ég sé barasta orðin nokkuð frísk fyrst mér leiðist svona óstjórnlega.

Mig laaaangar svo að gera eitthvað - en, nei - allir sem maður myndi vilja gera eitthvað með eru bissý, ekki á landinu, eiga ekki heimangengt eða eitthvað í þá áttina.

Ætli það verði ekki bara Englar Alheimsins á RÚV á eftir, þegar þessi magnaði skemmtiþáttur þeirra er búinn.

Held það ætti bara að leggja þetta RÚV niður fyrst frumlegheitin eru ekki meiri en þetta eftir 40 ára rekstur.
Þessi þáttur er eins og samsull af mörgum gömlum "skemmti" þáttum RÚV - samsull af Á tali, Á millli himins og jarðar og hvað þeir nú allir heita þessir ótrúlegu frumlegu og skemmtilegu fjölskylduþættir sem hafa verið á dagskrá á laugardagskvöldum á RÚV. Eða þannig - ég hefði líkega ekki gert þetta betur, en ég vinn jú ekki við þáttagerð á RÚV.

þá er það bara að poppa og undirbúa sig fyrir Engla Alheimsins!

later gater

ég vissi það...

...að KR myndi tapa - er hætt að vera KR-ingur!! (glætan)

so far so good

ég hef staðið við það sem ég sagði í gær - hef ekki gert eitt né neitt það sem af er helginni. Að vísu er klukkan ekki orðin 11 á laugardagsmorgni, en ég stend við stóru orðin!

Kemur kannski ekki til af góðu, er með hita og beinverki svo ég fer ekki mjög langt frá fletinu. Á svona stundu er dásamlegt hvað örving á mikið af dvd myndum, því ég á ekki nema eina og ótrúlegt en satt - hún var lánuð til Danmerkur fyrr í sumar :-)

Örving ætlar hins vegar að taka helgina með trompi, skellti sér á uppskeruhátíð í KR og ætlar svo að fara og horfa á KR verða bikarmeistara í fótbolta síðar í dag.

Það efast auðvita enginn um að KR bursti þennan leik, tja nema kannsk ég!

kveðja
Skrámur

Sep 29, 2006

enn ein helgin í uppsiglingu

og ég ekki laus við pestina.
Ég verð að viðurkenna að ég skil hvorki upp né niður í því að það hafi virkilega enginn viljað taka þessu ágæta tilboði mínu um að fá hana senda með DHL. Það er cool að fá pakka með DHL, sama hvað er í honum - jú nó.

Það stefnir allt í rólega helgi með tilheyranid rúmliggingu til að losna við pestina. En líklega er best að spara stóru orðin - ég hef svo of lýst því yfir að ég ætli að taka lífinu með ró yfir helgina og svo ekki staðið steinn yfir steini með það.

Góða helgi góðir landsmenn nær og fjær - gangið hægt um gleðinnar dyr!

Ciao
Skrámur

Sep 28, 2006

pestin er enn laus..

... fyrir þá sem halda að þeir hafi misst af!!! DHL er í startholunum til að senda af stað nú þegar - áhugasamir hafi samband eigi síðar en núna!

kveðja
Skrámur

Sep 27, 2006

auglýsi hér með eftir...

...einhverjum sem er tilbúin að taka að sér hálsbólgu, hausverk og væga beinverki. Pakkinn verður sendur til viðkomandi honum að kostnaðarlausu með DHL.
ATH - ég þarf að losna við þetta sem allra allra allra fyrst!!!!!

kveðja
skrámur

p.s. til greina kemur að skipta pakkanum upp í fleiri smærri einingar, ef margir eru um herlegheitin, svo allir sem vilja geti fengið :-)

Sep 26, 2006

kodak moment helgarinnar





Þingvellir í allri sinni dýrð og örving í gufunni við Konungshver í Haukadal. Reyndar náðust nokkur fleiri móment á minniskubbinn - en þau eru of mörg til að setja hingað













Sep 25, 2006

helgin...

...var hreint út sagt ótrúlega skemmtileg :-)
Óvissuferð á föstudag með HR genginu.
Þingvellir, Gullfoss og Geysir á laugardaginn.
Partý á laugardagskvöldið.
Lambalæri with the works í kvöldmat á sunnudag.
Ferð í Bláa Lónið á sunnudagskvöldið.

Yndislegt í alla staði!!!!!

Sep 21, 2006

draumur í dós

mig langar í svona! Kannski ekki PSP fyrirbærið - get alveg sætt mig við að hafa góða bók og svo kannski eitthvað gott að drekka Posted by Picasa

Sep 20, 2006

efnilegur örving

Það verður ekki af örving tekið að hann á framtíðina fyrir sér - vorum svo heppin í London í sumar að Bush var "in town" og Tony hélt smá gathering fyrir Búss og auðvita vorum við boðin - nema hvað ;-) Tókum þessa skemmtilegu mynd við þetta tækifæri!

fyndið?

kannski finnst ykkur það ekki, en mér finnst doldið skondið að erfinginn er farin að safna Friends þáttunum. Á orðið núna 4 seríur og getur gapað á þetta í tíma og ótíma - hann hlær endalaust að þáttum sem voru komnir í framleiðslu áður en hann fæddist. Ef ég man rétt var byrjað að framleiða þá 1994, en kannski er minnið að bresta - maður er jú orðin svo aldraður!!

Held einhvern vegin að þetta hefði ég ekki gert. Ég var doldið á móþróanum. Þ.e. ef að ma & pa sögðu mér að eitthvað væri rosalega skemmtielg og þau hefður lesið/hlustað/horft á það áður en ég fæddist eða þegar ég var lítil þá bókstaflega beit ég það í mig að viðkomandi fyrirbæri skyldi ég aldrei horfa á, lesa eða hlutsta á. Dem hvað ég hef verið leiðinlegur krakki - alltaf með vesen.
Þetta er munurinn á mér og syninum - hann hlustar á mömmu sína og trúir því að ég hafi alveg geggjaðan smekk á sjónvarpsefni, bíómyndum og tónlist - hahaha
Kannski hefur það líka áhrif að ég er í dag ekki orðin jafn gömul og mamma mín var þegar ég fæddist - gæti haft áhrif, tja, maður veit ekki

á maður afturkvæmt...

...eftir að hafa ekki skrifað hingað staf í marga mánuði???

Tja - ég held það barasta.

Það er svo sem ósköp lítið að frétta - maður tekur þetta einn dag í einu, skynsamlegast.
Svo er þetta bara þessi venjulega rútína, sofa, vinna, sofa, vinna - eða svona næstum því ;-)
Segi það ekki að maður taki ekki smá skrensa öðru hvoru - en ekki eins og áður. Nei það er bara ekki til úthald til að gera það!

Svona það helsta sem hefur á daga mína drifið síðan í maí er að við erfinginn fórum saman í frí til London og Parísar í júni, áttum frábæra ferð í alla staði. Frábært veður, skemmtilegt fólk sem við hittum og síðast en ekki síst frábær ferðafélagi :-)

Svo fór kellingin í skeppitúr til New York í júlí - það var svo stutt ferð að það telst eiginlega ekki með .-)

Tók svo 4 vikur í frí í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi - family time.

Nú er lífið komið í sinn vana gang. Erfinginn kominn í skólan, 6. bekk - enda varð hann 11 ára í sumar. Stór strákur.

Ég hef háleitar hugmyndir um þessa bloggsíðu - meira af þvi síðar, og þá meina ég ekki eftir 3 mánuði.

May 30, 2006

Ég veit, ég veit, ég veit

að ég hef ekki verið að standa mig hér. Alla hlutaðeigendur bið ég afsökunar - ég er bara engan vegin í gír þessa dagana til að halda úti bloggsíðu.

En fyrst ég er nú byrjuð - þá var æðislegt í París og ég veit að það verður alveg jafn gaman í næstu ferð þangað sem verður núna í næsta mánuði!

en þar til næst
ciao

May 8, 2006

í dag..

...var ég heppin. Ég er aldrei heppin, nema í dag.

Fékk símtal frá Mastercard - fékk hnút í magan og hugsaðí með mér að bankinn hefði gleymt að skuldfæra júró reikninginn - en nei ekki það. Þá hélt ég að það væri út af þessari ferðaávísun sem ég var að röfla yfir í morgun - nei ekki það heldur.

Ég var s.s. heppin - ég vann ferð. Já þið lásuð rétt - ég vann ferð. Enga leiðinda ferð til Loðmundarfjarðar með tjald og prímus - ó nei! Ég er að fara til Parísar á ÚRSLITALEIKINN Í MEISTARADEILD EVRÓPU - ARSENAL vs. BARCELONA NÚNA Í NÆSTU VIKU!!!!!!!!!!!!!!!!
Flýg út á mánudag og kem heim á fimmtudag - flug, hótel og miði á leikinn - fyrir tvooooooo.

Ótrúlegt hvað maður á marga vinin núna sko!

En ákvað að bjóða "vini" mínum með mér - á reyndar eftir að koma í ljós hvort hann getur fengið sig lausan úr vinnu en ég krosslegg fingur og vona það besta!

Hef enn ekki sagt "örving" frá þessu - veit að hann verður doldið svektur að fá ekki að fara með - en hann er nú að fara með mér til Parísar í næsta mánuði svo það verður bara að hafa það - hann verður bara að bömmerast litli kallinn minn.

Ef að "vinurinn" kemst ekki með þá er ég búin að ákveða hvaða manneskju ég ætla að bjóða - læt ekki meira uppi um það hér :)

c'est tout
ciao

May 6, 2006

Gleymdi einu...

... held reyndar að hún lesi þetta nú ekki en
Til hamingju með ammlið Rúna mín.

komin tími til að halda áfram...

...að blogga hér.

Lífið heldur víst áfram og engin ástæða til að hætta þessu bloggi - það er nú svo ótrúlega skemmtilegt, ekki satt :-)

Jarðaförin afstaðin fyrir rúmlega viku, gekk eins vel og hægt var.
Mamma hafði nú alltaf sagt að enginn myndi fylgja sér - hún hafði nú ekki rétt fyrir sér í þeim málum blessunin, Dómkirkjan var stútfull af fólki sem vildi votta henni virðingu sína.

Ég hef snúið aftur til vinnu og erfinginn í skólann. Hann er nú ósköp brotinn lita krúttið mitt - ég reyni mitt best til að halda utan um hann og hjálpa honum í gegnum þetta. Hann þarf bara sinn tíma eins og við hin.

Ég og "örving" erum að fara að leggja land undir fót í næsta mánuði. Ætlum að heimsækja nöfnu mína drottinguna í Englandi - veit hún tekur vel á móti okkur. Nú ef hún er með stæla og þykist vera bissý þá bara fer ég til Rúnu vinkonu minnar og hennar fjölskyldu - hún mun taka vel á móti okkur :-)
Svo er meiningin að skella sér undir Ermasundið og dvelja í París í nokkra daga.
Erfinginn hefur hvorki komið til Englands né Frakklands áður svo að þetta verður upplifelsi fyrir hann.
Hann er á fullu að skipuleggja og só far er hann búin að ákveða að kaupa sér FIFA world cup leik fyrir psp - hmmmmmm, ég sagði honum að finna eitthvað skemmtilegt fyrir okkur bæði að gera.
Ohh hann er svo mikið yndi - tölvur og fótbolti er lífið.

Hann er ekki alveg að skilja hví hann þarf að vera í þessum skóla og læra hvar hinar og þessar ár eru á landinu og hvað þær heita eða læra þessi ljóð - en hann getur þetta vel og ég er alveg ótrúlega stolt af honum hvað hann hefur staðið sig vel í skólanum síðustu vikur og mánuði.

Annars skemmtilegur dagur í dag - HR skvísu hittingur hjá ál-konunni. Það er alltaf svo gaman að koma heim til hennar, hún á svo huggulegt heimili og félagsskapurinn er nú ekki af verri endanum - þessar yndislegu stelpu skjátur sem voru með mér í viðskiptafræðinni - alveg brilljant allar sem ein!

That is it for now
Ciao

Apr 20, 2006

erfitt

móðir mín lést í gærkvöldi, hún hefur fengið hvíldina hún elsku mamma mín.

Apr 15, 2006

það þarf ekki mikið...

... til að gleðja mann.

Ég var hjá mömmu áðan og hún opnaði augun - ég spurði hana hvort hún gæti kreist á mér hendina - og hún tók aðeins í og ekki bara einu sinni heldur tvisvar.

Vonandi er þetta á réttri leið núna.þó ekkert sé öruggt enn.

En segi bara Gleðilega Páska!

föstudagurinn langi er alltaf..

...langur. Föstudagurinn langi þetta árið var engin undartekning. Hann var sá lengsti sem ég hef upplifað.

Spítalinn hringdi í mig um nóttina og þá var búið að flytja mömmu á gjörgæslu - henni hafði versnað mikið.

Hún er þar enn - en við höldum að hún sé örlítið betri, a.m.k á hún ekki eins erfitt með andardrátt og þarf ekki lengur súrefni. Hún er komin með sýkingar og lungnabólgu og fær mikið magn af sýklalyfjum núna. Vonandi eru þau að virka og hún að vinna á sýkingunum. Það er þó ekkert öruggt enn - þetta er enn mjög tvísýnt.

Við biðjum, biðjum um kraftarverk.

Apr 13, 2006

ekki góður dagur í dag

ég vona að morgundagurinn verði betri - það er þó ekkert öruggt.

Ég vildi að tíminn liði ekki svona hægt. Ég vildi að ég gæti gert eitthvað. Ég vildi að einhver gæti gert eitthvað.

Tilhugsunin um að ég eigi e.t.v. aldrei eftir að setjast niður með mömmu og spjalla, hlæja og tala um allt og ekker er sárari en orð fá lýst - að geta kannski ekki sagt henni hvað mér þykir óendanlega vænt um hana, að hún sé akkerið mitt og styrkur í lífinu - án hennar væri ég ekki sú sem ég er í dag. Ég vonast eftir kraftarverki.

Apr 10, 2006

tíminn líður hægt

þegar maður er að bíða eftir að eitthvað gerist - mér finnst tíminn ekki líða.

Vonandi gerist eitthvað gott bráðum

Apr 6, 2006

skjótt skipast veður í lofti

...og skammt er stórra högga á milli - held ég fari nú rétt með þessa málshætti. En eins og staðan er í fjölskyldunni núna þá eru þeir orð að sönnu.

Ég óska þess að allt fari vel - og vona það besta

update síðar

Mar 31, 2006

Gleðilegan föstudag...

...kæru vinir nær og fjær. Það er enn og aftur kominn föstudagur og helgin bíður!

Glaumur og stanslaus gleði alla helgina eða þannig :-) Vinna í bland við gleðina líka.

Kannski maður skreppi í bæinn og kaupi sér skó - hmmm, eða hvað??

Læt vita um ævintýri helgarinnar síðar
Ciao

Mar 27, 2006

helgin búin..

...og þessi líka skemmtilega helgi!

Frábær árshátíð - langt í frá að vera sjálfshátíð, bara brill!

Ammælishátíð á laugardaginn - alveg brill! Þið sem komuð til mín - takk fyrir komuna og takk fyrir mig!

Í dag fór ég til læknis - hef enn ekki náð úr mér pestarhelvítinu sem hefur verið að hrjá mig síðan í byrjun mánaðarins - ég fékk sýklalyf. Vonandi hjálpar það - er búin að fá nóg af þessu ástandi.

þar til næst
ciao

Mar 24, 2006

Hún á ammæli í dag, hún á ammæli í dag

hún á ammæli hún Hjördís
hún á ammæli í dag!

Veiiiiiiiiii, veiiiiiiiiiiii, veiiiiiiiiiiiiiii

Til hamingju með daginn elsku elsku vinkona - hvenær sem þú nú sérð þetta!

Vonandi njótið þið lífsins í Köben

knús frá okkur familýunni

á morgun er...

...árshátíð. Eða kannski sjálfshátíð? Veit ekki hvað það verður en án efa verður brjálað stuð :-)
En á laugardaginn verður alveg móst deffenetlý sjálfshátíð hér í skerjafirðinum!!!

Bara gleðilegan föstudag alle sammen og njótið helgarinnar!!!

Mar 22, 2006

að telja fram..

...til skatts er að verða tímaskekkja. Árið 2006 þar sem nánast allt er orðið forskráð og upplýsingar rafræna.
Ég hlakka til þess dags þegar ekki þarf lengur að sitja yfir þessari gleði! Sem betur fer er þetta nú orðið ansi þægilegt og sama og engin vinna við þetta. En skemmtilegt er þetta ekki - það er alveg nokkuð ljóst.

Bara mátti til með að koma þessu á framfæri.

Eins og ég hef tjáð mig um áður þá bara verð ég að ítreka þá skoðun mína að tíminn líður allt of fljótt.
Eftir 3 daga verð ég 34 ára gömul - grááááááááát! Það er svo sem ekkert svo mjög hræðilegur aldur en samt. Það þýðir að ég verð 35 ára eftir ár :-/

Tek þessu nú samt alveg með jafnaðargeði - en engu að síður er þetta að fara í pirrurnar á mér. Mér líður ekki 34 ára, mér finnst ég ekki líta út fyrir að vera 34 ára.
Kannki er það bara það að þegar maður stendur á einhverjum svona tímamótum þá fer maður að hugsa og það kann ekki að lofa góðu að hugsa of mikið.
Þegar ég lít til baka um kannski 15 ár og spá í hvað maður hugsaði þá þegar maður reyndi að ímynda sér hvar og hvernig maður væri staddur eftir 15 ár.

Og ohhh my god hvað ég er langt frá þeim stað sem ég ætlaði mér að vera á. Ekki misskilja mig - ég er mjög sátt við hvernig líf mitt er í dag. Ég hef afrekað eitt og annað sem ég ætlaði mér annað bíður betir tíma.
Stolltust er ég auðvita af erfingjanum - hann er yndi. Næst á eftir kemur háskólaprófið mitt - ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað það. Svo eru aðrir hlutir sem maður er líka stolltur af og enn aðrir sem maður er ekki stolltur af - ætla ekkert að telja þá upp hér!
Þegar á heildina er litið þá er ég bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna í dag. Þakklát fyrir það sem ég hef og á og það er meira en margur annar hefur og á.

Vá - maður er bara orðin sentimental - hehehehe

Vandamál sem ég er að reyna að leysa þessa dagana - hvað á að gefa mömmu í afmælisgjöf. Hvað gefur maður aldraðri móður sinni sem á allt og kaupir sér allt sem hana langar í?
Læt erfingann í málið með mér - hann fær oft góðar hugmyndir, well - ég finn eitthvað. Ef í harðbakkann slær - kertastjaki? Nóg til af þeim hér - en það má alltaf bæta við ;-)

þar til næst
Ciao

Mar 20, 2006

ég er enn...

...ástfangin af skónum - þetta stefnir í órjúfanlegt samband um ókomna framtíð!

helgin - skemmtileg - geggjað háhælaða hálsmenaboðið - takk fyrir mig :-)

Fórum að sjá hljómsveitina Drifskaft frá Blönduósi - kannski er réttara að tala um Jónsa í röngum fötum og Co :-) voða gaman

Sunnudagur frekar slappur en eðal humarhvítlauks ragú í matinn hjá haga hó.... - namm namm!

Mánudagu - vinna

þar til næst
Ciao

Mar 17, 2006

ég er ástfangin af...

... skóm, prada skóm.

ekki í fyrsta skipti og alveg örugglega ekki í síðasta skipti. Það besta samt við þessa ást er að ég Á skóna. Stóðst ekki mátið og fjárfesti í þeim - þeir verða eins og hálsmenið, búnir að borga sig upp á nó tæm :-)

later gater
ciao

Mar 16, 2006

nokkrar mínútur..

... í föstudag - jibbý!

Það er algjörlega kýr-skýrt að þessi helgi verður ekki eins og sú síðasta sem eytt var í bæli með kvef, hita og hor.

Skattagleði annað kvöld - well, hver veit - gæti orðið gaman líka ;-)

Laugardagur - kampavín, hálsmen og háir hælar, say no more! Komin með hælana og hálsmenið (men hvað það er huggulegt) Skundaði í kringluna í kvöld og fjárfesti í hálsmeni sem er BARA hipp & cool. Það mun vera alveg öruggt að það verður notað oftar en 15 sinnum og þá er það búið að borga sig upp. (Heimild: Hagfræði kaupaóðrar konu).

Þetta boð mun klæða mig ótrúlega vel - ekki nokkur spurning um það!

Merkilegur dagur á morgun - erfinginn fer í klippingu - það er eitthvað sem gerist því miður allt of sjaldan, krúttið er orðin eins og kelling. Hann hefur sínar meiningar um það hvar er smart að fara í klippingu og hvar er ekki smart að fara í klippingu - hann velur Center as the mother. Ohh boy - hann fer að vilja diesel gallabuxur og puma skó. (auðvita á hann svoleiðis - en enn óumbeðið)

Frú Grafarholt - ef þú lest þetta þá er ég á þeirri skoðun að það eigi að vera þema í gangi þegar að kvennasamkundan á að vera í holtinu! Hugmyndir - svart og hvítt, gamalt - nýtt, andstæður - þú og ég! Nei, djók - munið þið ekki eftir hljómsveitinni Módel - hahahahah. (smá useless infó - fyrsti geilsadiskurinn sem ég eignaðist var með þeirri hljómsveit!)
En að öllu gamni slepptu þá finnst mér að það eigi að vera þema - en hvaða þema, well það er nægur tími til að finna það út.

Samkvæmislíf er erfitt líf - föt, föt, föt, föt - mér finnst ég aldrei eiga nóg af fötum og vill sífellt meira. Mikill vill meira - eða þannig.

Núna - þreyttar táslur vilja fara að sofa - ég er sammála þeim :-)

Nokkrar mínútur voru í föstudaginn þegar ég byrjaði að pikka inn þetta taut mitt - nú er kominn föstudagur.
Gleðilegan föstudag

þar til næst
Ciao

Mar 15, 2006

það var mál til komið

að druslast á fætur sem ég og gerði í dag. Mér fannst ég reyndar ný sofnuð þegar símahelvítið pípti klukkan 6:50 - gat "blundað" alveg tvisvar áður en ég snaraði mér fram úr bóli og dreif mig í vinnuna, auðvita tók ég vítamínskammtinn fyrst :-)

Fattaði þegar ég kom í vinnuna að það var kynningarfundur fyrir MBA námið í dag og ég ekki beint dressuð til að hitta fólk - í bleikum puma :-/ well, þá bara fara heim og skipta!
Það skal viðurkennt að heilsan var kannski ekki alveg upp á sitt besta í dag og afköst eftir því.

Snatt í hádegi - keyra elskuna mína á Vox í sáttar-lunch, alveg ljómandi - hann var enn fullur síðan í gær þegar ég pikkaði líkið upp klukkan eitt á Grandanum. Hann var enn fyllri þegar hann hringdi og spurði mig hvort ég væri á ferðinni klukkan 19:30 - þá enn á Vox, en surprice - ég var að labba út úr vinnunni svo maður sótti byttuna. Byttan var á vestur-leið að fara að gæta systursona sinna - ég hefði ekki treyst honum fyrir dauðum hamstri í búri hvað þá meira - ohh, well hann skúraðist nú þokkalega upp eftir að ég stoppaði á bæjarins bestu og lét hann troða í sig tveimur með öllu og real kók með :-)
Úff - þessir drengir, hvernig verður þetta í Sitges í sumar - á maður að þora með þeim? Einn er slæm en þrír???

Erfinginn hefur verið alveg handfylli síðustu daga - ekki það að hann sé erfiður þessi elska æjjj hann er bara eitthvað svo vansæll þessi elska. Enginn fótbolti, skólinn ekki það skemmtilegasta - ohh það getur verð erfitt að vera 10 ára. Ég held að ég muni svo langt aftur - og þó :-/
Vonandi tekur þetta enda hjá honum - ég geri mitt besta til að hjálpa, maður er stundum bara svo vanmáttugur þegar kemur að pælingum 10 ára erfingja ;-)

Well - nóg af þessu.

Ég var víst búin að röfla um að ferðasagan frá Köben kæmi hingað inn, en að betur hugsuðu málið þá var þetta svona ferð - you had to be there - til að geta hlegið að þessu með okkur.
Er samt strax farin að skipuleggja næstu ferð - vona að það verði ekki of langt í hana - þið þarna úti (ég veit að þið kíkið nú stundum á skörunginn) enn og aftur takk fyrir skemmtilegustu helgi síðustu ára ef ekki áratuga - þið eruð frábær!!! - --stórt knús---



Látum fylgja mynd af sorglega borðinu og svo tvær í kaupbæti
















Mar 14, 2006

mér leiðist...

... að vera veik :-/

Maður hefði haldið að einhver takmörk væru fyrir því hvað hægt er að sofa mikið á sólarhring. En það er greinilega ekki - ég er eins og svefngenill hérna - sef og sef, en líklega er það besta meðalið.

Svo ég tali nú ekki um öll vítamínin - ég er að verða eins og versti pillusjúklingur, úða í mig vítamínum hægri vinstri. Fékk nett áfall þegar ég taldi 10 stykki í morgun, þar af 8 vítamín, restin geðlyfin ;-)

En gleðitíðindi dagsins eru að á milli blunda tókst mér að klára skattaskýrsluna mína. Komst að þeirri hrikalegu niðurstöðu þegar ég var búin að skrá allt inn að ég skulda helling í skatt :-(
Þá eru bara eftir 5 skýrslur - ætla að rúlla þeim upp í vikunni!

þar til næst
Ciao

Mar 12, 2006

í kjölfar..

...missi á röddinni kom flensan, með látum.

Alveg merkilegt hvað mér tekst að næla mér í hverja einustu pest sem flýgur yfir landið.

Farin aftur í bælið - þar til næst
Ciao

Mar 9, 2006

Missing...

Ég týndi röddinni í nótt...


...ef einhver rekst á hana er sá hinn sami vinsamlegast beðin um að láta mig vita hvar ég get fundið hana aftur!!!

Er þegjandi hás :-/

Mar 6, 2006

Köben...

... er bara lekker borg.

Öl, hlátur, smörrebröd, hlátur, gin, vodka, matur, hlátur, kampavín, meira öl og meira kampavín, og meiri hlátur....

Ferðasagan kemur seinna. Myndir - tja, þær fara í ritskoðun!

En þið þarna úti - takk fyrir mig! Hef ekki átt svona skemmtilega helgi ever before :-)

Bið að heilsa kyrkta kjúklingnum

Mar 2, 2006

föstudagur

þið sem þetta lesið - ég er farin til köben :-)

Góða helgi

ciao!

Ulrich dagur á morgun

staður - hótel nordica @ 1300 hour - langur dagur framundan og eflaust skemmtilegur líka. Sá reyndar að líklega þarf ég að horfast í augu við an asshole from the past - well, auðvita hræðist ég ekkert og mun takast á við það eins og mér einni er lagið :-)

Tók ákvörðun í dag - ætla að byrja að hitta Goran 3 í viku frá og með næstu viku í a.m.k. 4 vikur. Hittumst á morgun og setjum niður prógram - grrrrrrrr - það verður gaman :-)

Í gær - sprengidagur. Namm, namm baunasúpan hennar mömmu - slurrrrppppp. Ég held ég hafi étið mér til óbóta af þessari súpu, fór a.m.k í "feitu" gallabuxunum í vinnuna í dag, þær sem höfðu algjörlega verið teknar úr umferð. Á matseðli kvöldsins var salat með túnfisk og kotasælu - algjört prótín búst og eintóm hollusta.

í dag - öskudagur. Erfinginn fékk að fara með vinum sínum í bæinn, einn í strætó. Engin mamma til að súpervæsa. Ég var alveg á léttu tremma í símanum við erfingjan í tíma og ótíma. Fattaði að í öllu stressinu í morgun að ég hafði gleymt að ræða hvenær hann ætti að koma heim. Eitt símtalið var á þessa leið:

ég: hæ elskan, hafið þið félagar eitthvað rætt um hvað þið ætlið að vera lengi?

erfinginn: ha, við, nei - það held ég ekki. Er það eitthvað sem skiptir máli? ha?

ég: já það skiptir nú smá máli, þið getið ekki verið í bænum í allan dag. Villtu spyrja Sigga hvenær hann á að koma heim?

erfinginn: já já - bíddu (svo heyrist kallað Siggi, Siggi - hvænær átt þú að koma heim? Siggi svarar; ha, koma heim? ég veit það ekki - ætli við komum ekki heim svona fimm, fjögur eða eitthvað)

ég: (súpandi hveljur í símann) nei elskan það gengur ekki - þið verðið ekki í bænum í allan dag. Hringjumst á klukkan 12 - ha, ertu til í það? Ekki gleyma svo símanum heima hjá Sigga - gerðu það eskan, mundu eftir símanum.

erfinginn: já mamma - hringi í þig einhverntímann í dag og ég skal passa símann :-)
....... símtal búið!

Þessi elska - hann er svo mikill sauður og þá ekki beint forystu-sauður. Hann bara hleypur á eftir hjörðinni - elska hann samt út af lífinu og finnst hann dásamlegur í alla staði!

Annað samtal sem átti sér stað í bílnum þegar ég var að keyra hann til Sigga í morgun.

ég: eitt sem ég var að spá í elskan

erfinginn: jáááá mammmma

ég: sko, ef þú sko kannski myndir tína strákunum í bænum ertu þá alveg viss um að þú vitir hvar þú átt að taka strætó heim og númer hvað?

erfinginn: ha - taka strætó heim, ja er það ekki einhversstaðar niðri í bæ? Æj, já er það ekki eitthvað torgið eða eitthvað svoleiðis???

ég sauð hveljur - ekki í fyrsta né síðasta sinn í dag. Stoppaði bílinn og hleypti honum út heima hjá Sigga og lá á bæn alla leiðina eftir Hringbraut og Mikklubraut um að barnið myndi ekki tína strákunum í bænum. Það gerðist ekki - hann komst heim, alsæll með fullt af nammi og dóti í poka.

jæja - nú er kominn háttatími

þar til næst - ciao

Mar 1, 2006

parkódín forte

algjörlega rúllar við tannverk... segi ekki meir!

Annars tjáði tanninn minn mér það í gær að það væri bara "eðlilegt" að finna fyrir svona rótarfyllingu eins og ég um daginn - þannig væri nefnilega að límið sem er notað til að festa draslið sem troðið er í rótina ætti það til að fara út um rótarendann og hreiðra um sig þar fyrir utan og þá myndist bólgur sem valdi þessum líka skemmtilega verk. Nú er komið á aðra viku síðan askotans rótafyllingin var framkvæmd og mér er ENN illt :-(

Ég er að íhuga að taka upp nýtt tímatal og miða þá uppaf nýs tímatals, hjá mér og minni fjölskyldu, við fyrir og eftir rótafyllinguna!!!

Verð samt að fara að hætta að röfla um þetta hér - þessi síða fer að snúast einvörðungu um tannverk, tannlækna og viðgerðir á tönnum. Þetta gengur ekki!

Í dag er svo fyrsti dagurinn í heilsuátaki HR-ess, starfsmannafélagi HR. Voða fín þátttaka, allir í átak og ég með!

þar til næst - ciao

Feb 28, 2006

Tannlæknadagur í dag - aftur

Bara að deila þessu með ykkur :-/

Feb 27, 2006

enn ein vikan byrjuð

mánudagur enn og aftur. Ég fæ bókstaflega ekki leið á því að velta mér upp úr því hvað tíminn líður hrikalega hratt. Ekki á morgun heldur hinn er kominn mars-mánuður. Ótrúlegt alveg. Svo mætti næstum því halda að það væri komið vor a.m.k. viðrar eins og maí mánuður sé kominn. Erfinginn er alveg á því að það sé komið vor og sumarið bara rétt hinum megin við hornið. Honum brá ótrúlega þegar ég sagði honum að það gæti alveg farið að snjóa og allt farið á kaf á einni nóttu :-/

Lífið annars bara nokkuð ljúft. Helgin fín.

Ég er hætt að segjast vera hætt að fara út á lífið. Skoðaði mig aðeins um í miðbænum eftir útskriftina hjá meistaranum í mannauðsstjórnun. Kom við á Tapas með Kjötsúpunni og fékk mér "surprice" tapas - mmmm, hrikalega gott. hélt reyndar að ég hefði bara panntað humar og naut en það slæddust með nokkrir aðrir góðir - þá var þetta s.s. eitthvað surprice dæmi! Já og auðvita teiguðum við hvítt með :-) Litum inn á Thorvaldsen, Ölstofuna og Rex - jakk, þetta er alltaf sama súpan og sama fólkið! Frú Seljahverfi var líka á ballskónum og hitti okkur. Hún bauð svo í kynnisferð á GrandRokk - what a búlla! Það hékk þó á barstól Huldumaðurinn - ég þekkti hann nú ekki í fyrstu en svo rann upp ljós :-)
En það var hrikalega gaman - hitti fínu konuna úr ofanleitinu á Rex og það var sko alveg hægt að hlægja með henni as always :-) Hélt að klukkan væri rúmlega 3 þegar ég kom heim en neiiiiiiiiiiiibbbsss - hún var rúmlega 5 - well, times flyes when you are having fun eins og einhver sagði.

Skveraði mér svo með erfingjann í afmæli hjá Hrafnhildi Birnudóttur - þvílíkar kökur og kræsingar. Bragðið af súkkulaðikökunni góðu er enn í fersku minni. Takk Börní - mega kaka alveg sem og allt hitt :-)
Erfinginn kættist mikið yfir enska bikarnum um hlegina - hans menn unnu! Tóm gleði.
Ekki alveg jafn mikil gleði yfir tónmenntarverkefni sem hangir yfir hausamótunum á honum en gleðin tók aftur völdin í dag þegar hann fattaði að það er frí á miðvikudaginn og hann fær gálgafrest til föstudags.

Annars annasamar vikur framundan bæði í vinnu og einkalífi. Aðallega samt vinnu - líklega verður ekkert einkalíf. Svo sem ekki eins og maður eigi mikið svoleiðis hvort eð er þannig að ég lifi það af.
Ef einhver veit um það sem ég er að leita að þá má viðkomandi láta mig vita!

en þar til næst
ciao

Feb 22, 2006

eru tannlæknar...

... vondir upp til hópa eða erum það við sjúklingarnir sem erum alveg vonlausir og heimsækjum þá allt of sjaldan???

Sennilega er þetta allt okkur að kenna - en mér fannst nú minn samt doldið mikið vondur í dag! Fór í seinni tímann í rótafyllingu, ohh men hvað það var vont. Samt deyfð í bak og fyrir. Minn tannlæknir má sko eiga það að hann er snilli þegar kemur að því að deyfa - finn aldrei fyrir neinu :-)

En þegar askotans deyfingin fór að fara úr þá blossaði upp þessi líka ótrúlega skemmtilegi verkur. Tanni var búinn að segja við mig að ég gæti orðið aðeins "aum" - huhh, ætli hann hafi aldrei farið í svona sjálfur???? Ég var sko anski mikið meira en aum - varð óvinnufær, lufsaðist úr vinnunni - neyddist til að koma við í Hagkaup og versla eitthvað að borða fyrir lasarusana heima. Það hefur aldrei verið jafn sársaukafullt að fara í gegnum Hagkaup - þó að undir venjulegum kringumstæðum þá taki ég út fyrir að fara í þessa askotans búð.

Komst þó heim - varð ótrúlega glöð þegar ég sá pakka af parkódín forte liggjandi á borði bókstaflega bíðandi eftir mér :-) (svona er að búa í apóteki og vera hálfgerð sjúkrastofnun - alltaf nóg að pillum). Og hef verið næstum því slefandi síðan :-/ svona lyf fara ekkert sérstaklega vel í mína - en þetta er bara það eina sem slær á svona verk! Tók góðan bjútíblund og vaknaði ekkert smá falleg :-)

Tók svo til við enn meiri bjútíverk í kvöld og er sann kölluð fegurðardís eftir afrakstur kvöldsins!!!

Well - þá er það Sex and the City - sí ya later :-)

Feb 21, 2006

sex and the city

eru snilldar þættir! Ohh hvað ég er glöð að skjár1 skuli vera að endursýna þá :-) Frábærir karaktera. Svei mér þá ef ég get ekki fundið eitthvað af sjálfri mér hjá þeim öllum. Gæran í mér lifnar alveg við þegar þættirnir byrja ;-) Nei, bara segi svona. But all the tricks I have learned - good and bad :-) og fræðst um Manolo Balhnik - wow, svoleiðis skó ætla ég að eignast. Hafði nú samt vit á því að hlaupa hratt fram hjá þeim verslunum á 5th ave í NY sem selja þá skó - ég hefði orðið mörgum mörgum 100 usd fátækari og jafnvel mörgum 1000 usd fátækari! But one day - they will be mine!

Any ways - ótrúlega undarlegur dagur í dag. Gamli er búinn að rugla ansi mikið síðustu dag og ég hef hann sterklega grunaðan um að úða í sig svefnpillum eins og þær séu smarties - nei, kannski ekki alveg. En engu að síður eru þær einu pillurnar sem hann hefur greiðan aðgang að, þ.e. þær eru ekki pakkaðar inn í mánaðarskammtinn sem er keyrður heim 1 x í mánuði! Vá, pælið í þessu - risa stór kassi með pillum keyrður hingað once a month.
En s.s. þá erum við feðgin frekar lík að eðlisfari og eitt af þeim einkennum sem einkenna okkur er að við erum MJÖG óþolinmóð. Þolinmæði er bara ekki til í okkar orðaforða eða í okkar orðabók. Og því held ég að ef hann sofnar ekki um leið og hann hefur kyngt pillubrotinu sem hann má taka á kvöldin þá bara næli hann sér í aðra og jafnvel eina til - það auðvita gengur ekki. Auðvita man hann ekki hvort eða hve mörg pillubrot hann er búinn að taka og þá kemur að ruglinu. Svefnlyf geta nefnilega haft ótrúlega sljóvgandi áhrif á fólk. Það var a.m.k. tekið í taumana í dag og þessu lyfi hent - annað fengið í staðin sem á að vera mun betra, kemur í ljós.

Mútta fór í ótrúlega skemmtilega tann-aðgerð. Askítans tannlæknirin hennar sem hefur verið að heimasmíða brýr upp í hana síðustu áratugi hefur bara sagað tennurnar af rótunum og skilið ræturnar eftir. Og nú árum og áratugum síðar þurftir að taka þetta drasl í burtu - sem betur fer áður en skaði varð af!

Og ótrúlegt en satt - rólegt í vinnunni. Ekkert stress, ekkert vesen, ekkert - já bara ekkert! Bara gaman eins og alltaf. Ég er alveg á því að ég vinn á einum skemmtilegasta vinnustað sem hægt er að vinna á - frábært fólk - frábært umhverfi - bara allt frábært!

Og nú er endursýningu kvöldsins á sex and the city að ljúka - sem og mér í kvöld!
Adios

p.s. ef einhver vill gleðja mig ótrúlega þá má sá/sú hinn sami gefa mér alla seríuna á DVD, já og Friends líka ;-)

Feb 20, 2006

sætar á föstudagskvöldið :-)

ætli það sé ekki kominn tími til að

... horfast í augu við að ég hef bara ekki úthald til að djamma eins og 19 ára! Það er hér með opinbert að ég er komin í frí frá öllu sem heitir djamm þar til annað verðu tilkynnt :-)

Annars var þetta hrikalega skemmtileg helgi, bæði kvöldin. Gaman að doktorsneminn skyldi koma með í partý, held meira að segja að henni hafi ekki fundist mjög leiðinlegt ;-)

Fyndnasta atriði helgarinnar var samt í gærkvöldi þegar ég fékk sms rúmlega 10, rumskaði eitthvað við það og teygði mig í símann og sofnaði á meðan ég var að pikka inn svarið - vaknaði svo með símann í hendinni klukkan 3 í nótt - ég hefði kannski átt að ýta á send þá - hahaha!
Kannski var þetta svona "you had to be there" atriði - veit ekki, en mér fanst það bráð fyndið!

Tíminn heldur áfram að fljúga áfram og nú líður að óðum að hrynu afmæla. Hinir og þessir, vinir og vandamenn, mamma og síðast en ekki síst ÉG :-)

En askotans bömmer að það sé búið að skýra trygginafélag í höfuðuð á mér - stöðug verið að auglýsa að ég sé bara á netinu og sé ekki til vandræða - hahah, þeir sem þekkja mig vita að ég er stöðugt til vandræða!

En þar til næst... ciao

Feb 16, 2006

pet shop boys

ætla víst að koma saman aftur í sumar og ég hef haft afspurn af því að verið sé að skipuleggja ferð á tónleika með þeim.
Ætli hún Elín viti af þessu???? Djók ;-)

þar til næst

Feb 15, 2006

Miðvikudagur

Þá er enn og aftur komin miðvikudagur sem þýðir að helgin verður komin og farin áður en ég næ að snúa mér við. En svona er þetta bara - ég ræð víst engu um þetta.

Svo sem nóg framundan.

Kaffiboð í kvöld hjá konunni í Grafarholtinu - hún er svo hrikalega myndarleg húsmóðir og klár í hnallþórunum að ég hlakka mikið mikið til að setjast niður með kaffibolla og eitthvað gott að maula með. Enda sagði hún mér í gær að hún ætlaði að hætta að vinna á hádegi í dag til að fara heim og baka fyrir okkur kellingarnar! (ekki satt ;-)

Á laugardagskvöldið ætlar "skerjó" hópurinn að bregða undir sig betri fætinum og fara út að borða. Hlakka líka til að fara með þeim á smá skrens - orðið allt of langt síðan síðast með þeim!

Annars er það helst í fréttum að heiman að erfinginn missti tönn í gær og gleymdi að setja hana undir koddann - eða kannski bara gleymdi hann að segja mér að hann ætlaði að setja tönnina undir koddann til að testa þetta með tannálfinn. Hann er eflaust alveg með það á hreinu að tannálfskvikindið er ekki til. En samt - ég er lásý mamma að hafa klikkað á þessu!
Svo líður að Akureyraferð erfingjans. Mamman ætlar nú að bregða undir sig betri fætinum og fljúga norður til að hvetja drenginn og hans félaga í KR til dáða á Goðamótinu.

Þar til næst

Feb 13, 2006

...bara eitt í viðbót í kvöld

svo er ég hætt, ég lofa

Ennnnn ég gat html-að link inn á "hægri spalta" síðurnnar - vá hvað ég er klár! Er líka búin að fatta hvernig ég set inn mynd af mér - en ætla nú samt ekki að setja inn mynd af mér hér. Ætla að setja myndir af öðru fólki en mér - hahahaha.
Þá er bara eftir að koma upp ands.... teljaranum og þá er ég svooooo sátt og glöð.

En sökum pestar og viðbjóðs ætla ég nú að drífa mig í svefn og finna út úr þessu á morgun!

later gater

svo er bara að ákveða hvort

ég nenni að flytja allar gömlu færslurnar hingað yfir - kannski, kannski ekki, kemur í ljós :)

hér ætla ég frekar að vera

en á þettu bloggcentral.is - mér skilst að hér sé hægt að setja inn myndir án mikilla vandkvæða und alles.
En fyrir þá sem rekast hingað inn þá er gamla slóðin http://blog.central.is/skorungur

Þar til næst