Sep 27, 2007

ætli það sé ekki opinberlega

komið haust. A.m.k. fjúka gulnuð laufblöð um loftið eins og gerist á haustinn. Ekta haust-lægð með tilheyrandi rigningu og roki - já, það er komið haust. En líklega hafa flestir tekið eftir því.

Þessa dagana eru framkvæmdir í höllinni í Skerjafirðinum, verið að skella upp bókaskápum, bókaherbergið verður tæmt um helgina (algjörlega undir mér komið) svo er bara að skrúfa niður hillur, mála og spasla og flytja mig þangað inn. Örving verður mikið mikið glaður þegar því er lokið! Já og ég líka :-)

Lítið annað títt af mér og hinum fjölskyldumeðlimum svo ég læt þetta duga í bili.

þar til næst
ciao

Sep 24, 2007

mánudagur ekki til mæðu

frekar en aðra mánudaga.

Mér finnst reyndar alltaf vera mánudagur - en það er allt annað mál :-)

Flott helgi - mikil afslöppun eins og á að vera um helgar. Smellti mér í sænsku verslunarkeðjuna IKEA, það var nú dálítil þorláksmessu stemning þar - voðalega mikið af fólki og doldið stress í gangi :-)

Skil ekki þegar fjölskyldur fara í IKEA um helgar svona bara af því bara, gefa krökkunum kjötbollur og kaupa kannski einn poka af spritkertum.
Þetta er sama fólki og fer t.d. í Smáralindina eða Kringluna með alla fjölskylduna á skipulagðar fjölskylduskemmtanir - skilidekki :-/

Sep 18, 2007

back pains

eru að drepa mig þessa dagana.

Bryð bólgueyðandi eins og smartís. Er búin að fara í nudd og í heita pottinn á Nordica - það bjargaði ansi mikilu. Svo er það bara skíðavélin, eða krossarinn eins og þau kalla þetta í beverlý hills, næstu daga og svo aftur nudd á fimmtudag. Og hæfilegur skammtur af íbó með!

Annars allt við það sama. Maður vinnur og vinnur bæði í vinnuni og heima.

Ég skil ekki þetta með þvottinn. Ég held að það sé óhreinataustfræ ofan í óhreinaþvottskörfunni sem gerir það að verkum að hrúgan vex mun hraðar en við náum að skíta út föt. Já, ég er alveg sannfærð um það.

Reyndar er þvottavélin mín pínu pons biluð og því ekki hægt að þvo nema bara það allra allra nausynlegasta.
Ef þið þekkið einhvern sem getur hjálpað mér að gera við þá má láta mig vita :-) Þ.e. það þarf að skipta um gúmmíhringinn í hurðinni og ég er meira að segja búin að kaupa hann - en ég bara get þetta ekki sjál. Ég verð að viðurkenna takmörk mín - ÉG KANN ÞETTA EKKI!

Alveg glatað að þurfa að viðurkenna svona - ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að gera þetta. Er búin að fatta hvernig ég næt hringnum af sem festir gúmmíið en hvernig gúmmíið er svo tekið af það er enn á huldu og ég held ég komist aldrei að því.

Svo er helgin framundan - eða þanni.

Örving er að fara í skólaferðalag með bekknum sínum, gist yfir nótt - ohh, hann er orðin svo stór þessi elska.

Eitt sem ég skil ekki með drenginn - hvað hann er lengi að öllu. Hve langan tíma getur það tekið einn dreng að klæða sig í sokka? Svar: endalaust - avleg upp undir 20 mínútur.

Ég fór að ræða þetta hér í vinnunni og leitaði ráð hjá samstarfskonu sem á eldri ungling og surpræs - þetta lagast víst ekki !!!!

þar til næst
ciao

Sep 12, 2007

komin september...

...án þess að ég næði að snúa mér við!





Tíminn flýgur óðfluga eins og óð fluga - hahahah.





Annars lítið sem ekkert til að updeita. Vinna vinna og meiri vinna er slagorðið þessa dagana. Sé fram á betri tíð með blóm í haga strax í næstu viku, þá eru stóru verkefnin mín komin í gang og minna sem þarf að sinna þeim.





Örving blómstrar í 7. bekk - komin í elsta árganginn í skólanum. Gott að hann fílar það - hann þetta eru bara 3 skipti sem hann verður í þessari stöðu. Núna í vetur, í 10. bekk og svo í 6. bekk í MR (hann segist a.m.k ætla að fara þangað núna, hvað sem svo verður) Þessi elska!

Best að snúa sér að vinnunni aftur - læt ekki líða svona langt þar til næst!

ciao