Jan 27, 2009

sko, ef að

...meðganga er 40 vikur, þá gera það 280 daga - sem þýðir að ég á "bara" eftir 180 daga í dag m.v. þann tíma sem mitt kríli varð til.

svo 180 dagar - ekki svo langt, a.m.k ekki ef horft er til baka en dáldið langt þegar horft er fram á veginn

en ég er sannfærð um að þessi tími mun líða hratt

Þar til næst

Jan 24, 2009

ég get svo svarið það...

... að ég held að ógleðin sé á undanhaldi! Vei, vei vei! enda komnar 14 vikur svo þett ætti nú að fara að lagast.

En nú hefu hafist svefntímabilið ógurlega - a.m.k. hef ég í dag náð að slá áður persónuleg svefnmet. En það er bara allt í lagi - maður má bara alveg sofa um helgar ef maður er þreyttur, sérstaklega ef maður er í sveitinni eins og ég núna :-)

Jan 22, 2009

í mínu lífi...

...er allt eins og það á að vera

þar til næst...

Jan 15, 2009

well...

...þá er búið að fara í hnakkaþykktarmælingu og allt 100% í lagi. Á að vísu eftir að fá út úr blóðprufunni, en hef ekki nokkrar einustu áhyggjur af þeim niðurstöðum :-) svo þetta er bara happy go lucky héðan af!

Ég bíð þó eftir þeim degi sem mér er ekki flökurt, ég gubba ekki og þarf ekki að leggja mig eftir vinnu - hvenær sá dagur kemur veit ég ekki, en ég mun taka honum fagnandi!

krílið er væntanlegt 26.júlí næstkomandi, kemur í ljós hvort stundvísi foreldranna skilar sér í genum þess.

þar til næst
ciao

Jan 8, 2009

segir maður ekki...

...gleðilegt ár á svona blogsíðum? Jú ég held það bara :-)

rólegt í tíðinni á mínum vísgstöðvum, eða þanngi. Erum að spá og spekúlera í húsnæðismálum sem og að fjárfesta í nýju rúmi. Þannig að kannski er bara nóg að gerast hjá okkur.

updeit síðar.

þar til næst