Jan 30, 2008

það eru ferðadagar...

... hjá fleirum en Hagkaupum.

Við hér í vesturbænum erum að leggjast í ferðalög á komandi dögum. Ekkert nýtt að ég sé á ferð og flugi - en það er alveg einn og hálfur mánuður rúmlega síðan ég fór síðast eitthvað til útlanda - er ekki tími kominn á næstu ferð :-)

Örving ætlar að bregða sér í flugvél í fyrramálið til Köben - svo spenntur að hann liggur núna í rúminu og sefur ekki.
Ég var alveg pollróleg yfir þessu þar til ég fékk miðan hans í hendurnar í dag - þá fékk ég smá panki. En en en, ég hringdi á Leifsstöð og komst að því að hann getur fengið fylgd út í vél. Hann verðu svo sóttur út í flugvél í Köben.

Ég og kennarinn förum til Boston á föstudag - engin sérstök plön, bara afslöppun og huggulegheit. Líklega verður kíkt í búð eða tvær og má gera því skóna að a.m.k ein af þeim verði verslun sem selur golf vörur - kemur á óvart?

svo þar til næst
ciao

Jan 27, 2008

helgi að lokum komin

og ég búin að hafa það ansi gott bara :-)

afslöppun í hávegum höfð og lífið tekið með ró. Auðvita ekki avleg í algjörri ró - alltaf eitthvað að gerast.

Verslaði mér nýjan bíl á föstudag - fæ hann um miðja vikuna - hrikalega glöð með hann og finst hann flottur og cool og hæfa mér vel!

Heimsóttum strákana á grandanum á föstudagskvöldið - voða huggulegt, hvítvín, bjór og eitt og annað með því.

"golf" partý í gær - tók þátt í púttkeppni og stóð mig alveg glymrandi vel - hefði samt átt að vinna þetta, en klúðraði því auðvita. En minn var nú bara dáldið ánægður með hæfileika mína með pútterinn - það voru nokkrar konur þarna sem komu ekki einu sinni niður einni kúlu! Ég tek þetta næst

Örving var boðið til Kaupmannahafnar í dag og fer hann á fimmtudag - við skulum kalla það mömmu frí ;-) hann er að springa úr spennu og tilhlökkun. Það verður dekrað og dúllað við hann alveg út í eitt ef ég þekki þá rétt strákana mína í köben.

Styttist í Boston hjá mér og kennaranum. Höfum engin plön gert enn - skoðum það í vikunni.

þar til næst
ciao

Jan 22, 2008

jibbbbbýýýý

engin aðgerð - ekkert æxli

en nenni ekki að útskýra frekar akkúrat núna

mun hafa það eins og fín frú næstu vikur - vinna 50% og vera í heilsulind hinn hluta dags :-)

þar til næst
hafið það gott
ciao

Jan 21, 2008

smá gleði í þessu

fór í segulómun í dag - vá, hvað ég er fegin að þurfa ekki að fara í slíkt tæki reglulega. Mér leið eins og væri verið að troða mér ofan í kókómjólkurrör og ég er ekki að ýkja þá tilfinningu!

En góður fréttirnar eru þær að ég er ekki með illkynja æxli - heldur er þetta einhverskonar ofvöxtur í líklega fitukirti - eins og það sé ekki nóg að vera með ofvöxt í þeim utan á sér!

Fer og hitti færasta taugalækni á landinu í fyrramáið - hann mun eflaust vilja skera þetta í burtu sem er ávkeðinn léttir fyrir mig þar sem þetta kvikindi er farið að þrýsta allverulega á mænuna sem gerir það að verkum að ég geng eins og önd!

þá er bara spurning - kemst ég til Boston eða ekki? well, það kemur í ljós! Tek á því þegar að því kemur

þar til næst
ciao

Jan 19, 2008

hef komist að því...

...að pilluátið á ekkert sérstaklega vel við mig. A.m.k. ekki þessar pillur sem ég tók í gær. Var hérna ansi high í gær af þeim - hef ákveðið að taka þetta ekki inn aftur.

Held mig hér eftir við parkódín og sambærileg efni :-)

í kvöld ætla ég að prófa að taka inn smá hvítvín og sleppa pillunum - það hefur e.t.v. ágætis áhrif, kemur í ljós.

Er að bíða eftir að örving komi heim úr bíó. Alveg merkilegt með hann og vini hans að þegar þeir fara í bíó þá tekur það frá hádegi fram á kvöld.
Dagurinn byrjar snemma - það tekur jú tíma að gela á sér hárið og fá hvert hár á höfðinu til að liggja "rétt" og fá greiðsluna rétta.
Svo þarf að taka strætó í kringluna og eyða hálfum deginum þar, fá sér að borða, kaupa nammi og mig grunar að kíkja í nokkrar búðir sem þá aðallega selja tölvuleiki og geisladiska. Jafnvel er líka verið að skoða stelpur - en ég fæ auðvita ekkert um það að vita. Ef ég spyr - þá er horft á mig eins og ég sé geimvera og sagt: "MAMMA - hvað er að þér".

Sýning á bíómynd dagsins hóft klukkan 18 - en þeir voru mættir í Kringluna klukkan 15 - er þetta eðlilegt???? Já líklega :-)

og nú er klukkan að verða hálf níu - og örving ekki kominn heim, en á leiðinni skilst mér

Ég ætla að fara að undirbúa hvítvínið og e.t.v. að klæðast einhverju öðru en náttfötum ! Tala nú ekki um þar sem ég ætla að skreppa í smá besög og fá félagsskap góðrar vinkonu - kennarinn á kafi í snjó í sveitinni að berjast við stífluð rör og kemur ekkert til byggða fyrr en á morgun!

Þar til næst
ciao

Jan 18, 2008

hef aðeins eitt um málið að segja

þetta er óþolandi bið..........................................

og ég er brjálæðislega pirruð, að drepast úr verkjum og ekkert hægt að gera eða fá að vita fyrr en í næstu viku.

Ég ætla að liggja í pilluáti um helgina.......

....það hefur líklega ekkert að segja, nema ég verð e.t.v. kærulausari um draslið og þvottinn heima hjá mér sem ég ómögulega get sinnt núna vegna verkja og vanlíðan.

eigið góða helgi
þar til næst
ciao

Jan 10, 2008

gleðilegt ár

það er nú ekki eins og ég hafi verið að drukna í verkefnum í jólafríinu og ekki haft tíma til að blogga - ég var hreinlega bara að drepast úr leti og nennti þessu ekki.

Brilljant jólafrí - frí frá 21. des til 3. janúar, algjör snilld. Auðvita gat maður nú ekki verið alveg í fríi og nauðsynlegt að hamast örlítið í tölvupósti og örðum smávægilegum verkefnum sem hægt var að sinna heiman að frá.

Jól og áramót gengu slysa og áfallalaust fyrir sig á mínu heimili. Eintóm kósýheit par excelanc eins og einhver söng hér um árið.

Hitti vini og vandamenn eins og lög gera ráð fyrir á þessum árstíma og svo voru nokkrar "frumsýningar" sem tókust svona líka ljómandi vel :-)

Nú er lífið að detta þetta venjulega og huggulega daglega líf aftur og mér líkar það bara askoti vel. Vinna vinna og vinna, leikfimi og allt hitt. Já og auðvita ferðalög eins og mér er von og vísa - helgarferð til Boston á döfinni fljótlega - snilld og hamingja.

þar til næst
ciao