Oct 26, 2007

uppáhaldsorðið mitt er...

...enn afturhaldskommatittur

en ég er ekki legnur pirruð yfir veðrinu - hef ákveðið að taka þessu með æðruleysi og sætta mig við að ég bý á Íslandi þar sem svona veður er nánast daglegt brauð!

Annars bara spennandi vika að líða

Búin að fara í skreppiferð til Akureyrar - hélt að flugvélin myndi ekki komast alla leið þar sem hún hristist eins og kokteilhristairnn sem Tom Cruse var alltaf með í myndinni Coctail. En það var þó bót í máli í öllum hristingnum að þá var meðvinudr svo mikill að við fukum til Akureyrar á nó tæm. Heimferðin var öllu betri, bara hossingur í flugtaki og lendingu.

Fór í megapartý hjá Bláa Lóninu þegar verið var að vígja viðbygginguna hjá þeim - ógó flott eins og örving myndi segja.

Þema helgarinnar verður - gaman saman með örving og vonandi vinum líka

þar til næst
ciao

Oct 24, 2007

uppáhaldsorðið mitt er...

...afturhaldskommatittur

nákvæmlega vegna þess að mér líður þannig að mig langar að segja það við og um alla. Þessi lægð sem hangir hér yfir landinu er gjörsamlega að fara með mig og geðheilsu mína - grrrrrrrrrrrrr

þar til næst
ciao

Oct 12, 2007

góðir hálsar...

... góða helgi.

Allt með frekar kyrrum kjörum á mínum vígstöðum þessa dagana - plenty af vinnu er eiginlega málið.

Örving allur að koma til - er að skipuleggja partý á næstunni, sko hann - ekki ég :-)

Stefni á að halda áfram í bókaherbergisflutingum um helgina - á alls ekki von á því að það klárist, en ætla eins langt og hægt er.

þar til næst
ciao

Oct 10, 2007

10.10

er massa flottur dagur.

Karl faðir minn er fæddur þennan dag fyrir 88 árum. Örving var skírður þennan dag fyrir 12 árum.

Ætlum að halda upp á afmælið, sko hjá gamla manninum. Höldum ekki upp á skírnarafmæli!

Afinn/pabbinn fékk afmælisgjafir í morgun - silfurbúinn staf og enn ein ný náttföt! Svo koma vinir í mat í kvöld.

Hvað eldar maður þegar meðalaldur matargesta er 80+?? Það verður að vera eitthvað mjúkt undir tönn, full eldað og eitthvað gamaldags e.t.v. Kjötsúpa - nei, ekki beint hátíðarmatur, en lambakjöt líklega öruggast.

Annars er sá gamli alltaf til í að prófa nýtt og er mikill sælkeri, enda búin að ferðast út um allan heim á sinni löngu ævi og snæða á fínustu veitingahúsum sem völ er á og drekka góð vín með. Hann myndi ekki slá hendinni á móti sniglum og nautasteik - en gömlurnar sem koma í mat, ég veit ekki alveg hvort þær kynnu að meta slíkan mat.

Held það sé mjög "öruggt" að hafa t.d. lambafilet og eitthvað gott með því - klikkar ekki og alltaf gott. Já og ís og ávexti á eftir! Öruggt og gott :-)

Pabbi kenndi mér að njóta alls þess frábæra sem lífið hefur upp á að bjóða - njóta þess að vera til, njóta hvers dags sem maður lifir. Sitja á veitingahúsum og njóta þess að borða góðan mat, láta stjana við sig og hafa það huggulegt.

Örving druslaðist í skólann í morgun - ég sagði honum að nú þýddi ekkert lengur að sitja heima og vorkenna sér, það væri fullt af börnum í heiminu sem hefðu misst hendina í stað þess að brotna - held það hafi virkað smá á hann.

Verkirnir eru nánast farnir svo þetta hlýtur að vera á réttir leið.

Svo benti ég honum á að þeir sem eru í gipsi fá líklega ótakmarkaða athygli hjá bekkjarfélögum og þá sérstaklega stelpunum - hann keypti það, þó ég hafi ekki hugmynd um þetta :-)

Helgin alveg að detta inn - mikið hlakka ég til! Ætla að gera sem minnst, lítið annað en að væflast í ræktinni og stjana við sjálfan mig - s.s. njóta lífsins!

þar til næst
ciao

Oct 8, 2007

það er erfitt að...

...vera 12 ára og handleggsbrotinn. Elsku elsku örving minn, honum líður barasta ekkert vel. Auðvita er þetta ekki heimsendir, en honum finnst það vera svo.

Ég veit ekki hvað er eðlilegur tími að finna til í hendinni, eflaust einhverjir dagar - eða hvað? Ég er bara alls ekki viss. Ef hann verður ekki farin að skána af verkjum á morgun þá bjalla ég nú í þá doktorana á slysó og ræði við þá.

Ætla að lofa honum að vera heima aftur á morgun ef hann verður enn með verki í fyrramálið.

Litla músin mín er alveg ómöguleg - veit ekki hvernig ég get hresst hann við - legg höfuð í bleyti og allar tillögur vel þegnar :-)

þar til næst
ciao

Oct 7, 2007

á slysó hafa verið

gerðar endurbætur. Það er að verða voða voða fínt þarna ;-) Hef ekki átt erindi þangað í marga mánuði en í dag var heldur betur bætt úr því.
Örving var svo sérdeilis heppinn að handleggsbrotna á fótboltaæfingu í dag. Fórum á slysó, fengum röntgen mynd og þetta líka fína gips! Þetta tók alveg met tíma - fórum inn og út á tveimur tímum.
Í öllum þessum endurbótum sem hafa verið gerðar þarna þá finnst mér að þeir hefðu nú mátt huga aðeins betur að botninum á sjúklingum og aðstandendum þeirra og kaupa þægilega stóla! Maður bara fær illt í botninn á að sitja á þessum helv. stólum! Garggggggg

en þar til næst - þá er ég farin í hjúkrunarstörf!
ciao

Oct 5, 2007

mér finnst hrikalega töff...

... að vera að æfa á Hilton hótelinu í Reykjavík.

Ég bíð spennt eftir að hitta Paris í pottinum og spjalla við hana á meðan að Igor og hinir dásamlegu nuddararnir nudda á okkur axlirnar. Svo er líka þessi fíni bar niðri sem auglýsir happy hour alla daga frá 17 - 19, við gætum skellt okkur þangað eftir nuddið og jafnvel boðið Igor og félögum með okkur :-) Mér skilst að stúlkan kunni að skemmta sér.

Að druslast þangað 3 til 4 sinnum í viku er svo dásamlegt, ég er búin að henda bólgueyðandi lyfjunum. Er eins og unglingur í bakinu eftir allar æfingarnar og nuddið frá Igor og félögum. Er búin að afreka að fara í 4 vikur og mér líður æðislega. Er ekki frá því að rakavandamálið í fataskápnum sé á undanhaldi.

Þessum heimsóknum mínum á Hilton hótelið fylgja harðsperrur í massavís. Ég geng eins og spýtukall í stigum, engist um af sársauka þegar ég hlæ og svo framvegis - en þetta eru bara góðir verkir :-)

Lífsmottóið hjá mér og örving þessa dagana eru harðsperrur! Örving gjörsamlega vældi af verkjum í gærkvöldi eftir að hafa verið þjösnað út í leikfimi í skólanum. Þrekæfingar á þrekæfingar ofan - og svo líka fótboltinn. Drengur komin upp í 4. flokk og allt að verða alvöru, 11 manna lið, völllur og mörk í fullri stærð. Ég hló nú samt inni í mér þegar ég sótti hann á æfingu í gær og náði að horfa á síðustu mínúturnar - markmaðurinn var ansi lítill inn í þetta stóra mark. Líklega auðvelt að skora ;-) eða hvað?

En nú er það bara Hilton hótelið sem bíður eftir mér, ekki til líkamsæfinga heldur til að hafa gaman.

og ég syng

hilton í hádeginu og svo strax afur á kvöldin
trallalllalla lalllaall lallallaallla laaaaaaaaaa.....

(syngis við hið stórkostlega lag; súrmjólk í hádeginu og seriíós á kvöldinn)

þar til næst
ciao

Oct 4, 2007

merkjavörur hvað

ég hló upphátt í gærkvöldi þegar kom auglýsing frá Hagkaupum í sjónvarpinu þar sem þeir auglýstu fulla búð af merkjavörum - hvernig skilgreina þeir eiginlega "merkjavörur"??? Væri gaman að sjá þá skilgreiningu.

Merkjavörur eru a.m.k. ekki tuskurnar sem seldar eru í Hakaup, þó margar hverjar ágætis vörur séu og alls ekki allt léleg framleiðsla.

Merkjavörur eru vörur sem seldar eru í "sérverslunum" sem einblína á að selja ákveðin vörumerki ásamt því að veita góða þjónustu til viðskptavina - a.m.k. er það mín skilgreining.

Ætli stefnan sé hjá þeim að selja næst Gúggí - þá getur maður skroppið í Hagkaup, keypt mjólk og eins og eitt par af gúggí skóm og belti í stíl - það gæti þó aldrei verið!

þar til næst
hafið það gott í rigninunni!

ciao