Oct 30, 2006

af iðrakvefi og öðrum kvillum

endanlegur úrskurður um veikindi örving eru iðrakvef af verri sortinni! Það sagði a.m.k. heimilislæknirinn áðan og ég treysti honum!

Drengur enn slappur með hita og magaverk - en ekkert í líkingu við það sem var á föstudag. Sem betur fer ekkert botnlangavesen í þetta sinn!!!!

Ég er enn og aftur að fá einhverja slæmsku í mig. Er orðin sár í hálsi og með dúndur hausverk. Hér á vinnustað mínum hafa menn verið að leggjast með hinar og þessar pestir síðustu daga, sem og að missa raddir svo að kannski að eitthvað af þessu hafi tekið lendingu í mér - en ég hristi þetta bara af mér, tek aðeins stærri skammt af vítamíni næstu daga!

Segi bara later gater!

Oct 28, 2006

í dag

er líðanin hjá örving mun betri og við erum a.m.k enn ekki farin aftur á spítalan - vonandi er þetta eitthvað annað en botlanginn.

Lítur allt mun betur út í dag :-)

later

Oct 27, 2006

síðasta helgi -vikan - dagurinn - læknavaktin - bráðamóttaka

Síðasta helgi var frábær! Fékk hér góða gesti í mat síðasta laugardag. Veislan gekk alveg brilljant, frábært félagsskapur og maturinn tókst svona líka ljómandi vel :-) Stefán yfirsósugerðarmaður var mér innan handar og bjó til þessa líka ljúffengustu sósu - takk fyrir hjálpina :-))
Vínið bragðaðist frábærlega - allar tegundir!!

Takk fyrir komuna krakka - þið voruð frábær :-)

Svo tók bara annasöm vika við, nóg að gera í vinnunni eins og áður og alltaf jafn gaman. Veit ekkert betra en þegar nóg er að gera og allt í fullu swingi!

Gærdagurinn og dagurinn í dag voru doldið heví en ekkert sem venjulegt fólk ræður ekki við!

Örving fékk brjálæðislegan magaverk í Smáralind í gærkvöldi (fimmtudag) - ég sagði honum nú bara að harka þetta af sér, væri líklega bara skítastingur. En svo kom nóttin og ekki tók við mikil hvíld - vöktum saman í verkjaköstum. Sofnuðum svo undir morgun og örving fór ekki í skólann.
Örving versnaði og versnaði af verkjum eftir því sem leið á daginn - þegar ég kom heim úr Laugum eftir nudd og dekur með Ástunni minni þá leist mér ekkert á drenginn. Skellti mér með hann á læknavaktina.
Greyið mitt emjaði af vekjum á leiðinni og rétt komst inn í húsið. Læknirinn tók strax á móti okkur og leist ekki vel á stubb - taldi þarna botlangabólgu á ferð og sendi okkur sem leið lá niður á bráðamóttöku barnaspítala - hann fékk meira að segja ferð í hjólastól út í bíl frá læknavaktinni þar sem hann gat varla gengið fyrir verkjum.

Við komum svo á barnaspítalann og þá var drengur alveg frá af verkjum og læknalið kallað út - nánast farið að undirbúa hann fyrir uppskurð. Ennnnn þá brá af kauða og verkirnir linuðust - ákveðið var að bíða til morguns og senda okkur heim í bili. Við eigum svo að mæta 9 í fyrramálið til að endurmeta stöðuna, þ.e. ef hann verður enn með þessa verki.

Sem betur fer endaði þetta vel í kvöld - ég vona bara að þetta endi ekki í botlangaskurði!
Vonum það besta

later

Oct 24, 2006

í dag mæli ég með

úlpu, húfu, trefli, vettlingum og föðurlandinu!

Það er ansi mikið kallt og því finnst mér að allir eigi að klæða sig skynsamlega og draga upp vetrarflíkur :-) og þá er ekki verra að það séu merkjaflíkur - hehehehe

Oct 20, 2006

hinn dagurinn

er í dag!

Gleðilegan föstudag :-)

Spennandi tímar framundan næstu daga. Ég hef t.d. ákveðið að fara í helgarfrí frá og með klukkan c.a. 13:00 í dag - sem þýðir að ég rölti mér út klukkan 15:00 eða svo ;-)

Hef miklar áhyggjur af einu :-/ sá pólverja í litlu fallegu búðinni okkar í litla sæta hverfinu okkar - skyldu þeir vera fluttir í hverfið? Ég leyfi mér að efast um að til sé nógu drungalegar og pervisnar vistarverur sem þeir geta átt heima í hverfinu MÍNU - pólverjar búa alli sjö til tíu saman í eins til tveggjaherbergja íbúðarholum í breiðhotltinu, a.m.k svo segja þeir í fjölmiðlunum. Ég er viss um að þetta var einhver misskilningur hjá mér - líkega voru þetta bara íbúar af Skildinganesinu í grímubúningum - ha, ég bar vona það sko ;-)

Hef lítið annað að segja í bili en GLÆSIBÆR! (fékk þetta snilldar orð í e-pósti í gær og svei mér þá ef þetta orð mun ekki leysa af hólmið orðið GRÚVÍ sem ég hef notað í tíma og ótíma síðustu daga.

Eigið góða helgi kæru lesendur nær og fjær. Er reyndar farin að efast um að einhver lesi þetta bull mitt, a.m.k. eru það voða voða voða voða fáir og þeir flestir allir skoðanalausir haahahahaha!

later gater

Oct 19, 2006

á morgun er..

... hinn dagur vikunnar! Hef komist að þeirri niðurstöðu að það eru bara tveir dagar í vikunni, mánudagur og föstudagur!
Tíminn líður svoooo hratt - ég veit, ég er stöðugt að röfla um þetta hér en þetta er nú bara svona.

Eins og einhver sagði - tíminn líður svo hratt að það er alltaf Þorláksmessa!!! Líklega mikið til í því!

Annars er matarboðið skemmtilega á laugardag - mikill spenningur í gestahópnum um hvað verður í matinn - það verður a.m.k. þríréttað :-)

þar til næst

að fara snemma að sofa...

... er greinilega allra meina bót!

Skellt mér undir sæng fyrir klukkan 20 í gærkvöldi, sofnaði í einum grænum og vaknaði ekki aftur fyrr en í morgun - endurnærð og laus við allt sem heitir pest!

Oct 18, 2006

pest

svei mér þá - held ég sé komin með pest! Vona samt ekki, ætla að skríða undir sæng og sofa þar til í fyrramálið - þá ætti a.m.k. hausverkurinn að vera farin!

Kannski að maður splæsi bara í pillu eða tvær!

later

Oct 16, 2006

og enn eina ferðina...

...mánudagur!

Af afrekum helgarinnar:

Ekki mörg né mikil en og þó samt eitthvað!

Föstudagsrannsókn:
Ég og Kriss gerðum rannsókn á því hvað mikið af Reyka vodka við gætum drukkið án þess að drepast.
Niðurstöður: einn líter saman! Kilikkun - ég veit :-)

Laugardagsrannsókn:
Myndir Capote
Niðurstöður:
Snilldar góð mynd - en doldið hæg á köflum!

Sunnudagsrannsókn:
Reyndi að elda mat fyrir 10 manns og fór í bíó að sjá The Queen - nöfnu mína ;-)
Niðurstöður:
Gekk stórslysalaust að elda - fyrir utan sveppasósuna sem brann föst við pottinn, nú er míní útgáfa af ódáðarhrauni fast við botninn á fína fína IKEA pottinum mínum!!! Ég sem ætlaði ekki að fara í þetta nýja IKEA flæmi ever - but a girl got tú dú what a girl has to dú!
Bíóferð - snilldar mynd, Helen Mirren fer á kostum sem nafna mín á erfiðum tíma hjá bresku konungsfjölskyldunni.
Ennnnnnnnnn - það eru sko ekki allir sem geta gert það sem ég gerði í bíóinu! Í hléi tóks mér að misstíga mig á einhvern undarlegan hátt og ég fleytti kellingar niður tröppurnar í stóra sal Háskólabíó - valt þarna niður eins og snjóbolti!
Geri aðrir betur!

Heildarniðurstöður helgarinnar - Skemmtileg og gefandi!!

Góðar studnir

Oct 13, 2006

komin helgi

einn eina ferðina :-)

góðar stundir!

Oct 12, 2006

sá sem heldur því fram...

...að peningar færi manni ekki hamingju er asni! A.m.k. það sem maður getur keypt fyrir peningana færir manni hamingju!

Ég var t.d. að koma heim með fullan poka af hamingu og brosi í hringi núna - næstum því kleinuhringi!

lifið heil

svakalega..

... er þetta þreyttur dagur eitthvað og allt gengur svooooo hægt. Á eftir að klára milljón og einn hlut hér í vinnunni áður en ég get farið heim :-/

Hef val um að vera hér lengur eða mæta 6:30 í fyrramálið og reyna að klára allt í stressi - niiiiiiii, held ég hangi hér bara aðeins lengur og klári.

Svo hef ég heitið því að fara snemma að sofa í kvöld - geri það reyndar alla daga en nú skal ég standa við það!

later

Þá er loksins komin fimmtudagur

sem mér finnst alveg hreint frábært því að næstur í röðinni er föstudagur - það er minn uppáhalds dagur. Vinnuvikan búin og helgin framundan.

Reyndar er það nú þannig að helgarnar líða svo hratt að maður rétt nær að blikka augunum og þá er kominn mánudagur - en á móti kemur að vikurnar eru farnar að líða líka svona hratt, maður snýr sér við og búmm - kominn föstudagur aftur!

Það verða komin jól áður en maður veit af, já ekki bara jól heldur páskar, vor, sumar og haust!

Talandu um jól - þá ætla ég að brega undir mig betri fætinum rétt fyir jólin og skella mér til kóngsins Köben með my best friend Kriss og hans stórfjölskyldu - mun að sjálfsögu nota tímann og hitta Ástu mína og hennar familíu, nema hvað!

En aðal tilgangur þessarar ferðar er að kaupa jólagafir, þær örfáu sem ég þarf að kaupa, auðvita versla smá á mig og örving og númer eitt, tvö og þrjú - fara í julefrukost að dönskum hætti - namm namm namm

þar til næst
ciao

Oct 11, 2006

the devil wears Prada..

...nei, ég á ekki við mig - hahahahaha

Ég fór í síðustu viku og sá þessa mynd og ég get alveg mælt með henni. Hún kemur í bíó bráðlega - ég fékk sko að fara á forsýningu :-)
Nældi mér í bókina í New York í sumar - hló mikið þegar ég las hana og var doldið skeptísk á bíómyndina en hún stóð alveg undir væntingum!

Meril Steep var alveg frábær í þessu hlutverki - alveg eðal tæfa!

Svo kom auðvita fyrir uppskrift að megrunarkúr, þetta er jú saga úr tískuheiminum!

En s.s. kúrinn hljómaði svona:
persóna 1: ohh - you look so thin!
persóna 2: Thank you - I have been on a diet, I do not eat any thing but when I am about to faint I eat a cubic of chees!!!!!

Snilldar kúr eða þannig :-)

later

Oct 10, 2006

í dag er hátíð

því þann 10.10.1919 fæddist faðir minn á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfriði. Það var happadagur fyrir íslenskuþjóðina því annar eins öðlingsmaður er vandfundinn.

Til hamingju með daginn!

kæru lesendur
góðar stundir

Oct 7, 2006

svei mér þá...

... ef mér leiðist ekki meira núna en síðasta laugadagskvöld - spurning um að gera eitthvað gáfulegt í málunum :-/

Ætti kannski að drífa mig bara e-ð út? Já, ég held það bara :-)

Later

Oct 6, 2006

...eins og einhver sagði

...fyrir margt um löngu:
Thank god it is friday!!!!

Eigið góðar stundir :-)

Oct 5, 2006

Melaskóli 60 ára...

...og allt fullt af fólki og nánast EKKERT skipulag! Só só só sorry - ég get bara ekki orða bundist.
Klukkan 15 í dag voru öllum nemendum, foreldrum þeirra sem og gömlum nemendum skólans í þvílíka kraðakið sem myndaðist. Skemmtilegu skemmtiatriðin sem nemendur skólans höfðu æft vel og lengi nutu sín enganvegin þar sem það var hreinlega ekki pláss fyrir þá sem vildu horfa á. Allt of heitt og svo videre. Ég lét mér nú detta í hug að nær hefði verið að fá íþróttasal Hagaskóla fyrir skemmtiatriðin og fólk hefði svo getað rölt yfir í Melaskóla til að skoða sýningar á verkefnum nemenda, gæða sér á veitingum og sýna sig og sjá aðra.
Kannski ekki eina rétta lausnin - en þetta bara var ekki að gera sig.
Afmælisveislan bar örlítinn keim af framboðsslag - þarna sprönguðu um möguleigir og ómögulegir frambjóðendur í komandi prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu - spennandi! Ég ælta nú samt sem áður að gera ráð fyrir því að þessir einstaklingar hafi verið gamlir nemendur eða eru foreldrar núverandi nemenda skólans.

Engu að síður - Til hamingju með árin 60 Melaskóli!!!! Og nýja, fyrsta skólasönginn - hann er bara nokkuð svalur :-)

Örving stóð sig eins og hetja þegar hann "mæmaði" með kór 6. bekkjar - hann er eins og mamma sín, getur ekki sungið, hahaha.
Síðan tók hann snúning með bekkjarsystur sinni og þar var hann algjörlega á heimavelli - takturinn ótrúlega flottur og svalur - líka alveg eins og mamma sín!!!!

Þar til næst
ciao

Oct 3, 2006

skil ekki eitt...

...það er nánast aldrei neinn sem tjáir sig í þetta ótrúlega flotta og sniðuga skoðanakerfi á síðunni.
Égbaraskilidekki :-/

Oct 2, 2006

úp deit

ég náði markmið síðustu helgar - ég gerði EKKERT nema að ná úr mér pest, tókst bara svona ansi vel!

Að örðu. Fljúgandi PS2 vélar? Nei, síðast þegar ég vissi þá hoppa þær ekki sjálfa út á gólf um miðjar nætur en vélin sem örvin á tók nú upp á þessu síðustu nótt.
Þegar húsmóðirin var rétt að festa svefn seint og um síðir aðfaranótt mánudags þá hrökk hún upp við skell. Og viti menn - PS2 vélin lá í gólfinu! Hver var í heimsókn???

Mér er þetta óskiljanlegt! Ef einhver hefur svör þá má hinn sami setja sig í samband við mig. Takk

þar til næst
ex-skrámur