Jun 29, 2007

það styttist í frí...

...og ferðalög.

Er farin að skipuleggja ferðina til Akureyrar með frúnni úr BevHills - hún er mjög spennt fyrir þessu og vill ólm stoppa sem oftast á leiðinni og borða nest. Henni segist vera alveg sama þótt það rigni - hún eigi nú aldeilis nóg af útivistarfattnaði og nefnir þá hellst til sögunnar bláan Benetton jakka sem keyptur var í Titisee árið fyrir lurk og segir hún að hann dugi vel enn. Ég bíð spennt eftir að hann verði dregin upp :-)

En að öllu gamni slepptu þá held ég að þetta verði þrusuferð, frábær ferðafélagi og ekki lakara að holtararnir verða þarna á tjaldstæðinu með einhverjum strumpum - gargandi schnilld! Ég vona bara að tilvonandi eiginmaður konunar í holtinu sé til í að brenna diskinn fyrir okkur svo okkur leiðist ekki í bílnum á leiðinni :-) plíííís - meigum við fá eintak!

Ég á reyndar úllendúllendoff disk - úrval úr skemmtiþáttum sjónvarpsins svo ég get brennt hann fyrir brúðguman tilvonandi.

Föstudagur - hann var löngum kallaður flöskudagur - núna, mojito dagur!

Þar til næst
ciao

Jun 28, 2007

golf manía...

.... eða þannig :-)

Hélt að ég ætti ekki eftir að finna mig í einhverju sporti svona á gamalsaldri - en vá hvað mér finnst þetta gaman!

Sumir myndu e.t.v. ekki telja þetta sport - en hey, reynið að rökræða við Tiger Woods um það.

Held mér sé alveg óhætt að segja að ég á samt enn langt í land, æfingin skapar meistarann, róm var ekki byggð á einum degi etc. Planið er bara að æfa sig oft og vel. Er búin að sjá að það skilar árangri!

Skrapp með æfingafélögum mínum í gær - auðvita fórum við í miðvikudagskennsluna eins og við höfum gert síðustu miðvikudaga hjá honum Magnúsi. Magnús, hann sá framför - meira hjá sumum en öðrum :-)
Skelltum okkur svo á Ljúflinginn eftir höggæfingar og fórum hring. Þá upphófust nú vandræði skörungsins fyrir alvöru. Ég sem hélt að ég væri orðin svo askoti höggföst og með fína sveiflu - ó nei aldeilis ekki. Kúlan fór á alla aðra staði en hún átti að fara, nánast alltaf :-/ Út í móa, lá í jaðrinum á teignum og já líka út í hraun. Það er sko ekkert grín að ná golfkúlu úr hrauni og inn á teig þegar maður er að stíga sín fyrstu spor á golfvelli. En allt tókst þetta nú að lokum - holur voru farnar allt frá 5 og upp í 14 höggum.

Við gáfumst þó upp þegar þeirri sjöundu var lokuð (Ljúflingur er 9 holu völlur). Það var hópur af kerlingum, já ég segi KELLINGUM á undan okkur - 5 í holli og þær slóu nú í austur og vestur. Ég sá það að ég var bara helvíti góð miðað við þær. Já og klæðnaðurinn - gallabuxur og hælaskór! Ég meina, vá - hælaskór á golfvelli (já og gallabuxur). Hver heilvita maður veit nú betur svo ég verð að leyfa mér að efast um greind þessara kvenna. Já og svo stóðu þær alltaf á brautinni sem við vorum að reyna við! GARGGGGGGGG

Þetta gekk alveg fram af okkur Önnu Millen og við ákváðum að pakka settin niður og segja þessu lokið í bili. En ætlum að mæta galvaskar til leiks um helgina og bæta okkur enn frekar.

Þar til næst
Ciao

p.s. - er alveg að detta í sumarfríið :-)

Jun 25, 2007

held ég láti myndirnar tala sínu máli!

Egilsstaðir í blíðskaparveðri þann 19. júní




Jökulsárlón 23. júní

Blái jakinn var ný búinn að snúa sér sem skýrir bláa litinn. Nokkrum tímum síðar er hann orðinn hvítur eins og hinir sem eru í lóninu.







Örving fékk að halda á 1500 ára gömlum ís...






...og smakka hann líka :-)

Það verðu ekki ofsögum sagt en að þetta sé stórfenglegt!

Ef vel er að gáð þá má sjá seli sóla sig á ísnum





Svo var farið í göngu að Svartafossi í Skaftárfelli - örving hljóp þetta eins og fjallageit!


Bara eitt um síðustu viku að segja - hreint út sagt frábær! Ég mun svo sannarlega vera duglegri að ferðast um landið héðan í frá.


Næsta vika- þá hefst sumarfrí

Akureyri strax þegar frí hefst, þá verður enn einn mótið í fótbolta - mikil spenna og bara tóm gleði.

Síðla júlí - Kaupmannahöfn - gaman gaman.

þar til næst

ciao







Jun 11, 2007

maður ætti e.t.v. að spá í það...


... að heimsækja Grænland og ferðast yfir það á hundasleða? Ég er viss um að vinkona mín í 109 mun bjóða sig fram sem ferðafélaga fyrst manna og pannta að stýra hundasleðanum sem og að gefa þeim og kemba á kvöldin - hún er svo svakalega mikið fyrir að ferðast á frumstæðan máta! Ég veit ekki um neina konu sem elskar að dvelja í tjaldi, tjaldvögnum eða fellihýsum nú eða hjólhýsi er líka draumadæmið fyrir hana!
þar til næst
ciao

Jun 10, 2007

er til eitthvað flottara en...

...bleikt golfsett?????? Neibbs, ég held bara ekki :-)

Er alveg að springa yfir flottu bleiku kylfunum mínum. Bleikar golfkúlur og der í stíl er auðvita toppurinn :-)

Skellti mér með fíneríð á æfingasvæðið í Heiðmörkinni og prófaði kylfurnar - þetta svínvirkar og boltarnir bókstaflega flugu. Kannski ég þurfi bara ekki fleiri tíma - hmmmmmmmmm, líklega borgar sig að læra meira og meira og meira og fara svo að drífa sig 18 holurnar!

USA var ótrúlega skemmtilegt - ég ælta þó að muna eftir að raka af mér skeggið áður en ég fer þangað næst svo ég verið ekki tekin sem hryðjuverkamaður aftur eða þannig! Minneapolis er cute place. Ef maður ímyndar sér að Reykjavík sé New York þá er Minneapolis doldið í ætt við Blönduós :-) En cute place og gaman að koma þangað. Ég verð að komast aftur við tækifæri því ég á eftir að komast í Mall of America - það er víst heils dags prógram. :-) :-) :-)

later
ciao

Jun 6, 2007

Selfoss

er smábær, luralegur smábær en þó er stundum gaman að koma þangað. Samt ekki tvisvar sama daginn - það er nokkuð ljóst!

Örving og félagar fóru þangað í keppnisferð, gekk ferðin ekki sem skyldi og fóru þeir heldur lúpulegir upp í rútu sem keyrði þá í Vesturbæinn. Þegar þangað var komið og ég móðirin mætt að sækja drenginn spurði hann mig hvort ég hefði ekki tekið fötin sín úr búiningsklefanum - hmmmmmmmm, nei, ég legg það nú ekki í vana minn að vaða inn í búiningsklefa hjá syninum og hirða upp fötin hans þar sem ég geri ráð fyrir að hann klæði sig í þau. Það var víst ekki svo í þessu tilfelli svo að ég mátti gjöra svo vel að bregða mér aftur í þennan luralega smábæ og sækja góssið - það má fylgja sögunni að ég var MJÖG snögg í för!

þar til næst

Jun 4, 2007

og alltaf má bæta smá við

Og já við fórum í skemmtilega dagsferð um suðurlandið - fengum eðalgott veður, skoðuðum Seljalandsfoss og Skógarfoss þar sem þessi mynd var tekin, en á henni má sjá örving og guðföðurinn. Skelltum okkur í sveittan vegaborgara í Vík (Mýk í Vírdal eins og sumir vilja kalla þetta) og enduðum daginn á veitingastaðnum Við Fjöruborðið á Stokkseyri - namm namm namm, átum þar humar í tonna tali (eða þannig)

Já - ég gleymi einu. Hin æsispennandi trivialkeppni sem fram fór síðasta laugardag með úthverfafólkinu. Það tekur því nú varla að nefna það að undirrituð fór með sigur af hólmi - enda ekki við öðru að búast :-)

Segi nú bara Desperate Houswifes................. og allt það!

langt síðan síðast

og lítið sem ekkert á daga mína drifið síðan þá.

Nema upp sé talið heilahristingur og sjúkrabílaferð - gaman gaman.

Er komin í golf kennslu og æfi sveifluna stíft - það er gaman gaman.

Mikil vinna - já já, líka gaman gaman.

Örving er á síðustu dögunum í 6. bekk í skólanum - honum finnst það mjög gaman gaman. Er í þessum skrifuðum orðum að fara með bekkjarfélögum sínum í Reykholt í Borgarfirði á slóðir Snorra Sturlusonar.
Það verður held ég ekki ofsögum sagt að drengurinn hefur þroskast og fullorðnast gríðarlega síðustu vikur.
Við ætlum að fara saman til Danmerkur í frí í júlí og ég hlakka mikið til - það verður hrikalega gaman.

Ég sjálf ætla að bregða mér til USA á fimmtudaginn og hafa gott og gaman í einhverja sólarhringa - skemmtilegt það.

þar til næst
ciao