Mar 31, 2007

Mars er...

...eiginlega búinn. Eins og mér hefur oft orðið títtrætt um þá er ég alltaf jafn gapandi hissa yfir því hvað tíminn líður hratt (á gerfihnatta öld....).

Ég sá eitthvað stórmerkilegt í gær sem ég ákvað strax að ég myndi skrifa um hérna - nei, ég man það ekki legnur!

Þó ein frétt og það stórfrétt myndi ég segja - Vífilfell ætlar að hætta framleiðslu á TaB drykknum. Drykknum sem ég lifið á í ansi langan tíma hér á árum áður. Þegar ég var kona ekki einsömul fyrir 12 árum síðan þá drakk ég þetta eins og ég veit ekki hvað - a.m.k. drakk ég svo mikið af þessu að ég bjóst fastlega við að krílið kæmi í heiminn og segði: Ég vill TaB. Það gekk ekki eftir :-/

Ég stakk upp á því við Grafarholtskonuna að við myndum halda vöku til heiðurs TaBinu og skála í TaB í síðasta sinn! Hún samþykkti það - nú er bara að finna tíma sem hentar, henni, mér og frúnni úr Breiðholtinu! (Kom aldrei annað til greina en að bjóða Breiðholtsfrúnni með - TaB en nefnilega meira svona "low class" drykkur - hahahahahahahaha - djók djók djók)

Ég er voða mikið að spá í hvenær ég eigi að henda upp þessu partýi sem ég ætlaði að halda síðustu helgi - er að spá í að drífa bara í því núna strax í maí. Maí og mars byrja nefnilega báðir á m - einu mánuðirnir í árinu sem gera það og af því að ég á afmæli í mars þá er upplagt að halda upp á það í maí.

Vá - hvílík rök. Ég myndi reyna við MORFÍS ef ég væri enn í framhaldsskóla! Snillingurinn ég!

Stefni á mikinn innkaupaleiðangur á eftir - fjárfesting framundan - ætla að splæsa á mig sléttujárni. Já þið lásuð rétt, sléttujárni og já ég veit að ég er með stutt hár. En vá hvað hárið á mér er miklu flottara þegar ég er búin að renna hárinu í gegnum járnið - sooooooo coooool.

þar til næst
ciao

Mar 28, 2007

New York, New York, New York

og svo syngur maður bara New York.

Lítið meira um það að segja :-)

Frábær ferð. Ótrúlega margt sem við náðum að gera á svona stuttum tíma - hefði þó alveg kosið að vera aðeins lengur.

Fannst ekkert mjög vont að verða 35 - minna mál en ég átti von á!

knús mús þar til næst
ciao

Mar 21, 2007

það er ekkert að gerast

og það er ástæða fyrir engum fréttum hér!


En til að gera langa sögu stutta:

Fyrirhuguðu afmælispartýi næstkomandi laugardag hefur verið frestað - ástæða: gestalistinn er talsvert langur og því upplagt að geta tjaldað yfir pallinn í garðinum til að framlengja stofuna og það er hreinlega bara ekki hægt á þessum árstíma hér á landi.

Önnur ástæða er sú að ég ætla að bregða undir mig betri fætinum og skreppa til New York á sunnudaginn - nenni ekki að ferðast með timburmenn með mér sem og að ég hefði þurft smá tíma til að sjæna til heima eftir partýið líka og sé ekki fram að að það hefði náðst á svo stuttum tíma.

Þannig að ég segi bara - njótið lífsins og later!

ciao

Mar 15, 2007

fimmtudagur

og bara tveir dagar í þetta !

En hvar fæ ég skó??? Tók maraþon hlaup í kringlunni í hádeginu á milli skóbúða og fann ekki eitt par sem ég hefði getað hugsað mér. Þá er það laugavegurinn eftir vinnu og smáralindin í kvöld - þetta hlýtur að hafast! Annars skelli ég mér bara í hlaupaskó við kjólinn!

þar til næst

Mar 11, 2007

hef fátt að segja nema

gubb gubb gubb og meira gubb!!!!!!!!

Einhver andskotans gubbupest hefur tekið sér bólfestu í mér - ég ÞOLI þetta ekki.

góðar stundir

Mar 10, 2007

eitt í viðbót

hvað er málið með þessa Spaugstofu hjá RÚV? Ég bara spyr? Hvaða öfuguggaháttur er þetta að troða þessu viðbjóðslega leiðinlega sjónvarpsefni upp á mann á hverju einast laugardagskvöldi?

Ég veit vel, ég þarf ekki að horfa - en einhvern vegin er það nú svo að maður gapir á þennan ófögnuð ef maður er heima hjá sér á laugardagskvöldi, a.m.k. með öðru auganu.

Held að það ætti að senda þessa menn í LANGT frí með þætti Jóns Ólafs og bara endursýna allar Disney myndirnar frá 1958 sem búið er að sýna oft og mörgum sinnum - það væri strax skárra!

later

hvað er að gerast

með þetta veður? Það var vor veður í gær, núna er aftur kominn vetur - skilidaekki :-/

Til að bjarga geðheilsunni í gær þá ákvað ég að rigga mig upp og dressa mig upp og kíkja niður á Listasafn Íslands þar sem var verið að opna sýningu á verkum eftir Jóhann Briem og Jón Engilberts. Eins og alltaf var þar margt um manninn. Fullt af fólki til að spjalla við og fallegar myndir til að skoða. Þetta bjargaði gjörsamlega geðheilsunni :-)

Segi bara til lukku með sýninguna Harpa!

Í dag var það svo örving í aðalhlutverki, spilaði á móti Val og auðvita unnu KRingarnir 5 -2, húrra fyrir þeim! ÁFRAM KR
Það var svo kalt þarna í frostaskjólinu að ég fylgdist með leiknum í hlýunni inni í bílnum.

Við örving komust svo að samkomulagi um að skeppa í Melabúðina á leiðinni heim og keyptum okkur dýrindis nautalund til að hafa í kvöldmat.

úff - það er greinilegt að maður á ekki líf, þetta er leiðinlegasta blogfærsla allra tíma!

kveð með orðum snillings: "segiru svo þetta við mig undir glasi"???????????????

þar til næst

Mar 8, 2007

dagur fjögur

sem ég er lasin - þetta ástand er gjörsamlega óþolandi og óferjandi í alla staði!

Reyndi að lufsast í vinnu í morgun - en nei, þar var ég að ætlast til full mikils af mér. Fór aftur heim í bæli :-(

Svo liggur maður eins og aumingi í bælinu með mega móral yfir vinnunni og samstarfsfélögum sem eru á hvolfi - ósanngjant!

Any ways - þýðir víst lítið að spá í það - maður er víst ekki til stórverkana með hita og aðra gleði sem því fylgir.

Vonandi að þessu veikindaveseni fari að linna - eins og maðurinn sagði - nú er að bretta upp ermar og ná þessu úr sér í eitt skitpi fyrir eitt!

þar til næst
ciao

Mar 6, 2007

gvöööööööööööööð

hvað ég á bágt og hvað mér leiðist hrikalega. Er enn raddlausari en allt sem raddlaust er. Læknisheimsókn í dag - barkabólga var greiningin. Ég hélt að það væru bara börn sem fengju slíka veiki. Þetta er þá bara sönnun þess hve ung ég er!!!!

Þetta er undarleg veiki - ég s.s. er hásari en andskotinn og er með hita og kulda til skiptis - skelfilegt alveg. Doksti vildi meina að þetta tæki allt frá 4 og upp í 6 daga - víruspest sem ekkert væri hægt að gera við. Ég þamba heitt te í meira mæli en oft áður og mjög heitar súpur eru undirstaðan í fæðunni hjá mér!

Svo getur þetta blessaða sjónvarp ekki einu sinni verið skemmtilegt - glötuð dagskrá á bókstaflega öllum 30 eða 40 stöðvunum sem ég er með. Tja - kannski ekki á þessari pólsku, en ég er bara farin að ryðga svo hrikalega í pólskunni að ég skil bara fjórða hvert orð :-/ ekki nóg til að ná samhengi - hahahahaha.

Svo þarf maður bara að fara að undirbúa sig fyrir fjölbreytt samkvæmislíf á næstunni. Ströng dagskrá framundan - árshátíð, afmæli (já mitt afmæli) og New York, já það er brjálað að gera. Þó ekki fyrr en þar næstu helgi, ég get sem betur fer nýtt næstu helgi í að safna kröftum fyirr átökin sem á eftir koma.

Svo - nei, djók. Ekki hægt að byrja eina málsgrein en á Svo - hahahaha. Ég þoli ekki þegar setningar byrja á svo, að, og, ef o.s.frv. en stend mig ansi oft að því að gera þetta sjálf! Á maður ekki að reyna að skrifa góða íslensku - en í þessum blogheimi virðist allt vera leyfilegt. Ég er t.d. farin að nota þessi strik á milli ef mér finnst ekki tilefni í punkt eða kommu (hver notar eiginlega kommur í dag - íslenskukennarar eða hvað?). Eins hef ég tekið eftir því að ég nota ekki alltaf stóran staf í upphafi setningar - það má heldur ekki, en það geri ég vegna þess að mér finnst einfaldlega litlu starfirnir vera fallegri! Ég veit vel að þetta er langt í frá að vera æskilegt samkvæmt ströngustu kröfum um íslenskt mál - en who cares - það er allt leyfilegt í dag! Eða næstum því ;-)


Þar til næst
ciao

p.s. eins og ég hef nú stundum minnst á - ÞAÐ MÁ ALVEG SKRIFA EITTHVAÐ FALLEGT Í ATHUGASEMDIR !!!!! Ég verð svooooooooooo ánægð! Já, og takk þið 3 eða 4 sem hafið tjáð ykkur og gerið það nokkuð reglulega :-))

Mar 5, 2007

nú er það svart - eða öllu heldur raddlaust!

já, raddlaus er ég. Kem varla upp orði - sem er ágætt, ég get þagað án þess að það veki upp spurningar - hahahaha. Ég sem aldrei loka þverrifunni - stöðugt blaðrandi! eða þannig :-)

En að öllu gamni slepptu þá er ég þegjandi hás, á erfitt með að tala í símann - er eins og másandi símadóni við alla sem hringja í mig! Plís - sendi mér póst a.m.k. þar til á miðvikudag.

Svo fylgir hiti herlegheitunum - komin með bullandi hita og þessa skemmtilegu beinverki sem þið ættuð að þekkja.

Svo svo - ég ætla aftur upp í bæli, skella friends í dvd spilarann og athuga hvort ég næ að halda mér vakandi yfir einum þætti

þar til næst
ciao

Mar 2, 2007

föstudagur

og helgin að koma.

Allt með kyrrum kjörum á mínum vígstöðvum þessa helgina - það brjálaðast verður e.t.v. ferð í IKEA ef ég mögulega nenni!

góða helgi
þar til næst