Apr 29, 2007

óska eftir að...

...komast í samband við háls, nef og eyrnalækni sem getur klippt út mér hálskirtlana í snarhasti.

Ég er alveg búin að fá nóg af hálsbólgum núna. Er enn og aftur komin með eina slíka, eyrna verkir og drulla í ennis- og kinnholum fylgdu með í kaupbæti sem og hiti. Gubbbbbbbbbb - ég nenni þessu ómögulega!

Þetta er held ég 3 svona pestin sem ég fæ á þessu ári - nenni ekki að telja upp þessar sem ég fékk í fyrra en þær voru ófáar.

Ég heimta lækningu og það strax - þetta ástand er gjörsamlega óviðunandi í alla staði!

Takk fyrir

Apr 26, 2007

get bara ekki orða bundist...

...og hneykslast aðeins á nágranna mínum sem var komin út með börnin sín lööööngu fyrir 7 í morgun að leika með tilheyrandi skríkjum og ópum eins og gengur og gerist hjá litlum börnum þegar þau eru að blása sápukúlur og fleira skemmtilegt.

En commmmmmmmmmmmmooooooooooon klukkan 6:30 að morgni! Það eru bara ekki allir sem þurfa að vakna svona snemma - alveg nóg klukkan 7:30 eða svo a.m.k á mínu heimili.

Í morgunkyrrðinni þá berast þessir hvellu skríkir mjög auðveldlega í næsta nágrenni og inn í svefnherbergi þeirra sem búa í nærliggjandi húsum svo ég og örving vöknuðum óþarflega snemma í óþarflega pirruðu skapi, en auðvita ekki út í hvort annað :-)

Svo líður og bíður að kosningum, ótrúlega stuttur tími þar til að landsmenn ganga að kjörborði og kjósa til Alþingis.

Ég ætla rétt að vona að fólk hugsi sig veeeeeel um áður en það x-ar við einhverja vitleysu! Huxum til enda að fá t.d. Steingrím J sem utanríkisráðherra, eða Kolbrúnu Halldórs sem menntamálaráðherra nú eða Ömma sjálfan í félagsmálaráðuneytið - sjittttttttttt, ég þori ekki að hugsa svo langt. Ekki það að ég sé sérstaklega á móti Vinstri Grænum - Steingrímur J er einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum og næstum alltaf samkvæmur sjálfum sér, eitthvað sem aðrir í sama starfi mættu stundum taka sér til fyrirmyndar - málið er bara það að ég er alveg einstaklega ósammála honum og hans fylkingu!
Um aðra stjórnarandstöðuflokka þori ég ekki að tjá mig um svona opinberlega! Þið sem mig þekki vitið mína skoðun á því dóti! Já, ég segi dóti! Og hana nú!!!! (ofnotkun upphrópunarmerkja er víst argasti dónaskapur - en þetta gengi sem ég er að vísa til á það nú til að nota sér slíkan skap endrum og eins eða jafnvel oftar)

Nóg um það - bekkjarkvöld hjá örving í kvöld, foreldrar vinsamlegast beðnir um að koma með eitthvað meðlæti og helst ekki eitthvað sætt - hvað getur maður gert? Jú, hringja í sóma eða júmbó - nei, veit fyrir víst að einn pabbinn kemur alltaf með svoleiðis veitingar. Hvað gera bændur þá? tja tja tja, skvera mér í hverfiskaupfélagið og kaupi bara nokkra poka af kleinum og málið er dautt.

Þar til næst
ciao

Apr 23, 2007

Og þá er komið...

...sumar samkvæmt dagatali. Líklega ekki hægt að segja að það sé komið veðurfarslega - spurning hvenær það gerist. Ég leifi mér að efast um að það gerist á næstu vikum, og þó maður veit aldrei.

Að öðru - frábært brúðkaup síðasta vetrardag, það var svo mikil stemning að það skíðlogaði í bænum! hahahaha

Og svo ammæli á laugardag - hjónin höfðingjar heim á vínbarinn að sækja.

Örving sýndi meistara takta í Egilshöll á laugardaginn þar sem hans lið vann Víking 5 - 1. Þeir eru snillingar drengirnir :-)

Annars ekkert að frétta - lífið gengur sinn vana gang sem er gott mál.

þar til næst
ciao

Apr 18, 2007

síðasti vetrardagur...

...er í dag. Ár síðan - að vísu ekki fyrr en á morgun 19. apríl, en hann bar upp á síðasta vetrardag í fyrra.

Tíminn er svo afstæður - stundum finnst mér svo stutt síðan mamma var hjá mér en aðra daga vera ár og öld síðan. Svona getur tíminn verið brenglaður. Það hefur ekki liðið dagur eða klukkustund sem ég hef ekki hugsað til hennar. Stend mig enn að því að ætla að rífa upp símann og ætla að hringja í hana, hugsa; ég bara verð að segja mömmu frá þessu eða hinu.

Maður stjórnar þessu víst ekki - ég vildi samt að ég gæti stjórnað.

Það er samt líka tími til að gleðjast - brúkaup í kvöld.

þar til næst
ciao

Apr 16, 2007

hún á ammæli í dag, hún á ammæli í dag...

...hún á ammæli konan Beverlí hills, hún á ammæli í dag!

Til lukku með dagin elsku elsku úthverfakellingin mín - njóttu dagsins :-)


þar til næst

Apr 13, 2007

og þá er best að bretta upp ermar...

...og drífa sig upp í beverlí hills og hjálpa drottningunni þar aðeins - ætli það sé óhætt að vera á ferðinni þar á föstudagskvöldi??? Nei, maður spyr sig!

þar til næst
ciao

Apr 10, 2007

páskarnir búinir og...

... maður er alveg að detta í gírinn, en mjög mjög hægt!

Fínir páskar. Rólegheit og meiri rólegheit - tja, nema ef maður telur miðvikudag fyrir páska með. Þá var ferðast á milli sveitarfélaga í gulum hummer limmó í tómri gleði og glaumi. Ótrúlega skemmtilegur dagur í frábærum félagsskap.

Nú er það hversdagsleikinn sem tekur við og soðin fiskur með brokkólí og rófum upp á hvern einasta dag!

Er svo bara strax farin að hlakka til sumarsins þegar ég og örving förum í einkaþotu með fínu konunni í vesturbænum og dóttur hennar á mjög fancy strönd á einkaeyju í eigu auðkýfingsin sem við erum báðar að deita. (hann á líka einkaþotuna)
Mjög flott kerfi hjá okkur - skiptumst á að hitta hann anna hvorn dag og svo eigum við aðra hvora helgi með honum líka. Þetta er næstum eins og pabbahelgi nema ...... En höfum ákveðið að hann komi ekki með á eyjuna - við viljum vera í frið og ró þar með pínakólada og aðra fansý drykki, sólarolíu og sand á milli tánna!

Örving er annras bara mjög sprækur - valsar um hverfið og tekur að sér að þrífa skítugar íbúðir að fólki forspurðu - ekki slæmt það!

þar til næst
ciao

Apr 4, 2007

gleymdi einu

það er alveg stórmerkilegur dagur í dag :-)

18 ár síðan ég fékk ökuskírteinið - og hef aldrei misst það og hef það enn! Ótrúlegt en satt.

tími á að segja...

...gleðilega páska!

Geri a.m.k. fastlega ráð fyrir að þeir verði það :-) Á dagskrá er lítið sem ekkert. Mér sýnist að flestir sem ég þekki séu að fara eitthvað um páskana.

Í kvöld - ammæli hjá vinkonu minni til 30 ára (hmmm) og e.t.v. eitthvað fleira skemmtilegt!

Næstu dagar fara í það að ná niður óhreinaþvottsfjallinu sem hefur vaxið inni á baðherbergi hjá mér síðustu daga (lesist: vikur) og önnur skemmtileg heimilisstörf sem hafa setið á hakanum sökum annríkis eða hreinnar og beinnar leti! (já - ég er stundum hrikalega löt þegar kemur að heimilisstörfum)

Skúran var heima í morgun - þarf a.m.k. ekki að skúra - hahahahaha.

Svo verður ströng vakt yfir örving og vinum hans - þeim verður a.m.k. ekki slept lausum í hverfinu nema undir eftirliti og hana nú!

Þar til næst
ciao

p.s. passið ykkur á páskaeggjunum!

Apr 3, 2007

til að fyrirbyggja allan misskilning...

...þá þykir mér óendanlega vænt um breiðholtshyskið (hún sjálf lesi: BEVERLY HILLS DROTTNINGUNA) - alveg til jafnts við aðra í mínum heilaga vinahóp.

Ég er ótrúlega heppin að eiga jafn marga vini og ég á - ekki allir sem eiga slíkan hóp í kring um sig :-))))

...en þar til kellingin í holtinu (hún sjálf lesi: BEV HILLS) lærir að tala almennilega og góða íslensku þá verður gert grín að henni, nó matter what!

Segi ég og skrifa!
þar til næst
góðar stundir :-)

Apr 2, 2007

mig langar svo

í páskafrí svo ég geti verið undir glasi í marga daga og jafnvel komist á upphringilista hjá Kapaflingfling. Bara verst þegar táin fer alltaf svona á undan manni! En þegar maður sé 3 kindur á varðbergi og getur nælt sér í 12 læri þá lagast allt!

Ef ég fer út úr bænum um páskana - ætti ég að fara Selfoss leiðina eða hina leiðina? Hvað finnst ykkur???

þar til næst :-)