Feb 28, 2006

Tannlæknadagur í dag - aftur

Bara að deila þessu með ykkur :-/

Feb 27, 2006

enn ein vikan byrjuð

mánudagur enn og aftur. Ég fæ bókstaflega ekki leið á því að velta mér upp úr því hvað tíminn líður hrikalega hratt. Ekki á morgun heldur hinn er kominn mars-mánuður. Ótrúlegt alveg. Svo mætti næstum því halda að það væri komið vor a.m.k. viðrar eins og maí mánuður sé kominn. Erfinginn er alveg á því að það sé komið vor og sumarið bara rétt hinum megin við hornið. Honum brá ótrúlega þegar ég sagði honum að það gæti alveg farið að snjóa og allt farið á kaf á einni nóttu :-/

Lífið annars bara nokkuð ljúft. Helgin fín.

Ég er hætt að segjast vera hætt að fara út á lífið. Skoðaði mig aðeins um í miðbænum eftir útskriftina hjá meistaranum í mannauðsstjórnun. Kom við á Tapas með Kjötsúpunni og fékk mér "surprice" tapas - mmmm, hrikalega gott. hélt reyndar að ég hefði bara panntað humar og naut en það slæddust með nokkrir aðrir góðir - þá var þetta s.s. eitthvað surprice dæmi! Já og auðvita teiguðum við hvítt með :-) Litum inn á Thorvaldsen, Ölstofuna og Rex - jakk, þetta er alltaf sama súpan og sama fólkið! Frú Seljahverfi var líka á ballskónum og hitti okkur. Hún bauð svo í kynnisferð á GrandRokk - what a búlla! Það hékk þó á barstól Huldumaðurinn - ég þekkti hann nú ekki í fyrstu en svo rann upp ljós :-)
En það var hrikalega gaman - hitti fínu konuna úr ofanleitinu á Rex og það var sko alveg hægt að hlægja með henni as always :-) Hélt að klukkan væri rúmlega 3 þegar ég kom heim en neiiiiiiiiiiiibbbsss - hún var rúmlega 5 - well, times flyes when you are having fun eins og einhver sagði.

Skveraði mér svo með erfingjann í afmæli hjá Hrafnhildi Birnudóttur - þvílíkar kökur og kræsingar. Bragðið af súkkulaðikökunni góðu er enn í fersku minni. Takk Börní - mega kaka alveg sem og allt hitt :-)
Erfinginn kættist mikið yfir enska bikarnum um hlegina - hans menn unnu! Tóm gleði.
Ekki alveg jafn mikil gleði yfir tónmenntarverkefni sem hangir yfir hausamótunum á honum en gleðin tók aftur völdin í dag þegar hann fattaði að það er frí á miðvikudaginn og hann fær gálgafrest til föstudags.

Annars annasamar vikur framundan bæði í vinnu og einkalífi. Aðallega samt vinnu - líklega verður ekkert einkalíf. Svo sem ekki eins og maður eigi mikið svoleiðis hvort eð er þannig að ég lifi það af.
Ef einhver veit um það sem ég er að leita að þá má viðkomandi láta mig vita!

en þar til næst
ciao

Feb 22, 2006

eru tannlæknar...

... vondir upp til hópa eða erum það við sjúklingarnir sem erum alveg vonlausir og heimsækjum þá allt of sjaldan???

Sennilega er þetta allt okkur að kenna - en mér fannst nú minn samt doldið mikið vondur í dag! Fór í seinni tímann í rótafyllingu, ohh men hvað það var vont. Samt deyfð í bak og fyrir. Minn tannlæknir má sko eiga það að hann er snilli þegar kemur að því að deyfa - finn aldrei fyrir neinu :-)

En þegar askotans deyfingin fór að fara úr þá blossaði upp þessi líka ótrúlega skemmtilegi verkur. Tanni var búinn að segja við mig að ég gæti orðið aðeins "aum" - huhh, ætli hann hafi aldrei farið í svona sjálfur???? Ég var sko anski mikið meira en aum - varð óvinnufær, lufsaðist úr vinnunni - neyddist til að koma við í Hagkaup og versla eitthvað að borða fyrir lasarusana heima. Það hefur aldrei verið jafn sársaukafullt að fara í gegnum Hagkaup - þó að undir venjulegum kringumstæðum þá taki ég út fyrir að fara í þessa askotans búð.

Komst þó heim - varð ótrúlega glöð þegar ég sá pakka af parkódín forte liggjandi á borði bókstaflega bíðandi eftir mér :-) (svona er að búa í apóteki og vera hálfgerð sjúkrastofnun - alltaf nóg að pillum). Og hef verið næstum því slefandi síðan :-/ svona lyf fara ekkert sérstaklega vel í mína - en þetta er bara það eina sem slær á svona verk! Tók góðan bjútíblund og vaknaði ekkert smá falleg :-)

Tók svo til við enn meiri bjútíverk í kvöld og er sann kölluð fegurðardís eftir afrakstur kvöldsins!!!

Well - þá er það Sex and the City - sí ya later :-)

Feb 21, 2006

sex and the city

eru snilldar þættir! Ohh hvað ég er glöð að skjár1 skuli vera að endursýna þá :-) Frábærir karaktera. Svei mér þá ef ég get ekki fundið eitthvað af sjálfri mér hjá þeim öllum. Gæran í mér lifnar alveg við þegar þættirnir byrja ;-) Nei, bara segi svona. But all the tricks I have learned - good and bad :-) og fræðst um Manolo Balhnik - wow, svoleiðis skó ætla ég að eignast. Hafði nú samt vit á því að hlaupa hratt fram hjá þeim verslunum á 5th ave í NY sem selja þá skó - ég hefði orðið mörgum mörgum 100 usd fátækari og jafnvel mörgum 1000 usd fátækari! But one day - they will be mine!

Any ways - ótrúlega undarlegur dagur í dag. Gamli er búinn að rugla ansi mikið síðustu dag og ég hef hann sterklega grunaðan um að úða í sig svefnpillum eins og þær séu smarties - nei, kannski ekki alveg. En engu að síður eru þær einu pillurnar sem hann hefur greiðan aðgang að, þ.e. þær eru ekki pakkaðar inn í mánaðarskammtinn sem er keyrður heim 1 x í mánuði! Vá, pælið í þessu - risa stór kassi með pillum keyrður hingað once a month.
En s.s. þá erum við feðgin frekar lík að eðlisfari og eitt af þeim einkennum sem einkenna okkur er að við erum MJÖG óþolinmóð. Þolinmæði er bara ekki til í okkar orðaforða eða í okkar orðabók. Og því held ég að ef hann sofnar ekki um leið og hann hefur kyngt pillubrotinu sem hann má taka á kvöldin þá bara næli hann sér í aðra og jafnvel eina til - það auðvita gengur ekki. Auðvita man hann ekki hvort eða hve mörg pillubrot hann er búinn að taka og þá kemur að ruglinu. Svefnlyf geta nefnilega haft ótrúlega sljóvgandi áhrif á fólk. Það var a.m.k. tekið í taumana í dag og þessu lyfi hent - annað fengið í staðin sem á að vera mun betra, kemur í ljós.

Mútta fór í ótrúlega skemmtilega tann-aðgerð. Askítans tannlæknirin hennar sem hefur verið að heimasmíða brýr upp í hana síðustu áratugi hefur bara sagað tennurnar af rótunum og skilið ræturnar eftir. Og nú árum og áratugum síðar þurftir að taka þetta drasl í burtu - sem betur fer áður en skaði varð af!

Og ótrúlegt en satt - rólegt í vinnunni. Ekkert stress, ekkert vesen, ekkert - já bara ekkert! Bara gaman eins og alltaf. Ég er alveg á því að ég vinn á einum skemmtilegasta vinnustað sem hægt er að vinna á - frábært fólk - frábært umhverfi - bara allt frábært!

Og nú er endursýningu kvöldsins á sex and the city að ljúka - sem og mér í kvöld!
Adios

p.s. ef einhver vill gleðja mig ótrúlega þá má sá/sú hinn sami gefa mér alla seríuna á DVD, já og Friends líka ;-)

Feb 20, 2006

sætar á föstudagskvöldið :-)

ætli það sé ekki kominn tími til að

... horfast í augu við að ég hef bara ekki úthald til að djamma eins og 19 ára! Það er hér með opinbert að ég er komin í frí frá öllu sem heitir djamm þar til annað verðu tilkynnt :-)

Annars var þetta hrikalega skemmtileg helgi, bæði kvöldin. Gaman að doktorsneminn skyldi koma með í partý, held meira að segja að henni hafi ekki fundist mjög leiðinlegt ;-)

Fyndnasta atriði helgarinnar var samt í gærkvöldi þegar ég fékk sms rúmlega 10, rumskaði eitthvað við það og teygði mig í símann og sofnaði á meðan ég var að pikka inn svarið - vaknaði svo með símann í hendinni klukkan 3 í nótt - ég hefði kannski átt að ýta á send þá - hahaha!
Kannski var þetta svona "you had to be there" atriði - veit ekki, en mér fanst það bráð fyndið!

Tíminn heldur áfram að fljúga áfram og nú líður að óðum að hrynu afmæla. Hinir og þessir, vinir og vandamenn, mamma og síðast en ekki síst ÉG :-)

En askotans bömmer að það sé búið að skýra trygginafélag í höfuðuð á mér - stöðug verið að auglýsa að ég sé bara á netinu og sé ekki til vandræða - hahah, þeir sem þekkja mig vita að ég er stöðugt til vandræða!

En þar til næst... ciao

Feb 16, 2006

pet shop boys

ætla víst að koma saman aftur í sumar og ég hef haft afspurn af því að verið sé að skipuleggja ferð á tónleika með þeim.
Ætli hún Elín viti af þessu???? Djók ;-)

þar til næst

Feb 15, 2006

Miðvikudagur

Þá er enn og aftur komin miðvikudagur sem þýðir að helgin verður komin og farin áður en ég næ að snúa mér við. En svona er þetta bara - ég ræð víst engu um þetta.

Svo sem nóg framundan.

Kaffiboð í kvöld hjá konunni í Grafarholtinu - hún er svo hrikalega myndarleg húsmóðir og klár í hnallþórunum að ég hlakka mikið mikið til að setjast niður með kaffibolla og eitthvað gott að maula með. Enda sagði hún mér í gær að hún ætlaði að hætta að vinna á hádegi í dag til að fara heim og baka fyrir okkur kellingarnar! (ekki satt ;-)

Á laugardagskvöldið ætlar "skerjó" hópurinn að bregða undir sig betri fætinum og fara út að borða. Hlakka líka til að fara með þeim á smá skrens - orðið allt of langt síðan síðast með þeim!

Annars er það helst í fréttum að heiman að erfinginn missti tönn í gær og gleymdi að setja hana undir koddann - eða kannski bara gleymdi hann að segja mér að hann ætlaði að setja tönnina undir koddann til að testa þetta með tannálfinn. Hann er eflaust alveg með það á hreinu að tannálfskvikindið er ekki til. En samt - ég er lásý mamma að hafa klikkað á þessu!
Svo líður að Akureyraferð erfingjans. Mamman ætlar nú að bregða undir sig betri fætinum og fljúga norður til að hvetja drenginn og hans félaga í KR til dáða á Goðamótinu.

Þar til næst

Feb 13, 2006

...bara eitt í viðbót í kvöld

svo er ég hætt, ég lofa

Ennnnn ég gat html-að link inn á "hægri spalta" síðurnnar - vá hvað ég er klár! Er líka búin að fatta hvernig ég set inn mynd af mér - en ætla nú samt ekki að setja inn mynd af mér hér. Ætla að setja myndir af öðru fólki en mér - hahahaha.
Þá er bara eftir að koma upp ands.... teljaranum og þá er ég svooooo sátt og glöð.

En sökum pestar og viðbjóðs ætla ég nú að drífa mig í svefn og finna út úr þessu á morgun!

later gater

svo er bara að ákveða hvort

ég nenni að flytja allar gömlu færslurnar hingað yfir - kannski, kannski ekki, kemur í ljós :)

hér ætla ég frekar að vera

en á þettu bloggcentral.is - mér skilst að hér sé hægt að setja inn myndir án mikilla vandkvæða und alles.
En fyrir þá sem rekast hingað inn þá er gamla slóðin http://blog.central.is/skorungur

Þar til næst