Jul 6, 2009

júlí

og þá á allt að gerast - þ.e. örving jr.væntanlegur í heiminn - ekki svo langt eftir, og mikil tilhlökkun á heimilinu.

þar til eitthvað merkilegt gerist !
later

Jun 1, 2009

ótrúlegt..

...að það er kominn júní og þá er hægt að segja í næsta mánuði! það er ekki laust við að það sé komin smá spenningur :-)

May 20, 2009

ég er...

...andlaus

og því kemur lítið frá mér hér þessar vikurnar - kannski fer þetta að lagast

May 5, 2009

tómur stemmari..

...í gangi bara

later

Apr 24, 2009

sex..

...búnir - þrír eftir og líklega verða þeir langir

þar til næst
ciao

Apr 13, 2009

oft langar mig til...

...að vera einn heima, en þegar það geris þá leiðis mér - á maður ekki bara að njóta þessa að vera einn með sjálfum sér? það líður að því að þeim stundum fækki hressilega!

þar til næst

Apr 12, 2009

ferming afstaðin..

...fyrir viku síðan. Allt gekk eins og í sögu - þetta er ekkert mál. Ég verð klár í slaginn eftir 14 ár!

örving alsæll með daginn og eftir því sem ég hef heyrt voru gestir mjög ánægðir með veisluna og veitingarna í henni - a.m.k. sáust margir fara allt að því 4 ferðir í matinn!

tóm rólegheit og afslöppun í páskafríinu

og krílið stækkar og stækkar og stækkar - mér líður stundum eins og húðin sé bókstaflega að rifna utan af maganum á mér

þar til næst

Apr 3, 2009

það er búið að...

...kaupa fermingarföt, skyrtu, bindi, kerti, servíettur, sælgæti, baka rice crispys köku og kransaköku(sem var bökuð í búð - en verður sett saman af snillingum) og gylla nafnið á sálmabókina - sem b.t.w. ég notaði þegar ég fermdist 1986 og sama ritningargreinin hefur verið valin líka sem ég og amman notuðum báðar.

gestir hafa látið vita hvort þeir koma eða ekki - flestir koma sem er frábært.

Mamman er búin að finna kjól

svo að það er bara allt tilbúið og ferming getur farið fram - sem mun gerast á sunnudaginn í Dómkirkjunni klukkan 11:00

Mar 27, 2009

eftir rúma viku...

...þá fermist örving. Ég er eiginlega ekki að trúa þessu - að ég sé mamma fermingarbarns, ég þessi unga kona :-)

allur undirbúningur á fullu swingi - lítið sem ekkert sem ég þarf að gera, tja nema finna servíettur með sólblómi á að ósk fermingarbarnsins og skella í eins og tvær rice crispys kökur sem líta út eins og kransakökur. Ekki málið - frúin úr breiðholtinu ætlar að aðstoða mig með dyggri aðstoð frúarinnar úr holtinu.

þegar væntanlegur örving II fermist þá verð ég orðin 51 árs - en það er svo langt þangað til! Get huggað mig við það að frúin í holtinu, hún veðrur 52 þegar hún fermir næst - hahahah!

þar til næst
ciao

Mar 15, 2009

bara allt ágætt..

...að frétta.

er enn að vinna í bakinu - gengur hægt, en gengur.

þar til næst

Mar 10, 2009

aftur uppdeit..

...mér er enn illt í bakinu, er að vinna í því.

annars gengur allt vel :-) tóm gleði og hamingja!

þar til næst

Mar 5, 2009

updeit..

...mér er enn illt í bakinu. Er að vinna í því.

later

Feb 26, 2009

my back...

...stinks - eða á íslensku ég er að drepast í bakinu :(

og þar sem mig langar ekki að kvarta þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra

Feb 23, 2009

mun meira mál...

...en ætla má að finna "sinn stað" fyrir hvern hlut - en eins og einhver sagði þá er þetta allt að koma og heimilið í skerjafirði verður stöðugt heimilislegra með hverjum deginu.

nýjasta æði mitt er spínat - ég gjörsamlega verð að fá spínat í hvert mál, ferskt eða eldað - skiptir ekki máli

þar til næst

Feb 15, 2009

slagorð IKEA...

...er "hver hlutur á sínum stað" I love it - en hvenær sá dagur rennur upp hér í skerjafirðinum veit ég ekki, en gvööööð hvað ég hlakka til.

later

Feb 9, 2009

allir á sama stað..

...þar sem flutningum hefur lokð á milli póstnúmera 107 yfir í 101

heimilið lítur út eins og hæli í miðneshreppi eða eitthvað álíka - dót út um allt. Næstu vikur verða skipulagsvikur. Það verður hent og raðað, raðað og hent.

þar til næst

Feb 5, 2009

ég er ...

... andlaus þessa daga og hef lítið að segja.

Erum á fullu að koma svefnherberginu í skerjó í lag, mála og laga og breyta og bæta. Fluttum örving í annað herbergi og förum í hans gamla herbergi. Hann er sáttu - finnst bara kósý að vera kominn í minna herbergi.

Græna monsterið (veggurinn í svefnherberginu) er orðinn hvítur og hefur herbergið stækkað um að mér finnst a.m.k. 10 fermetra. Sjáum hvað mér finnst þegar nýja rúmið kemur - vona að það éti ekki upp allt plássið :-)

þar til næst
ciao

Jan 27, 2009

sko, ef að

...meðganga er 40 vikur, þá gera það 280 daga - sem þýðir að ég á "bara" eftir 180 daga í dag m.v. þann tíma sem mitt kríli varð til.

svo 180 dagar - ekki svo langt, a.m.k ekki ef horft er til baka en dáldið langt þegar horft er fram á veginn

en ég er sannfærð um að þessi tími mun líða hratt

Þar til næst

Jan 24, 2009

ég get svo svarið það...

... að ég held að ógleðin sé á undanhaldi! Vei, vei vei! enda komnar 14 vikur svo þett ætti nú að fara að lagast.

En nú hefu hafist svefntímabilið ógurlega - a.m.k. hef ég í dag náð að slá áður persónuleg svefnmet. En það er bara allt í lagi - maður má bara alveg sofa um helgar ef maður er þreyttur, sérstaklega ef maður er í sveitinni eins og ég núna :-)

Jan 22, 2009

í mínu lífi...

...er allt eins og það á að vera

þar til næst...

Jan 15, 2009

well...

...þá er búið að fara í hnakkaþykktarmælingu og allt 100% í lagi. Á að vísu eftir að fá út úr blóðprufunni, en hef ekki nokkrar einustu áhyggjur af þeim niðurstöðum :-) svo þetta er bara happy go lucky héðan af!

Ég bíð þó eftir þeim degi sem mér er ekki flökurt, ég gubba ekki og þarf ekki að leggja mig eftir vinnu - hvenær sá dagur kemur veit ég ekki, en ég mun taka honum fagnandi!

krílið er væntanlegt 26.júlí næstkomandi, kemur í ljós hvort stundvísi foreldranna skilar sér í genum þess.

þar til næst
ciao

Jan 8, 2009

segir maður ekki...

...gleðilegt ár á svona blogsíðum? Jú ég held það bara :-)

rólegt í tíðinni á mínum vísgstöðvum, eða þanngi. Erum að spá og spekúlera í húsnæðismálum sem og að fjárfesta í nýju rúmi. Þannig að kannski er bara nóg að gerast hjá okkur.

updeit síðar.

þar til næst