Feb 27, 2007

mánudagur..

...eða nei annars, þriðjudagur. Veikindi og vanlíðan gærdagsins gera það að verkum að ég tapaði heilum degi og þar sem það vara mánudagur sem ég tapaði þá er það bara ekki svo slæmt :-)

Matur og skemmtun (e. food and fun) stóð alls ekki undir væntingum þ.e. sko maturinn. Félagsskapurinn var brill - allir í fun skapi.

Öndin sem borin var fram sem aðalréttur hefur líklegast verið ellidauður og vel brauðfylltur íbúi af drullupollinum sem nefndur er Tjörnin í Reykjavík - a.m.k. var bragðið af henni vont og kvikindið ólseigt og ekki nokkur leið að skera kjötið í sæmilega bita. Það kom þó ekki að sök því maður fékk sér bara einn bita og síðan ekki söguna meir!

Eftirrétturinn - nei, ég vill nú eiginlega ekki ræða um hann - ojjjjjjj, soðið egg með einhverju sætuefni borið fram í haug af strásykri - ég spyr nú bara hvað er að??????

þar til næst

Feb 22, 2007

í dag 22. febrúar 2007 eru nákvæmlega

15 ár og 31 dagur þar til ég verð 50 ára.

Þetta voru óþarfaupplýsingar dagsins í boði Trékildisvíkurhepps - eða þannig :-)

En horfi maður fram á veginn þá eru 15 ár og 31 dagur svakalega langur tími. Horfi ég afur um 15 ár og 31 dag þá er það ekki svo mjög langur tími.

Mér finnst samt doldið skerí að það séu bara 15 ár í 50 ára afmæli - og örving, þá verður hann orðin 26 að verða 27 ára - ááááiiiiiiiiiiiiiiiii - þetta er vont!

ekki meira um þetta

Feb 20, 2007

og það var ekki að spyrja að því...

...kaupmannahöf var dásamleg í alla staði.





Frábærir ferðafélagar



Sumir versluðu meira en aðrir og aðrir drukku meira en aðrir ...

... meira verður ekki uppgefið hér ;-)

Feb 13, 2007

og það verða...

mojito, cabrinjas, daquari, manhattan og martini í öllum útfærslum og meira til sem verður slurpað í sig á hinum og þessum börum í Kaupmannahöfn næstu helgi.

og eins og einhver sagði einhverntímann:

meira fjör, meira fjör, meira fjör og meira fjör!

Fleiri verða þau orð ekki í bili
later

Feb 11, 2007

á sunnudeg er ekkert betra ...

... en að hafa lambalæri með öllu tilheyrandi í kvöldmatinn! Og það gerði ég í kvöld - lærið, brúnaðar kartöflur, sveppasósa, rauðkál, grænar baunir og sulta!

Gerist bara ekki mikið betra en það.

Svo var líka svo skemmtilegur félagsskapur :-)

Annars fín helgi. Róleg með smá hvítvínssull ívafi sem er bara skemmtilegt.

Örvingurinn minn lasinn - ég gerð a.m.k tvær tilraunir til að sækja mynd handa honum í gær og í dag og mér tókst ekki að hitta í mark. Fékk svolítið dissapointment augnaráð og svona "ohhhh mamma - ég er löngu búinn að sjá þessa" comment. En ég keypit slatta af ananashlunkum og það sló í gegn, ég er líklega ekki eins glötuð og ég hélt!

þar til næst

Feb 8, 2007

það eru 1000 manns eða svo

a.m.k næstum því sem lesa rausið í mér og vill virkilega enginn spreyta sig????

þar til næst

ég er að fara í framköllun

eftir örfáara mínútur og mikið svakalega hlakka ég til!

100 króna verðlaun fyrir þann sem getur svarað því hvað framköllun er :-)

Feb 6, 2007

jæja

þá er kominn dásamlegur þriðjudagur og örving farinn í mjaltir í Húsdýragarðinum!
Við mæðginin rifum okkur upp klukkan 06:15 í morgun og vorum allt annað en spræk þá - en þetta var allt að koma þegar við fórum að heiman 7:15. Þá var kominn rífandi gangur í þetta allt saman.

Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst ekkert betra en að vera í vinnunni frá 7:30 til 8:30 á morgunanna - þessi dásamlega ró og friður sem þá er. Enginn sími ekkert hljóð - og maður nær að vinna á klukkutíma það sem oft getur tekið upp í 3 tíma yfir daginn.

Auðvita er þó skemmtilegra að hafa félagsskap á skrifstofunni - það er voðalega einmannalegt að vera einn mikið meira en þennan klukkutíma. Svo gerist þetta orðið svo sjaldan að ég sé mætt svona mikið snemma. Við örving förum oftast ekki af stað fyrr en rúmlega 8 á morgnanna svo ég er ekki skriðin á officið fyrr en að skríða í hálf 9 á morgnanna.

Ég uppgvötaði mér til mikillar skelfingar í gær að það er alveg að koma skattatími - þ.e. sá tími árs þar sem þarf að fara að skila inn skattaskýrslum - jakkkkkkkkkkkk. Mín er nú tiltölulega auðveld. Já og líka þeirra sem ég hef aðstoðað við að klambra saman skýrslum - það sem er frekar málið er að koma sér að verki. Klára kvikindin og senda til rsk.is það er eins og maður dragi það alltaf fram á síðustu stundu - sækir um alla þá fresti sem hægt er að sækja um.
Ég er meira að segja farin að gæla við það að snapa mér fresti í gegnum endurskoðendaskrifstofur - jahúúúú - gott að þekkja fólk hjá Deloitte og þessum stöðum :-//

Nei annars, líklega er það ekki sniðugt. Er ekki annars bara best að ráðast á þetta og klára? Hafa að leiðarljósi: Hálfnað verk þá hafið er :-)

þar til næst

Feb 5, 2007

piffffffff

ekki hefur hann skánað - held ég fari bara að sofa!

svo tekur maður gleðina inn með lýsinu í fyrramálið :-/ eða hvað? Ég hélt ég hefði tekið hana með omega 3-6-9 pillunum í morgun en það gerðist líklega eitthvað.

þar til næst

mánudagur til mæðu

held ég að sé barasta alveg rétt máltæki.

mér finnast mánudagar leiðinlegir og þá sérstaklega þessi :-/

þar til næst

Feb 4, 2007

helgin að lokum komin

og ég er voða fegin.

Föstudagur - sjúkrabíll eftir byltu sem varð líklega vegna þróttlesi vegna svefnleysis, sem betur fer ekki innlögn á sjúkrahús. Gamli er svo gjörsamlega búin á því af svefnleysi ég er komin í þrot með ráð - læknar virðast ekki geta gert neitt fyrir hann. Hvað er til ráða? Veit ekki :-/

Erfinginn fékk einkunnir og þær bara asni mikið góðar, tja næstum allar! Hann veit hvað hann þarf að gera til að bæta sig á þeim stað. Og ég hef ekki nokkra trú á öðru en hann geri það þessi eska :-)

Ég fékk óútskýrða verki á föstudagkvöld - var komin á þaðað hringja á sjúkrabíl no 2 á heimilið þann daginn. Sem betur fer tók þetta nú enda, þvílíkar vítiskvalir hef ég aldrei á ævinni liðið áður. Hallast að því að ég hafi fengið gallsteinakast eftir að hafa rætt við nokkra aðila sem ég þekki sem hafa fengið slíkt. Er að spá í að tala við doktor og láta athgua þetta - langar ekki í svona verki aftur. Ég bókstaflega grét af sársauka - og er ég ekki vön að gráta eitt né neitt!

Látum þessu harmakveinspistli vera lokið.
þar til næst

Feb 1, 2007

í gærkvöldi...

...gerði ég svolítið sem ég hef aldrei gert áður.

Ég gekk út úr bíó. Ég hef aldrei á ævinni séð jafn leiðinlega bíómynd, tja kannski Hárið.

Þessi hryllingur sem á að vera bíómynd er bara söngleikur og ekkert annað, fyrir hlé var sungið í einn og hálfan tíma - gubbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb.

Ég vissi alveg að þessi mynd væri um tónlist - en það eru margar myndir sem ég hef séð um tónlist t.d. Walk til Line og Ray sem mér þóttu báðar mjög skemmtilegar. Þessi mynd hins vegar er bara hryllingur frá upphafi fram að hléi! En þá s.s. fór ég heim.

Ég met frítíma minn það mikils nú orðið að ég er ekki að eyða tíma af fúsum og frjálsum vilja að horfa á eitthvað sem mér finnst leiðinlegt.

og hana nú!

þar til næst