Nov 27, 2008

sjúk-it...

...það er búið að bjarga jólunum fyrir mig! Fyrir ykkur líka ef þið viljið.

Hið ótrúlega almennilega fyrirtæki Hagkaup hefur ákveðið að bjarga jólunum fyrir okkur aumingjan sem eigum ekki fyrir því sem við viljum kaupa og bjóða upp á JÓLALÁN! Finnst ykkur það ekki æði???? Geta shoppað og shoppað í Haböb og svo bara skellt þessu í lán þegar komið er á kassann - besta er að það þarf ekki að byrja að greiða af láninu fyrr en í MARS 2009 og það er vaxtalaust! tja, nema auðvita er lántökugjald - en það er nú bara eitthvað smotterí sko :-/ Mér líður bara næstum eins og ég fái jólin gefnins - þurfa ekki að borga fyrr en í mars - algjörlega geðveikt!

Ég hvet alla til að smella sér í næstu Hagkaupsbúð og fá sér eitt, jafnvel tvö svona jólalán - það er töff, ekki í 2007 andnaum heldur í kreppuanda komandi árs 2009!

mikið rosalega vona ég svo að þeir bjóði líka upp á FERMINGARLÁN í apríl og svo PÁSKALÁN. Svo væri tilvalið að viðskiptavinir hefðu kost á því að taka SUMARFRÍSLÁN - sérstaklega fyrir utanlandsferðir.
Þá væri hægt að kaupa allan mat og allt annað (dótið sem maður er vanur að kaupa í útlöndum kaupir maður s.s. í Hagkaup fyrir frí) til að taka með í fríið (auðvita þarf að nesta sig fyrir utanlandsferði á næstunni - það hefur enginn efni á að kaupa sér að borða í útlöndum) áður en farið er til útlanda á rað(kreppu)greiðslum.

Gó Hagkaup - jú seifd mæ kristmas! Lengi lifi lánafyrirgreiðslan
þar til næst

Nov 25, 2008

hafið þið prófað að...

...googla ykkur sjálf? bæði nafnið ykkar og leita eftir mynd? frekar fyndið að sjá sjálfan sig á google.com án þess þó að maður hafi sett sjálfan sig þar inn og vilji vera frekar prívat persóna.

ég man ykkur, næst þegar ykkur leiðist - googleyourself, makann, börning og aðra fjölskyldumeðlimi. Svo er e.t.v hægt að hafa ræða við leiðinlega maninn henna xxx móðursysutur eða konu xxx föðurbróðurs í næst jólaboði og slengja þessu fram - ef þú gúglar nafnið þitt hvað koma margar leitarniðurstöður - mjög spælandi fyrir viðkomandi ef hann/hún hefur ekki prófað að gúgla sjálfan sig og veit ekki rassg...

hægt að hleypa upp heilu fjölskylduboðunum með svona tali - hahahaha, og ekki eins og það sér skortur á svoleiðis samkundum á næstunni!

þar til næst

Nov 20, 2008

súpa og meiri súpa

fyrir rétt um tveimur vikum skellti ég mér á námskeið hjá Nordica Spa - hef verið meðlimur þar núna í 3 ár og mjög óvirk síðustu mánuði svo til að koma mér aftur í rétta gírinn þá var þessi ákvörðun tekin þegar mjög gott verðtilboð barst vegna þessa námskeiðs.

núna er sem sagt vika 3 á þessu námskeiði og hún er kölluð súpuvika. Ég er s.s. búin að borða ótæpilegt magn af súpu síðan á mánudag. Ekki engöngun súpu, alls ekki heldur er prógrammið þanngi að maður borðar góðan morgunverð, hádegisverð en eftir það eru það súpur - og alls konar súpur með fullt af grænmeti og fíneríi í. Og er ég ekki frá því að þetta svín-virki með æfingunum - það rennur af manni mörinn eða þannig.

í dag er dagur4 af 5 - svo ég er að halda þetta út, a.m.k. fer maður ekki að gefast upp núna þegar svona lítið er eftir :-)

annars engar frekari fréttir af mér og mínum, engar fréttir eru góðar fréttir var einhvern tímann sagt og ég held mig bara við það.

þar til næst

Nov 14, 2008

friday once again..

...og örving á leið í helgarferð til "útlanda" eða a.m.k. fer hann af þessari eyju yfir á aðra - alla leið til Vestmannaeyja! Fær að fara með vini sínum og mér skilst að þetta eigi að vera mjög skemmtilegt hjá þeim - vona bara það besta og að þeir komi sér ekki í vandræði þarna :-)

við kennarinn ætlum að hitta gamla gengið mitt úr skerjó annaðkvöld - hlakka til :-) Fyrsta skipti sem hann hittir megnið af þessu gengi - en ég veit að þau verða öll voðalega góð við hann :-)

Ég ætla líka að fjölmenna á opnun á sýningu í Hönnunarsafni Íslands á morgun - hlakka mikið til að sjá þessa sýningu enda er ég einstaklega áhugasöm um íslensku jólaskeiðina - Harpus - ég er spennt!

þannig - spennandi tímar framundan, ekki spörning!

þar til næst

Nov 1, 2008

laugardagur til lukku???

eða hvað? Já, ég held það bara.

Mér finnst svona helgar mjög skemmtilegar - ekkert planað, ekkert sérstakt á dagskrá - bara gera það sem manni dettur í hug, og allt skemmtilegt - ekkert leiðinlegt það er bannað.

Kennarinn fór að sækja björg í bú um miðja nótt - þ.e. á veiðar, síðustu fréttir herma að hann hafi náð tveimur gæsum, vonum bara að þær séu ekki komnar yfir miðjan aldur og bragðið eftir því.
Ég hef aldrei smakkað gæs svo að ég muni, hlakka til að prófa kvikindið.

Örving vakknaði upp við hrylling í nótt - fiskabúrið brotnaði og allt á floti. Sem betur fer tókst að bjarga Símoni og Guffa og synda þeir nú sem aldrei fyrr í voða fínni skál. Ég mun heldur betur láta í mér heyra í fiskabúðinni - mánuður síðan við keyptum félagana og búrið þeirra. Ekki góð ending þar, ó nei.

þar til næst