Apr 15, 2006

föstudagurinn langi er alltaf..

...langur. Föstudagurinn langi þetta árið var engin undartekning. Hann var sá lengsti sem ég hef upplifað.

Spítalinn hringdi í mig um nóttina og þá var búið að flytja mömmu á gjörgæslu - henni hafði versnað mikið.

Hún er þar enn - en við höldum að hún sé örlítið betri, a.m.k á hún ekki eins erfitt með andardrátt og þarf ekki lengur súrefni. Hún er komin með sýkingar og lungnabólgu og fær mikið magn af sýklalyfjum núna. Vonandi eru þau að virka og hún að vinna á sýkingunum. Það er þó ekkert öruggt enn - þetta er enn mjög tvísýnt.

Við biðjum, biðjum um kraftarverk.

No comments: