Sep 27, 2007

ætli það sé ekki opinberlega

komið haust. A.m.k. fjúka gulnuð laufblöð um loftið eins og gerist á haustinn. Ekta haust-lægð með tilheyrandi rigningu og roki - já, það er komið haust. En líklega hafa flestir tekið eftir því.

Þessa dagana eru framkvæmdir í höllinni í Skerjafirðinum, verið að skella upp bókaskápum, bókaherbergið verður tæmt um helgina (algjörlega undir mér komið) svo er bara að skrúfa niður hillur, mála og spasla og flytja mig þangað inn. Örving verður mikið mikið glaður þegar því er lokið! Já og ég líka :-)

Lítið annað títt af mér og hinum fjölskyldumeðlimum svo ég læt þetta duga í bili.

þar til næst
ciao

No comments: