Oct 22, 2008

framundan er...

...vetrarfrí hjá örving. Og í fyrsta sinn á hans skólaferli ætlar móðir hans að vera í smá fríi með honum, þ.e. allan föstudaginn! geri aðrar móðar mæður betur.

Upphaflega planið var að fara í sveit en sökum anna í félagslífi móðurinnar og kennarans þá gekk það ekki upp.
Mæðgin ætla að gera eitthvað skemmtilegt á föstudag saman - sem kostar litla peninga og er tiltölulega sársaukalaust. Uppástungur?

Samkvæmisdagatalið er nánast uppbókað út árið - eða þannig. Gaman af því, ekkert annað. Vinnudagatalið er gjörsamlega uppbókað þessar vikurnar.

Annars gengur allt sinn vana gang, og það er best.

Ég hef nánast misst allt samband við breiðholtsfrúnna þar sem hún hefur nú breyst í laganema og grafið sig niður í lagasafnið og lögfræðiorðabókina, það er varla að ég muni hvernig hún lítur út. En kannski ég geti rifjað það upp þegar ég legg í langferð núna fyrir helgina til hennar og sæki hjá henni pottinn sem við ætlum að fá lánaðan til að elda fiskisúpuna á laugardaginn. Það er nú ekki amarlegt að eiga hana að, blessaða breiðholtsfrúnna, þegar standa á í eldhússtórræðum þar sem hún er einstaklega vel í stakk búin að útbúa veislur fyrir tugir ef ekki hundruði manna í slagtogi við tengdamóðursína, hússtjórnarskólakennarann, breiðholtsgengið klikkar sko ekki á smáatriðum. Það kæmi ekki á óvar ef að hún opnaði súpueldhús núna á krepputímum!

þar til næst
ciao

No comments: