May 6, 2006

komin tími til að halda áfram...

...að blogga hér.

Lífið heldur víst áfram og engin ástæða til að hætta þessu bloggi - það er nú svo ótrúlega skemmtilegt, ekki satt :-)

Jarðaförin afstaðin fyrir rúmlega viku, gekk eins vel og hægt var.
Mamma hafði nú alltaf sagt að enginn myndi fylgja sér - hún hafði nú ekki rétt fyrir sér í þeim málum blessunin, Dómkirkjan var stútfull af fólki sem vildi votta henni virðingu sína.

Ég hef snúið aftur til vinnu og erfinginn í skólann. Hann er nú ósköp brotinn lita krúttið mitt - ég reyni mitt best til að halda utan um hann og hjálpa honum í gegnum þetta. Hann þarf bara sinn tíma eins og við hin.

Ég og "örving" erum að fara að leggja land undir fót í næsta mánuði. Ætlum að heimsækja nöfnu mína drottinguna í Englandi - veit hún tekur vel á móti okkur. Nú ef hún er með stæla og þykist vera bissý þá bara fer ég til Rúnu vinkonu minnar og hennar fjölskyldu - hún mun taka vel á móti okkur :-)
Svo er meiningin að skella sér undir Ermasundið og dvelja í París í nokkra daga.
Erfinginn hefur hvorki komið til Englands né Frakklands áður svo að þetta verður upplifelsi fyrir hann.
Hann er á fullu að skipuleggja og só far er hann búin að ákveða að kaupa sér FIFA world cup leik fyrir psp - hmmmmmm, ég sagði honum að finna eitthvað skemmtilegt fyrir okkur bæði að gera.
Ohh hann er svo mikið yndi - tölvur og fótbolti er lífið.

Hann er ekki alveg að skilja hví hann þarf að vera í þessum skóla og læra hvar hinar og þessar ár eru á landinu og hvað þær heita eða læra þessi ljóð - en hann getur þetta vel og ég er alveg ótrúlega stolt af honum hvað hann hefur staðið sig vel í skólanum síðustu vikur og mánuði.

Annars skemmtilegur dagur í dag - HR skvísu hittingur hjá ál-konunni. Það er alltaf svo gaman að koma heim til hennar, hún á svo huggulegt heimili og félagsskapurinn er nú ekki af verri endanum - þessar yndislegu stelpu skjátur sem voru með mér í viðskiptafræðinni - alveg brilljant allar sem ein!

That is it for now
Ciao

No comments: