Dec 26, 2006

jól jól jól

og alveg ágætis jól þrátt fyrir allt saman. Verð þó að viðurkenna að aðfangadagskvöld var örlítið erftitt - það vantaði mömmu og það var svo skrýtið. En því verður víst ekki breytt svo við ákváðum að gera það besta úr kvöldinu og hafa það notalegt saman.

Borðuðum dýrindis hreindýr og ég held að mér hafi sjaldan eða aldrei tekist svona vel upp með sósuna :-) Ég sauð líka rauðkál - það lukkaðist alveg glymrandi líka!

Jólagjafir flæddu undan jólatréinu og átti örving 90% eða meira af þeim - hann kom vel út úr jólunum í ár! Það var eins með mig - fékk frábærar og flottar gjafir og ég gæti ekki verið ánægðari.

Fórum svo mæðginin í okkar árlegu desertheimsókn í Hellusundið - þetta var sú síðasta þar sem Hellusundsfólkið mun búa í sveitinni næstu jól - eða þannig ;-)

Jóladagur er náttfatadagur, annar í jólum er líka náttfatadagur - ég er s.s. í náttfötum núna og ætla mér að vera í þeim eitthvað fram eftir degi!


Í kvöld ætla ég að breyta út af vana mínum og fara ekki á ball eða neitt slíkt eins og ég hef gert líklega síðustu 15 ár - ætli þetta sé merki um að ég sé örðin gömul??? Hmmmppfrrrrrrr 3 mánuðið í að ég verði 35 ára - já ég er 0rðin gömul!

iss - en það er allt í lagi, ég skelli bara fína kreminu sem ég fékk í jólagjöf framan í mig - það er víst svo rosalegt að ég verð eins og 15 ára í frama af því !!!

Segi bara gleðileg jól - hafið það sem allra best
ciao

No comments: