Aug 10, 2007

á þessum tíma árs verð ég alltaf dálítið...

...meyr.

Þannig er nefnilega að einka sonur minn, örving, á afmæli á morgun. Ég verð alltaf jafn hissa þegar þessi dagur rennur upp ár eftir ár og drengurinn bætir við sig einu árinu enn.

Mér finnst næstum hafa verið í gær, nei kannski ekki alveg - svona fyrir 3 árum síðan hann kom í heiminn með látum. Sennilega hafa þau læti í honum verið einu lætin í honum síðan. Jafnaðargeðið í þessu barni er með ólíkindum, annað en gribban mamman hans. Auðvita lætur hann í sér heyra ef honum finnst á sinn hlut gert - en hver gerir það ekki.

Hvað hann nennir að dedúast í kringum afa sinn, þolinmæðin hreint órtrúleg.

Og svo ég tali nú ekki up uppþvottavélina! Rétt upp hendi sem á dreng á þessum aldri sem setur næstum alltaf í vélina eftir mat og tekur í 99% tilvika uppúr henni og gengur frá - ég held að það séu ekki margir !


Auðvita verður veisla á morgun - mamman ætlar að hrisa nokkrar kökulufsur fram úr erminni og bera á borð fyrir nokkar ættingja og vini. Strákaafmælið, sem er auðvita ótrúlega mikilvægt, það verður haldið þegar skólinn hefst - þá ættu allir bekkjarfélagar að vera komnir til baka og enginn missir af :-)

þar til næst
ciao

No comments: