Oct 4, 2007

merkjavörur hvað

ég hló upphátt í gærkvöldi þegar kom auglýsing frá Hagkaupum í sjónvarpinu þar sem þeir auglýstu fulla búð af merkjavörum - hvernig skilgreina þeir eiginlega "merkjavörur"??? Væri gaman að sjá þá skilgreiningu.

Merkjavörur eru a.m.k. ekki tuskurnar sem seldar eru í Hakaup, þó margar hverjar ágætis vörur séu og alls ekki allt léleg framleiðsla.

Merkjavörur eru vörur sem seldar eru í "sérverslunum" sem einblína á að selja ákveðin vörumerki ásamt því að veita góða þjónustu til viðskptavina - a.m.k. er það mín skilgreining.

Ætli stefnan sé hjá þeim að selja næst Gúggí - þá getur maður skroppið í Hagkaup, keypt mjólk og eins og eitt par af gúggí skóm og belti í stíl - það gæti þó aldrei verið!

þar til næst
hafið það gott í rigninunni!

ciao

No comments: