Feb 15, 2008

föstudagur enn og aftur

... og ekkert kvart yfir því.

fór með húsmóðurinni úr breiðholtinu út í gærkvöldi - voðalega huggulegt hjá okkur. Vantaði bara Frú Grafarholt með okkur.

Byrjuðum á rómantískum dinner á Kringlukránni og svo í bíó að sjá p.s. I love you. Ohh - svo cute mynd :-)

Byggð á einni af skemmtilegustu bókum sem ég hef lesið - engar heimsbókmenntir, en engu að síður æðisleg bók. Uppfull af lífinu, sigrum og sorg - hlátri og gráti - skemmtileg saga um venjulegt fólk. Rithöfundurinn er Cecili Aahern (held að þetta sé skrifað svona ) og er dóttir forsætisráðherra Írlands. Systir hennar var einu sinni ungfrú heimur - svakaleg hæfileikarík familýa þar á ferð. Rithöfundurinn er um 25 ára - var 22 þegar hún skrifaði þessa bók. Hef lesið margar aðrar bækur eftir hana sem eru mis góðar - en flestar mjög skemmilegar og fjalla um lífið og tilveruna.
Mæli með bókinni og myndinni - en til upplýsinga fyrir kvennkyns lesendur: Ekki taka mennina ykkar með á svona mynd nema þeir séu þeim mun meiri kellingar inn við beinið :-)

Ég og húsmóðirin vourm a.m.k. voðalega glaðar að hafa ekki reynt að draga okkar með á þessa mynd. Kennarinn var svo þakklátur mér að hafa ekki reynt að draga hann með á þessa mynd - hann er svo mikið karlmenni að hann bara getur ekki svona myndir ;-)

Stórviðburður um helgina - sú fyrsta af HR genginu verður 40 ára - og verður því auðvita fagnað með stórveislu. Mér skilst á öðrum þátttakendum í veislunni að það eigi að taka vel á því núna og fagna gríðarlega með henni - ætli þessi veisla standi ekki fram í næstu viku.

Þá taka önnur veisluhöld við - kennarinn fagnar stóráfanga og ætli ég fagni ekki með honum.

þar til næst - góða helgi
ciao

No comments: