Apr 9, 2008

eða kannski er þetta að verða...

....minningarblogg

í dag er giftingadagur foreldra minna. Þau gengu í hjónaband fyrir 59 árum, þann 9. apríl árið 1949 í London. Þau áttu saman 57 ár - geri aðrir betur.

Ég sé a.m.k. ekki fram á að ég nái að vera gift í svo mörg ár - ástæaðn, ég er ekki gift! Og orðin 36 ára - þarf að tóra til 93 ára ef ég vill eiga 57 ára brúðkaupsafmæli, já og gifta mig helst í þessari viku. Það mun ekki gerast :-)

Saga foreldra minna er frábær - þau kynntust og frá þeim degi voru þau óaðskiljanleg. Þau voru gift innan við ári eftir að þau kynntus. Mamma rétt orðin 21 árs og pabbi 29 ára. Þau giftu sig í Londin, fjalli fjölskyldu og vinum - en fanst það ekki máli skipta, þau höfðu hvort annað.
Brúkaupsferð til Parísar og Nice. Ótrúlega rómantískt :-)

Ætlum fjölskyldan að halda upp á daginn - ég og karlarnir mínir 3 ætlum að smella okkur á Grillið í kvöld og borða góðan mat saman.

ágætt að geta skrifað um aðra þegar ekkert er að frétta af mér - en kannski er ekkert að frétta bara gott.
Ekkert að frétta af mér þýðir einfaldlega að það sé bara allt gott - lífið gengur sinn vana gang og er það ekki það sem við öll viljum?

Líður að fermingu í hjá dóttur frúarinnar í holtinu - þessi börn eldast allt of hratt, og ég sem er alltaf bara, já 36, það stendur víst hér fyrir ofan!

Ég og breiðholts frúin ætlum að leggja holta frúnni lið í kransakökubakstur í vikunni. Ég er sannfærð um að kakan verður sú besta og flottasta sem sögur fara af :-)

þar til næst
ciao

1 comment:

Anonymous said...

Gaman að þið skulið halda í heiðri svona daga :)

Þessi á horninu

p.s. hvernig var þetta með afmælis-dagverðinn???????? Eða eitthvað annað tjútt.....