Apr 2, 2008

þetta er að verða myndablogg



örving á góðri stundu um síðustu helgi. Fjölskylda og vinir komu saman í Skerjafirðinum í tilefni þess að mamma hefði orðið 80 ára laugardaginn 29. mars.


Gaman hvað margir gátu komið og minnst dagsins með okkur og allt vel heppnað í alla staði. Og húsið fylltist af blómum - aðstoðarkona mín, frúin úr holtinu sýndi fimi sína í að sameina í vasa og úr urðu þessar líka svakalega flottu blómaskreytingar. Þess má geta að frúin úr holtinu stóð sig með stakri prýði og mun ég aldrei aftur halda veislu án hennar hjálpar!
Ég klikkaði auðvita á því að taka mynd af borðinu áður en allir fengu sér að borða - en ég var engu að síður ákaflega ánægð með kertastjakana mína sem ég burðaðist með heim frá Köben í desember síðastliðnum og Boston í febrúar - koma alveg ótrúlega vel út :-)

nóg um að vera á næstunni - árshátíð HR um næstu helgi - ég og kennarinn mætum þangað galvösk enda hef ég verið með puttana í skipulagningu frá því fyrir um ári síðan.


meira síðar

þar til næst

ciao

No comments: