Jul 9, 2008

ég bjó til...

....sultu, a.m.k. er komið eitthvað gums í krukkur sem ég held að líkist sultu.
Og mér finnst það satt að segja alveg stórmerkilegur áfangi hjá mér. Ég hef aldrei búið til sultu.

Við tókum með okkur rabbabara úr sveitinni um síðustu helgi og mér fanst alveg ótækt að láta komast upp um mig að ég hefði bara ekki hugmynd um hvað ætti að gera við þetta fyrirbæri sem rabbabari er og að ég kynni ekki að búa til sultu.

Ég breytti s.s. eldhúsinu á Reynimelnum í tilraunaeldhús í gærkvöldi og bara skelli mér í þetta verkefni. Var nú búin að spyrja mér fróðari húsmæður hvernig ætti að gera þetta.

Auðvita gat ég ekki farið alveg eftir því sem mér var sagt að gera - en svona næstum því. Útkoman svakalega góð rabbabara-jarðaberjasulta. Ég er snillingur (að eigin áliti). Ég er viss um að hrásykurinn gerði útslagið - s.s. notaði ekki hvítan sykur, heldur hrásykur og ekki mjög mikið af honum - ég saup hveljur þegar talað var um kíló af sykri á móti kílói af öðru hráefni. Ég fékk nánast tannpínu við tilhugsunina.

Nú langar mig að prófa að gera rabbabara-bláberjasultu, held að það verði hrikalega mikið gott.

Mun skýra frá tilraunum mínum ef af verður.

Sumarfrí hefst á morgun - mikið verður það ljúft.

þar til næst
ciao

No comments: