Sep 1, 2008

lífið er komið í...

...fastar skorður hjá okkur. Skólinn byrjaður hjá öllum - mismunandi hvernig við tökum þátt í skólastarfi, en erum samt öll 3 að vinna í skóla, skemmtilegt :-)

Örving er byrjaður í Hagaskóla - þar lærir maður víst að "haga" sér, a.m.k. vona ég það. Hann er mjög jákvæður og sáttur með þessi hlutskipti að vera orðinn nemandi þarna.
Hann er orðinn stór - ég verð að sætta mig við það.

Það að ég sé ekki lengur "nafli alheimsins" í hans augum heldur skipa vinirnir æ stærri sess í hans lífi er eðlilegasti hlutur í heimi í þroska unglinga. Mér sýnist að þetta séu bestu stráka sem hann er með í kringum sig og er í fínu sambandi við hina foreldrana - það skiptir máli.

Hinn maðurinn í lífi mínu er líka kominn á fullt í sínu skólastarfi -nóg að gera á komandi önn.

Opni háskólinn er nú kominn á fullt skrið - ekki að hér hafi ekki verið fullt skrið, en við og nemendur erum að venja okkur á nýja nafnið. Aðsókn hefur aldrei verið betri og spennandi vetur framundan.

Á haustinn þá fer félagslífið oft á fullt skrið og þetta haustið er engu frábrugðið með það - nú er nánast búið að setja upp prógram fram í nóvember - bara gaman, en maður þarf engu að síður að passa að fylla ekki allar helgar með einhverjum uppákomum - það þarf að vera hægt að slappa dáldið af líka.

þar til næst
ciao

No comments: