Sep 26, 2008

tíminn líður hratt...

....á gerfihnatta öld var sungið hér um árið og það er bara alveg laukrétt. Og svo má deila um hvort það er gerfihnatta öld eða ekki.

Vika 1 búinn í skólanum og ég er voðalega ánægð með þetta nám. Er að vonast til að geta tekið þessa tvo áfanga sem eftir eru á önninni líka, þarf að athuga málið vegna undanfara reglna. Það væri voða gott að eiga bara einn áfanga eftir næsta haust og geta klárað námið þá - en það verður bara að koma í ljós.

Örving sýnist mér að sé að gjörsamlega að blómstra núna - hann sprettur í vexti, líkamlegum sem andlegum og verður sífellt frábærari einstaklingur.
Ég er hætt að kvía því að vera unglingaforeldri :-)

Fórum um síðustu helgi saman í leikhús og sáum Fló á skinni - ég gjörsamlega grét úr hlátri alla sýninguna, örving fannst þetta ekki alveg jafn fyndið, en skemmti sér engu að síður mjög vel.

Þessi helgi verður notuð í tiltekt og lærdóm og kannski oggulítið hvítvín!

þar til næst
ciao

No comments: