Sep 20, 2006

á maður afturkvæmt...

...eftir að hafa ekki skrifað hingað staf í marga mánuði???

Tja - ég held það barasta.

Það er svo sem ósköp lítið að frétta - maður tekur þetta einn dag í einu, skynsamlegast.
Svo er þetta bara þessi venjulega rútína, sofa, vinna, sofa, vinna - eða svona næstum því ;-)
Segi það ekki að maður taki ekki smá skrensa öðru hvoru - en ekki eins og áður. Nei það er bara ekki til úthald til að gera það!

Svona það helsta sem hefur á daga mína drifið síðan í maí er að við erfinginn fórum saman í frí til London og Parísar í júni, áttum frábæra ferð í alla staði. Frábært veður, skemmtilegt fólk sem við hittum og síðast en ekki síst frábær ferðafélagi :-)

Svo fór kellingin í skeppitúr til New York í júlí - það var svo stutt ferð að það telst eiginlega ekki með .-)

Tók svo 4 vikur í frí í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi - family time.

Nú er lífið komið í sinn vana gang. Erfinginn kominn í skólan, 6. bekk - enda varð hann 11 ára í sumar. Stór strákur.

Ég hef háleitar hugmyndir um þessa bloggsíðu - meira af þvi síðar, og þá meina ég ekki eftir 3 mánuði.

No comments: