Sep 20, 2006

fyndið?

kannski finnst ykkur það ekki, en mér finnst doldið skondið að erfinginn er farin að safna Friends þáttunum. Á orðið núna 4 seríur og getur gapað á þetta í tíma og ótíma - hann hlær endalaust að þáttum sem voru komnir í framleiðslu áður en hann fæddist. Ef ég man rétt var byrjað að framleiða þá 1994, en kannski er minnið að bresta - maður er jú orðin svo aldraður!!

Held einhvern vegin að þetta hefði ég ekki gert. Ég var doldið á móþróanum. Þ.e. ef að ma & pa sögðu mér að eitthvað væri rosalega skemmtielg og þau hefður lesið/hlustað/horft á það áður en ég fæddist eða þegar ég var lítil þá bókstaflega beit ég það í mig að viðkomandi fyrirbæri skyldi ég aldrei horfa á, lesa eða hlutsta á. Dem hvað ég hef verið leiðinlegur krakki - alltaf með vesen.
Þetta er munurinn á mér og syninum - hann hlustar á mömmu sína og trúir því að ég hafi alveg geggjaðan smekk á sjónvarpsefni, bíómyndum og tónlist - hahaha
Kannski hefur það líka áhrif að ég er í dag ekki orðin jafn gömul og mamma mín var þegar ég fæddist - gæti haft áhrif, tja, maður veit ekki

No comments: