Apr 18, 2007

síðasti vetrardagur...

...er í dag. Ár síðan - að vísu ekki fyrr en á morgun 19. apríl, en hann bar upp á síðasta vetrardag í fyrra.

Tíminn er svo afstæður - stundum finnst mér svo stutt síðan mamma var hjá mér en aðra daga vera ár og öld síðan. Svona getur tíminn verið brenglaður. Það hefur ekki liðið dagur eða klukkustund sem ég hef ekki hugsað til hennar. Stend mig enn að því að ætla að rífa upp símann og ætla að hringja í hana, hugsa; ég bara verð að segja mömmu frá þessu eða hinu.

Maður stjórnar þessu víst ekki - ég vildi samt að ég gæti stjórnað.

Það er samt líka tími til að gleðjast - brúkaup í kvöld.

þar til næst
ciao

1 comment:

Anonymous said...

Elsku Ebba mín,

Þú ert búin að standa þig eins og hetja þetta ár sem liðið er síðan mamma þín kvaddi.

Brúðkaup? miðvikudagskvöld? Hver giftir sig á slíkum degi? segi nú bara svona,... eflaust gott fólk und alles!!!

Fattlausi fyrrverandi Hafnfirðingurinn