Apr 26, 2007

get bara ekki orða bundist...

...og hneykslast aðeins á nágranna mínum sem var komin út með börnin sín lööööngu fyrir 7 í morgun að leika með tilheyrandi skríkjum og ópum eins og gengur og gerist hjá litlum börnum þegar þau eru að blása sápukúlur og fleira skemmtilegt.

En commmmmmmmmmmmmooooooooooon klukkan 6:30 að morgni! Það eru bara ekki allir sem þurfa að vakna svona snemma - alveg nóg klukkan 7:30 eða svo a.m.k á mínu heimili.

Í morgunkyrrðinni þá berast þessir hvellu skríkir mjög auðveldlega í næsta nágrenni og inn í svefnherbergi þeirra sem búa í nærliggjandi húsum svo ég og örving vöknuðum óþarflega snemma í óþarflega pirruðu skapi, en auðvita ekki út í hvort annað :-)

Svo líður og bíður að kosningum, ótrúlega stuttur tími þar til að landsmenn ganga að kjörborði og kjósa til Alþingis.

Ég ætla rétt að vona að fólk hugsi sig veeeeeel um áður en það x-ar við einhverja vitleysu! Huxum til enda að fá t.d. Steingrím J sem utanríkisráðherra, eða Kolbrúnu Halldórs sem menntamálaráðherra nú eða Ömma sjálfan í félagsmálaráðuneytið - sjittttttttttt, ég þori ekki að hugsa svo langt. Ekki það að ég sé sérstaklega á móti Vinstri Grænum - Steingrímur J er einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum og næstum alltaf samkvæmur sjálfum sér, eitthvað sem aðrir í sama starfi mættu stundum taka sér til fyrirmyndar - málið er bara það að ég er alveg einstaklega ósammála honum og hans fylkingu!
Um aðra stjórnarandstöðuflokka þori ég ekki að tjá mig um svona opinberlega! Þið sem mig þekki vitið mína skoðun á því dóti! Já, ég segi dóti! Og hana nú!!!! (ofnotkun upphrópunarmerkja er víst argasti dónaskapur - en þetta gengi sem ég er að vísa til á það nú til að nota sér slíkan skap endrum og eins eða jafnvel oftar)

Nóg um það - bekkjarkvöld hjá örving í kvöld, foreldrar vinsamlegast beðnir um að koma með eitthvað meðlæti og helst ekki eitthvað sætt - hvað getur maður gert? Jú, hringja í sóma eða júmbó - nei, veit fyrir víst að einn pabbinn kemur alltaf með svoleiðis veitingar. Hvað gera bændur þá? tja tja tja, skvera mér í hverfiskaupfélagið og kaupi bara nokkra poka af kleinum og málið er dautt.

Þar til næst
ciao

No comments: