Apr 10, 2007

páskarnir búinir og...

... maður er alveg að detta í gírinn, en mjög mjög hægt!

Fínir páskar. Rólegheit og meiri rólegheit - tja, nema ef maður telur miðvikudag fyrir páska með. Þá var ferðast á milli sveitarfélaga í gulum hummer limmó í tómri gleði og glaumi. Ótrúlega skemmtilegur dagur í frábærum félagsskap.

Nú er það hversdagsleikinn sem tekur við og soðin fiskur með brokkólí og rófum upp á hvern einasta dag!

Er svo bara strax farin að hlakka til sumarsins þegar ég og örving förum í einkaþotu með fínu konunni í vesturbænum og dóttur hennar á mjög fancy strönd á einkaeyju í eigu auðkýfingsin sem við erum báðar að deita. (hann á líka einkaþotuna)
Mjög flott kerfi hjá okkur - skiptumst á að hitta hann anna hvorn dag og svo eigum við aðra hvora helgi með honum líka. Þetta er næstum eins og pabbahelgi nema ...... En höfum ákveðið að hann komi ekki með á eyjuna - við viljum vera í frið og ró þar með pínakólada og aðra fansý drykki, sólarolíu og sand á milli tánna!

Örving er annras bara mjög sprækur - valsar um hverfið og tekur að sér að þrífa skítugar íbúðir að fólki forspurðu - ekki slæmt það!

þar til næst
ciao

No comments: