Nov 15, 2007

uppáhaldsorðið mitt er...

... ekki lengur afturhaldskommatittur.



Nú er ég komin aftur þangað sem ég á að vera - hætt að vera í fýlu :-) Eða þannig!



Nóg að gera og meira en það.



Er loksins flutt í gamla bókaherbergið - ný málað og fínt. Næsta verkefni, og þá verkefni helgarinnar er að klára að flytja dótið mitt þangað inn og gera dálítið fínt. Þarf líka að koma gamla rúminu mínu út - það verður ekki létt verk þar sem það kemst ekki niður stigann, heldur þarf að fara út um svalahurðina. já við erum með svalir fyrir þá sem ekki vissu það :-)

Ég s.s. splæsti í nýtt rúm. Hélt tryggð minni við IKEA og verslaði þetta líka fína rúm þar með stillanlegum rúmbotni og alles. Mér líður eins og eðal-gamalmenni þegar ég er komin upp í og lyfti höfðagaflinum til að vera í þægilegri lestrarstellingu.

Nú þarf ég bara að fá mér sjónvarp og dvd spilara. Held ég láti mér nægja að kaupa notað sjónvarp, tími ekki að splæsa í flatskjá þarna inn til mín. Er líka vissum að örving yrði voðalega sár ef ég fengi mér svo fínt tæki.
Þannig að ef einhver á gamalt en vel nothæft sjónvarp c.a. 21" sem hann vill losna við fyrir sanngjarna upphæð eða láta "geyma" fyrir sig þá vill ég endilega aðstoða viðkomandi.

þar til næst
ciao

1 comment:

Anonymous said...

Mikið er ég ánægð gæskan að þú er komin á beinu brautina :-)