Aug 6, 2008

og kominn ágúst

og sumarfríið búið.

Hið daglega amstur hefur tekið við eftir frábærlega gott sumarfrí.

Ég hef ekki búið til meiri sultu, en fengið mér fullt af hvítvíni og haft það huggulegt hér í Reykjavíkinni eða úti á landsbyggðinni. Algjör dásemd.

Næsta mál á dagskrá er að undirbúa 13 ára afmæli örving í næstu viku - hvernig undirbýr maður 13 ára afmæli drengs? á maður að baka köku? eða pannta pizzu eða eða eða?? Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð.
Ætli það verði ekki kaffi og meðlæti á boðstólum næsta mánudag og bara opið hús frá klukkan 16:00 fyrir þá sem vilja líta við. Ekkert flóknara en það - svo höfum við partý fyrir stráka vinina fljótlega. Já, þetta er fínt plan!

Örving varð annars fyrir gríðarlegri upplinun um helgina. Hann kom rjúkandi inn í svefnherbergið hjá okkur í sveitinni mjög snemma á sunnudagsmorgun, klukkan var ekki orðin 7, og galaði mamma mamma mamma mamma..... þaaaaaað eru kindur, þaaaað eru kindur! Svei mér þá það var eins og að jólasveininn hefði birst honum í draumi í gullbúningi á miðjum laugaveginum. Ég rétt opnaði annað augað og muldraði: já en elskan mín, nema hvað við erum í sveitinni - auðvita eru kindur. Hann hélt áfram; já en mamma þær eru hérna avleg upp við húsið - í garðinum hjá okkur... ég man ekki meira, ég var sofnuð aftur áður en hann náði að klára setinguna.
Svona er maður glatað foreldri - tekur ekki þátt í svona upplifun hjá afkvæminu - kennarinn og bróðir hans fóru svo síðar um daginn og ráku haug af kindum út af landinu hjá okkur. Þannig að já þetta vour kindur - og fleiri en ein.

Dásamlegar fréttir - það er rigning úti, veiiiiiiiiiiiii, þá líður mér örlítið betur að vera í vinnunni!

later
ciao

No comments: