Aug 18, 2008

frábær helgi á Egilsstöðum..

...að baki.

Tókum nánast norð-austurland í nefið. Sá fullt af nýum stöðum, þ.m.t. Kárahnjúkavirkjun og Hálslón. Fengum æðislega fjallasýn þegar við skelltum okkur þangað.

Ekki slæmt að lenda á Egilstöðum í 23 stiga hita svo seint í ágúst.

Skelltum okkur á Borgarfjörð Eystri og svo yfir héraðsflóann og Hellisheiðna - sem er held ég ein hrikalegasta heiði sem ég hef keyrt yfir, hún er ein af hæstu heiðum á landinu.

Kíktum á Vopnafjörð, þá er það búið. Frekar glatað pleis ef ég á að vera hreinskilin. Mjög fallegt þarna og vinarlegt - en en en en................

Keyrðum að Dettifossi og sáum hann í allri sinni dýrð og drullu - þ.e. jökulsáin er svooooooo hrikalega viðbjóðslega drullug á þessum árstíma, ég held að hún sé sérstaklega slæm á þessum tíma árs þó ég viti það ekki alveg - er ekki beint sérfræðingur í jökulsám.

Tinni liti stóð sig eins og hetja í bílnum á laugardeginum - en nú er ég endanlega læknuð, mig langar ekkkkkkkkkkkkkkki í hund og mun aldrei fá mér hund. Greyið enn hvolpur og dáldið mikið vitlaus og óþekkur - reynir auðvita að komast upp með allt alveg eins og lítið barn!

Næstu helgi er stefnan tekin á Akureyri. Ég held ég hafi ekki verið nema eina, kannski tvær helgar í bænum í sumar - mér líkar það vel!

þar til næst

No comments: