Aug 11, 2008

og dagurinn kominn...

...sem örving hefur beðið eftir leeengi. 13 ára afmælið.

Mér finnst auðvita fáránlegt að ég þessi unga kona eigi strák sem er officially orðinn táningur - alveg ótrúlegt!

Hann voða glaður með daginn - og nú sitja þeir saman 8 félagar og ræða heimsmálin. Samræðurnar eru nokkurnvegin svona:
hey gaur! hey gaur gaur - farðu a´youtobe og flettu upp....

gaura gaurar - þetta er snilld...

gaurar gaurar - strákar strákar ég ætla að vera næstur (og þá er verið að slást um stýripinnann á ps2 vélinni)

vá - ég skil þá varla! hahaha - en hrikalega góðir strákar allir með tölu!


Héldum þetta týpíska fjölskyldu/vina kaffi í dag. Þetta verður væntanlega í síðasta sinn. sem hann vill hafa svona fjölskyldu kaffi. Amma Hanna kom, Ebba frænka með tvö af sínum afkvæmum og Begga og Elvar. Auðvita vorum við hérna, ég og kennarinn og auðvita afinn - pabbi afmælisbarnsins lét hins vegar ekki sjá sig - kom e.t.v. ekki á óvart! grrrr - alveg dæmigert. En örving sáttur og sæll heyrist mér.
veit ekki hvað ég á að gera við kökurnar :-) a.m.k eiga þær ekki að fara á lærin á mér.

stóð svo í kvöld og hamaðist við að skrúbba tómar krukkur fyrir sultu - þetta fer að hætta að vera fréttnæmt að búin sé til sulta! Við kennarinn tíndum slatta af rifsberjum og svo sólber og hefur kennarinn verið að dunda sér í sultugerð síðan á sunnudagskvöld. Ég stefni svo á að komast í bláber og búa til sultu úr þeim á næstunni.

þar til næst
ciao

No comments: