Nov 27, 2008

sjúk-it...

...það er búið að bjarga jólunum fyrir mig! Fyrir ykkur líka ef þið viljið.

Hið ótrúlega almennilega fyrirtæki Hagkaup hefur ákveðið að bjarga jólunum fyrir okkur aumingjan sem eigum ekki fyrir því sem við viljum kaupa og bjóða upp á JÓLALÁN! Finnst ykkur það ekki æði???? Geta shoppað og shoppað í Haböb og svo bara skellt þessu í lán þegar komið er á kassann - besta er að það þarf ekki að byrja að greiða af láninu fyrr en í MARS 2009 og það er vaxtalaust! tja, nema auðvita er lántökugjald - en það er nú bara eitthvað smotterí sko :-/ Mér líður bara næstum eins og ég fái jólin gefnins - þurfa ekki að borga fyrr en í mars - algjörlega geðveikt!

Ég hvet alla til að smella sér í næstu Hagkaupsbúð og fá sér eitt, jafnvel tvö svona jólalán - það er töff, ekki í 2007 andnaum heldur í kreppuanda komandi árs 2009!

mikið rosalega vona ég svo að þeir bjóði líka upp á FERMINGARLÁN í apríl og svo PÁSKALÁN. Svo væri tilvalið að viðskiptavinir hefðu kost á því að taka SUMARFRÍSLÁN - sérstaklega fyrir utanlandsferðir.
Þá væri hægt að kaupa allan mat og allt annað (dótið sem maður er vanur að kaupa í útlöndum kaupir maður s.s. í Hagkaup fyrir frí) til að taka með í fríið (auðvita þarf að nesta sig fyrir utanlandsferði á næstunni - það hefur enginn efni á að kaupa sér að borða í útlöndum) áður en farið er til útlanda á rað(kreppu)greiðslum.

Gó Hagkaup - jú seifd mæ kristmas! Lengi lifi lánafyrirgreiðslan
þar til næst

2 comments:

Anonymous said...

Góóóóóóóóð! Eins og talað úr mínum munni!!

Þessi á horninu

ebbath said...

já - er þetta ekki SNIÐUGT!