Nov 1, 2008

laugardagur til lukku???

eða hvað? Já, ég held það bara.

Mér finnst svona helgar mjög skemmtilegar - ekkert planað, ekkert sérstakt á dagskrá - bara gera það sem manni dettur í hug, og allt skemmtilegt - ekkert leiðinlegt það er bannað.

Kennarinn fór að sækja björg í bú um miðja nótt - þ.e. á veiðar, síðustu fréttir herma að hann hafi náð tveimur gæsum, vonum bara að þær séu ekki komnar yfir miðjan aldur og bragðið eftir því.
Ég hef aldrei smakkað gæs svo að ég muni, hlakka til að prófa kvikindið.

Örving vakknaði upp við hrylling í nótt - fiskabúrið brotnaði og allt á floti. Sem betur fer tókst að bjarga Símoni og Guffa og synda þeir nú sem aldrei fyrr í voða fínni skál. Ég mun heldur betur láta í mér heyra í fiskabúðinni - mánuður síðan við keyptum félagana og búrið þeirra. Ekki góð ending þar, ó nei.

þar til næst

No comments: